Viðskipti innlent

Elmar til Ísafold Capital Partners

Bjarki Sigurðsson skrifar
Elmar Eðvaldsson.
Elmar Eðvaldsson. Aðsend

Elmar Eðvaldsson hefur gengið til liðs við sjóðsstýringafyrirtækið Ísafold Capital Partners hf. en hann starfaði áður sem sjóðsstjóri í eignastýringu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. 

Elmar kemur til með að hefja störf með haustinu en hann er með BSc-gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. 

„Ég hlakka til að takast á við ný og spennandi verkefni hjá Ísafold Capital Partners og leggja mitt af mörkum við áframhaldandi uppbyggingu félagsins. Rekstur sjóða félagsins hefur gengið vel á undanförnum árum og ávöxtun verið mjög góð,“ er haft eftir Elmari í tilkynningu frá Ísafold. 

Gísli Valur Guðjónsson, framkvæmdastjóri Ísafold Capital Partners segir það vera afar ánægjulegt að fá Elmar til liðs fyrir fyrirtækið. 

„Við horfum með mikilli bjartsýni til þess að halda vegferð okkar áfram með Elmar innanborðs. Rekstur sjóða Ísafold Capital Partners hefur gengið vonum framar og fjárfestar í sjóðum félagsins hafa notið góðrar ávöxtunar. Sem stendur erum við komnir langt með að safna fjármagni í nýjan sjóð sem hefur hlotið nafnið MF3,“ segir Gísli valur Guðjónsson, framkvæmdastjóri Ísafold.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×