Íslandsbanki hagnaðist um 5,9 milljarða króna Árni Sæberg skrifar 28. júlí 2022 16:16 Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka. Hún segir að Íslandsbankafólk hafi ástæðu til að gleðjast í dag. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki hefur birt uppgjör fyrir annan ársfjórðung 2022. Í því kemur fram að bankinn hafi hagnast um 5,9 milljarða króna á fjórðungnum. Arðsemi eigin fjár bankans var yfir fjárhagslegum markmiðum bankans og spám greinenda. Hagnaður á fyrri helmingi ársins er 11,1 milljarður króna. Í tilkynningu bankans til Kauphallar segir að helstu ástæður góðrar afkomu séu sterk tekjumyndun, aðhald í rekstri og jákvæð virðisbreyting útlána. Hagnaðurinn á fjórðungnum er hálfum milljarði króna meiri en á sama tímabili í fyrra. Þar segir að að hreinar vaxtatekjur hafi aukist um 21,8 prósent milli ára og hafi numið 10,3 milljörðum króna. Hækkunin skýrist af hærra vaxtaumhverfi og stækkun inn- og útlánasafns bankans. Hreinar þóknanatekjur hafi aukist um 18,1 prósent og numið 3,4 milljörðum króna. Auknar tekjur í greiðslumiðlun, fjárfestingarbanka, verðbréfa- og gjaldeyrismiðlun og vegna útlána og ábyrgða hafi leitt hækkunina. Í ljósi góðrar afkomu og væntinga fyrir síðari hluta ársins hefur leiðbeinandi tala fyrir arðsemi verið endurskoðuð upp á við og er nú yfir tíu prósent en var áður átta til tíu prósent. Jafnframt verður leiðbeinandi bil fyrir kostnaðarhlutfall nú 44 til 47 prósent , en var áður 45 til 50 prósent. Íslandsbankafólk geti verið ánægt „Við Íslandsbankafólk getum svo sannarlega verið ánægð með uppgjör annars ársfjórðungs þar sem hagnaður nam 5,9 milljörðum króna og var arðsemi 11,7% sem er yfir okkar fjárhagsmarkmiðum. Við sáum sterkan vöxt í tekjum bæði hvað varðar vaxta- og þóknanatekjur eða 21% á milli ára. Á sama tíma náðist raunlækkun kostnaðar um 5,9%. Kostnaðarhlutfall var 42,7% á tímabilinu sem er jafnframt umfram fjárhagsmarkmið bankans,“ er haft eftir Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, í tilkynningunni. Hún segir að útlánastarfsemi hafi verið lífleg á tímabilinu en að vænta megi að útlánavöxtur verði hægari á seinni hluta ársins vegna aðgerða Seðlabankans. Tilkynningu um uppgjör Íslandsbanka má lesa í heild sinni hér. Íslenskir bankar Kauphöllin Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Sjá meira
Í tilkynningu bankans til Kauphallar segir að helstu ástæður góðrar afkomu séu sterk tekjumyndun, aðhald í rekstri og jákvæð virðisbreyting útlána. Hagnaðurinn á fjórðungnum er hálfum milljarði króna meiri en á sama tímabili í fyrra. Þar segir að að hreinar vaxtatekjur hafi aukist um 21,8 prósent milli ára og hafi numið 10,3 milljörðum króna. Hækkunin skýrist af hærra vaxtaumhverfi og stækkun inn- og útlánasafns bankans. Hreinar þóknanatekjur hafi aukist um 18,1 prósent og numið 3,4 milljörðum króna. Auknar tekjur í greiðslumiðlun, fjárfestingarbanka, verðbréfa- og gjaldeyrismiðlun og vegna útlána og ábyrgða hafi leitt hækkunina. Í ljósi góðrar afkomu og væntinga fyrir síðari hluta ársins hefur leiðbeinandi tala fyrir arðsemi verið endurskoðuð upp á við og er nú yfir tíu prósent en var áður átta til tíu prósent. Jafnframt verður leiðbeinandi bil fyrir kostnaðarhlutfall nú 44 til 47 prósent , en var áður 45 til 50 prósent. Íslandsbankafólk geti verið ánægt „Við Íslandsbankafólk getum svo sannarlega verið ánægð með uppgjör annars ársfjórðungs þar sem hagnaður nam 5,9 milljörðum króna og var arðsemi 11,7% sem er yfir okkar fjárhagsmarkmiðum. Við sáum sterkan vöxt í tekjum bæði hvað varðar vaxta- og þóknanatekjur eða 21% á milli ára. Á sama tíma náðist raunlækkun kostnaðar um 5,9%. Kostnaðarhlutfall var 42,7% á tímabilinu sem er jafnframt umfram fjárhagsmarkmið bankans,“ er haft eftir Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, í tilkynningunni. Hún segir að útlánastarfsemi hafi verið lífleg á tímabilinu en að vænta megi að útlánavöxtur verði hægari á seinni hluta ársins vegna aðgerða Seðlabankans. Tilkynningu um uppgjör Íslandsbanka má lesa í heild sinni hér.
Íslenskir bankar Kauphöllin Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent