Viðskipti innlent

BHM styrkir sig fyrir komandi kjara­við­ræðu­vetur

Atli Ísleifsson skrifar
Willard Nökkvi Ingason, Þóra Kristín Þórsdóttir, Ingvar Sverrisson og Karitas Marý Bjarnadóttir.
Willard Nökkvi Ingason, Þóra Kristín Þórsdóttir, Ingvar Sverrisson og Karitas Marý Bjarnadóttir. BHM

BHM hefur ráðið þau Willard Nökkva Ingason, Þóru Kristínu Þórsdóttur, Ingvar Sverrisson og Karitas Marý Bjarnadóttur til starfa innan bandalagsins.

Í tilkynningu frá bandalaginu er haft eftir Gissuri Kolbeinssyni framkvæmdastjóra að verkefni bandalagsins séu fjölbreytt og krefjandi, ekki síst á annasömum tíma þegar kjaraviðræður séu á næsta leiti, en alls starfa 24 á skrifstofu BHM.

Willard Nökkvi Ingason er nýr sérfræðingur í fjármálum og rekstri. Hann hefur frá árinu 2017 starfað á ráðgjafasviði Deloitte, nú síðast sem verkefnastjóri sjálfvirknilausna. Willard er með grunnmenntun í viðskiptafræði með tölvunarfræði sem aukagrein og hefur lokið meistaragráðu í fjármálum.

Þóra Kristín Þórsdóttir er nýr sérfræðingur í greiningum og mun meðal annars sjá um ýmis verkefni tengd kjara- og réttindamálum fyrir bandalagið og aðildarfélög. Þóra Kristín er með grunnmenntun í bókmennta- og mannfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í aðferðafræðifélagsvísinda frá London School of Economics. Þóra Kristín hefur undanfarin ár starfað sem sérfræðingur í hagskýrslugerð á Hagstofu Íslands.

Ingvar Sverrisson er nýr sérfræðingur í kjara- og réttindamálum. Ingvar er lögfræðingur með meistaragráðu í Evrópurétti með áherslu á félagarétt og stofnanir ESB. Hann hefur starfað hjá Tryggingastofnun ríkisins hvar hann sinnti erlendum málefnum og samskiptum við úrskurðarnefnd velferðarmála. Þar áður starfaði Ingvar fyrir EFTA, ESA og Alþýðusamband Íslands. Ingvar hefur víðtæka reynslu af kjara- og réttindamálum.

Karitas Marý Bjarnadóttir er nýr ráðgjafi í þjónustuveri BHM. Hún hefur undanfarið unnið sem verkefnastjóri hjá embætti ríkissáttasemjara. Eins hefur hún starfað sem ritari kjaratölfræðinefndar. Samhliða störfum sínum hjá ríkissáttasemjara hefur hún starfað við þýðingar og prófarkalestur hjá Túlka- og þýðingarmiðstöð Íslands en Karitas er með BA gráðu í ensku og klassískum fræðum og lýkur MS námi í mannauðsstjórnun í haust,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×