Viðskipti innlent

Magnús skákar Árna Oddi

Árni Sæberg skrifar
Árni Oddur Þórðarson er forstjóri Marels.
Árni Oddur Þórðarson er forstjóri Marels. Marel

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, var aldrei þessu vant ekki launahæsti forstjóri landsins. Hann var næstlaunahæstur með tæplega 43 milljónir króna á mánuði árið 2021.

Það var einungis skattakóngur ársins 2021, Magnús Steinarr Norðdahl, sem var með hærri launatekjur en Árni Oddur með tæplega 118 milljónir króna á mánuði. Himinháar tekjur hans skýrast aðallega af uppgjöri á kaupréttarsamningi hans þegar LS Retail, fyrirtækið sem hann stýrði, var selt.

Í þriðja sæti listans yfir launahæstu forstjóra landsins er Brett Albert Vigelskas, framkvæmdarstjóri Costco á Íslandi.

Tíu launahæstu forstjórar landsins árið 2021 í milljónum króna

  1. Magnús Steinarr Norðdahl, fv. forstj. LS Retail - 117,682
  2. Árni Oddur Þórðarson, forstj. Marels - 42,768
  3. Brett Albert Vigelskas, frkvstj. Costco á Íslandi - 24,283
  4. Björn Hembre, forstjóri Arnarlax - 23,903
  5. Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstj. AtNorth - 22,654
  6. Hjalti Baldursson, frkvstj. Bókunar - 21,758
  7. Helgi Helgason, frkvstj. Verne Global á Íslandi - 17,369
  8. Jón Þorgrímur Stefánsson, forstj. NetApp - 15,408
  9. Kári Stefánsson, forstj. Ísl. erfðagr. - 13,425
  10. Margrét Björk Tryggvadóttir, forstjóri Nova - 9,691

Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021.

Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.

Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.


Tengdar fréttir

Tekjur Ís­lendinga: Tekjur for­stjóra allt að 36 milljónir króna á mánuði

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels og Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments raða sér í efstu sæti á lista Frjálsrar verslunar yfir tekjuhæstu forstjóra fyrirtækja í fyrra. Sá fyrrnefndi var að jafnaði með 35,94 milljónir króna í útsvarsskyldar tekjur á mánuði og nafni hans með góða 26,31 milljón í mánaðartekjur.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.