Viðskipti innlent

Tap Spaðans nam 51 milljón króna

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Þegar allt lék í lyndi hjá Spaðanum.
Þegar allt lék í lyndi hjá Spaðanum. Vísir/Vilhelm

Spaðinn tapaði alls 51 milljón króna árið 2021, samanborið við tveggja milljóna króna tap árið áður.

Viðskiptablaðið greinir frá þessu. Félagið opnaði fyrsta útibúið á Dalvegi í maí 2020 og annað útibú sitt við Fjarðargötu í Hafnarfirði í október sama ár.

Fram kemur að rekstrartekjur hafi aukist um 191 milljón í 372 milljónir króna á milli ára en laun og launatengd gjöld námu 168 milljónum. Þá jukust skuldir félagsins jukust um úr 66 milljónum í 82 milljónir á milli ára.

„Skuldir Spaðans eru nær einvörðungu við eigendur fyrirtækisins en þar sem rekstrargrundvöllur er brostinn er það mat eiganda að réttast sé að hætta starfsemi. Því var síðasti starfsdagur þess í gær, sunnudaginn 3. júlí,“ sagði í tilkynningu frá Spaðanum vegna lokunarinnar.

Þórarinn átti 51% hlut í Spaðanum. Tannlæknirinn Marta Þórðardóttir og Jón Pálmason, annars eigenda Ikea á Íslandi, fara með 20,5% hlut hvor.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×