Petrounias, sem verður 32 ára gamall í nóvember, var þarna að vinna sinn sjötta Evrópumeistaratitil í æfingum á hringjum en hann hefur sérhæft sig í slíkum æfingum.
„Mér líður mjög vel af mörgum ástæðum. Fyrst er að telja að ég er að koma til baka eftir aðgerð á öxl. Ég hafði smá efasemdir um að ég yrði tilbúinn fyrir þessa keppni en það tókst. Ég notaði reynslu mína og sjálfstraust eins mikið og ég gat því ég var ekki hundrað prósent tilbúinn,“ sagði Eleftherios Petrounias eftir keppni. Það má einnig finna viðtal sem var tekið við hann á gólfinu hér fyrir neðan.
Let's hear it for the Lord of the Rings! #Munich2022 pic.twitter.com/VXBjIXj9SK
— European Gymnastics (@UEGymnastics) August 21, 2022
Petrounias vann bronsverðlaun á EM í Berlín árið 2011 þá 21 árs gamall. Fjórum árum síðan vann hann sín fyrstu gullverðlaun í Montpellier en það ár varð hann bæði heims- og Evrópumeistari í æfingum á hringjum.
Petrounias bætti við Ólympíugulli í Ríó 2016 og tveimur heimsmeistaratitlum 2017 og 2018.
Hann hefur aftur á móti nú unnið fimm Evrópumeistaratitla í viðbót því hann tók einnig gullið í æfingum í hringjum 2016, 2017, 2018, 2021 og nú 2022. Hann hefur staðið efstur á palli í Montpellier (2015), Bern (2016), Cluj-Napoca (2017), Glasgow (2018), Basel (2021) og nú í München.
Þetta þýðir jafnframt að hann hefur unnið tíu gull á stórmótum á áhaldinu.
European title N° 6 on rings for Eleftherios Petrounias!!!!!#Munich2022 pic.twitter.com/8xcweIDP1E
— European Gymnastics (@UEGymnastics) August 21, 2022