Viðskipti innlent

Rúmlega tólf þúsund laus störf

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hlutfall lausra starfa hefur ekki verið hærra síðan mælingar hófust árið 2019.
Hlutfall lausra starfa hefur ekki verið hærra síðan mælingar hófust árið 2019. Vísir/Vilhelm

Alls voru 12.240 laus störf á íslenskum vinnumarkaði á öðrum ársfjórðungi 2022. Hlutfall lausra starfa er nú 5,1 prósent og hefur ekki verið hærra í þrjú ár.

Tæplega 230 þúsund störf á íslenskum vinnumarkaði eru mönnuð og rúmlega 12 þúsund störf laus. Á fyrsta ársfjórðungi var hlutfallið í 3,2 prósentum en er nú 5,1 prósent samkvæmt nýjum tölum Hagstofu. 

Hlutfall lausra starfa er hæst í atvinnu tengdri heildsölu og verslun, samgöngum og geymslusvæðum og rekstri veitinga- og gististaða eða 9,2 prósent. Í landbúnaði, skógrækt og fiskveiðum var hlutfall lausra starfa 8,8 prósent.

Á sama tíma í fyrra voru laus störf um níu þúsund talsins og þeim því fjölgað um þrjú þúsund á milli ára. Fjöldi mannaðra starfa jókst einnig á milli ára eða um tæplega 22 þúsund.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.