Golf

Perla og Kristján standa uppi sem sigurvegarar

Hjörvar Ólafsson skrifar
Kristján Þór og Perla Sól með sigurlaunin í Vestmannaeyjum. 
Kristján Þór og Perla Sól með sigurlaunin í Vestmannaeyjum.  Mynd/golfsamband Íslands

Mótsstjórn Íslandsmótsins í golfi hefur ákveðið að fella niður lokaumferð mótsins en ekki er hægt að keppa í Vestmannaeyjum vegna veðurs. 

Perla Sól Sig­ur­brands­dótt­ir úr GR og Kristján Þór Ein­ars­son úr GM eru þar af leiðandi Íslands­meist­ar­ar í golfi. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Íslandsmótsins sem Íslandsmeistarar eru krýndir án þess að allir hringir mótsins séu spilaðir. 

Perla Sól og Kristján Þór voru efst fyrir lokaumferðina en ekki tókst að gera Vestmannaeyjavöll leikfæran eins og vonast var til. 

Þetta er í fyrsta sinn sem hin 15 ára Perla Sól fagnar þessum titli og annar titill Kristjáns Þórs en hann sigraði árið 2008 í Eyjum.

Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ur, úr GR, hafnar í öðru sæti en hún var einu höggi á eftir hinni 15 ára gömlu Perlu Sól fyrir lokahringinn. Guðrún Brá Björg­vins­dótt­ir, Golfklúbbnum Keili, varð svo í þriðja sæti..

Kristján Þór fór fyrstu þrjá hringina á sex höggum undir pari vallarins en Sig­urður Bjarki Blum­stein og Orri Þórðar­son eru jafnir í öðru sæti á fjór­um högg­um und­ir pari.

Kristó­fer Karl Karls­son, Böðvar Bragi Páls­son og Birg­ir Guðjóns­son deila svo þriðja sæt­inu en þeir léku allir á þrem­ur högg­um und­ir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×