Viðskipti erlent

Biðja um leyfi stjórn­valda til að hækka verð á núðlum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Skyndinúðlur eru afar vinsælar um allan heim.
Skyndinúðlur eru afar vinsælar um allan heim. Getty

Fimm af stærstu núðluframleiðendum Taílands hafa óskað eftir því að fá að hækka verðið á skyndinúðlum sínum. Verðið á núðlunum þar í landi hefur ekki hækkað í fjórtán ár.

Í Taílandi eru lög sem setja verðþak á nokkrar nauðsynjavörur til þess að vernda neytendur. Meðal þeirra vara sem eru vernduð með þakinu eru egg, matarolía og núðlur. Nú vilja fimm framleiðendur hækka þakið á núðlunum.

Framleiðendurnir fimm eru Mama, Yum Yum, Nissin, Wai Wai og Suesat en núðlurnar frá Yum Yum hafa verið með þeim vinsælustu á Íslandi til margra ára.

Núðlurnar eru afar vinsælar á Íslandi.Yum Yum

Framleiðendurnir óska eftir því að verðþakið hækki úr 23 krónum fyrir hvern skammt í 31 krónu fyrir hvern skammt. Verðþakið var síðast hækkað árið 2008 en verðbólgan í Taílandi er nú 7,6 prósent. Hún hefur ekki verið hærri síðan núðluverðið var hækkað síðast.

Thai Food Products Factory, fyrirtækið sem á framleiðandann Wai Wai, segir að sumar vörur séu seldar með tapi vegna þaksins. Því sé líklegt á að þeir minnki hlutdeild sína á taílenskum markaði til þess að selja meira erlendis þar sem ekkert verðþak er.

Framleiðendurnir halda því fram að innrás Rússa í Úkraínu hafi orðið til þess að hveiti og olía hækkuðu í verði og framleiðslukostnaðurinn því meiri en hann var í byrjun árs.

The Guardian hefur eftir Jurin Laksanawisit, viðskiptaráðherra Taílands, að hann telji að hækkunin sé of mikil og að hún muni koma neytendum í vandræði.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.