Viðskipti innlent

Munu einnig fljúga til Dul­les-flug­vallar

Atli Ísleifsson skrifar
Dulles-flugvöllur í Washinton DC verður fjórði áfangastaður Play í Bandaríkjunum.
Dulles-flugvöllur í Washinton DC verður fjórði áfangastaður Play í Bandaríkjunum. Vísir/Vilhelm

Flugfélagið Play hyggst fljúga til Dulles-flugvallar í bandarísku höfuðborginni Washington DC frá og með í apríl á næsta ári.

Í tilkynningu frá félaginu segir að miðasala sé þegar hafin og að fyrsta flugið verði 26. apríl næstkomandi. Flogið verður til Dulles-flugvallar alla daga vikunnar.

„Þetta er fjórði áfangastaður PLAY í Bandaríkjunum en hinir þrír eru Boston, Baltimore/Washington D.C. og New York.

Play hóf að fljúga til Baltimore/Washington flugvallar í apríl á þessu ári og vegna mikillar eftirspurnar, sérstaklega meðal tengifarþega, var ákveðið að styrkja stöðu Play á svæðinu og bæta þessum nýja áfangastað við leiðakerfið,“ segir í tilkynningu frá flugfélaginu.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.