Viðskipti innlent

Hug­smiðjan ræður til sín átta nýja starfs­menn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Nýju starfsmenn Hugsmiðjunnar. Á myndina vantar Arnór Ragnarsson sem starfar frá Húsavík.
Nýju starfsmenn Hugsmiðjunnar. Á myndina vantar Arnór Ragnarsson sem starfar frá Húsavík. Hugsmiðjan

Hönnunar- og hugbúnaðarhúsið Hugsmiðjan hefur ráðið til sín átta nýja starfsmenn. Þeir eiga það allir sameiginlegt að vera fagfólk í sínu fagi.

Hugsmiðjan sérhæfir sig í hönnun og þróun á stafrænum lausnum fyrir stærri fyrirtæki og stofnanir. Undanfarin misseri hefur Hugsmiðjan verið að bæta við starfshópinn sinn.

„Við erum einstaklega ánægð með þennan flotta hóp af fagfólki og þakklát fyrir liðsaukan á þessum annasömu tímum í okkar rekstri,“ segir Ragnheiður Þorleifsdóttir, framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar.

Nýju starfsmennirnir eru:

Arna Vala Sveinbjarnardóttir

Vefhönnuður með B.A. gráða í arkitektúr frá LHÍ árið 2007. Meistaranám í hönnun og sjálfbærni við Aalto University Í Finnlandi.

Ásdís Erna Guðmundsdóttir

Forritari með BSc gráða í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og starfaði áður hjá Advania í deild Vefverslana.

Bryndís Sveinbjörnsdóttir

Vefhönnuður með BA í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands. Lærði vefhönnun og þróun í Vefskólanum. Starfaði sem vefstjóri, hjá Kristjana S Williams Studio í London í sex ár. Vann einnig að uppsetningu listasýninga stúdíósins í þekktum listasöfnum t.d Victoria & Albert Museum og The Other Art Fair.

Elín Bríta Sigvaldadóttir

Viðskiptastjóri og ráðgjafi, BA-gráða í vöruhönnun og stundar nú MPM-nám í verkefnastjórnun við HR samhliða vinnu. Hún hefur starfað við fjölbreytt verkefni meðal annars á sviði hönnunar, blaðamennsku og kvikmyndagerðar áður en hún hóf störf hjá Hugsmiðjunni.

Jónas Grétar Sigurðsson

Forritari með B.Sc Stærðfræði, M.Sc Hugbúnaðarverkfræði. starfaði áður við forritun hjá Menntamálastofnun.

Pétur Aron Sigurðsson

Forritari með BSc í tölvunarfræði, starfaði áður hjá Tripadvisor.

Arnór Ragnarsson

Forritari með Diplóma í Vefþróun frá Vefskólanum, starfaði áður á Ferðalausnarsviði TM Software.

Þorkell Máni Þorkelsson

Forritari með BSc í tölvunarfræði frá HÍ, starfaði síðastliðin fimm ár sem forritari hjá Vodafone.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.