Veðja á hljóðfráar farþegaþotur að nýju Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2022 23:30 Áætlað er að vélarnar muni líta svona út. Mynd/Boom Bandaríska flugfélagið American Airlines hefur lagt inn pöntun fyrir allt að tuttugu hljóðfráun farþegaþotum frá flugvélaframleiðendanum Boom Supersonic. Hljóðfráar farþegaþotur hafa ekki verið í notkun frá því að hætt var að fljúga Concorde vélum snemma á þessari öld. Reuters greinir frá en þar kemur fram að American Airlines eigi einnig rétt á því að panta fjörutíu slíkar flugvélar í viðbót. Vélin nefnist Overture og getur tekið 65 til áttatíu farþega. Í frétt Reuters er tekið sem dæmi að flugvélin eigi að geta ferðast á milli Miami í Bandaríkjunum og London, höfuðborgar Bretlands, á tæpum fimm tímum. Það tekur venjulega farþegaþotu níu tíma að fljúga þessa leið. Áætlað er að flugvélin geti flogið á tvöföldum hraða hefðbundinna farþegaþota. Flugfélagið býst ekki við að taka vélarnar í notkun fyrr en árið 2029. Vélin er enn á hönnunarstigi en Boom reiknar með að geta framleitt fyrstu vélina árið 2025 og hafið prófanir á henni ári seinna. Alls hafa pantanir fyrir 130 Overture flugvélum borist Boom, þar af eru fimmtán frá United Airlines, einum helsta keppinauti American Airlines. Samningar flugfélaganna tveggja eru háðir því að flugvélin mæti öryggis-, umhverfis-, og rekstrarlegum skilyrðum þeirra. Hljóðfráar farþegaþotur hafa ekki flogið um jörðina frá því að síðustu Concorde-vélinni var lagt árið 2003, vegna mikils rekstrarkostnaðar og minnkandi áhuga viðskiptavina eftir að Concorde vél Air France hrapaði í Frakklandi árið 2000. Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Reuters greinir frá en þar kemur fram að American Airlines eigi einnig rétt á því að panta fjörutíu slíkar flugvélar í viðbót. Vélin nefnist Overture og getur tekið 65 til áttatíu farþega. Í frétt Reuters er tekið sem dæmi að flugvélin eigi að geta ferðast á milli Miami í Bandaríkjunum og London, höfuðborgar Bretlands, á tæpum fimm tímum. Það tekur venjulega farþegaþotu níu tíma að fljúga þessa leið. Áætlað er að flugvélin geti flogið á tvöföldum hraða hefðbundinna farþegaþota. Flugfélagið býst ekki við að taka vélarnar í notkun fyrr en árið 2029. Vélin er enn á hönnunarstigi en Boom reiknar með að geta framleitt fyrstu vélina árið 2025 og hafið prófanir á henni ári seinna. Alls hafa pantanir fyrir 130 Overture flugvélum borist Boom, þar af eru fimmtán frá United Airlines, einum helsta keppinauti American Airlines. Samningar flugfélaganna tveggja eru háðir því að flugvélin mæti öryggis-, umhverfis-, og rekstrarlegum skilyrðum þeirra. Hljóðfráar farþegaþotur hafa ekki flogið um jörðina frá því að síðustu Concorde-vélinni var lagt árið 2003, vegna mikils rekstrarkostnaðar og minnkandi áhuga viðskiptavina eftir að Concorde vél Air France hrapaði í Frakklandi árið 2000.
Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira