Viðskipti innlent

Samherji fjárfestir í landeldi fyrir 60 milljarða

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Samherji ætlar sér að fjárfesta fyrir allt að 60 milljarða króna í fiskeldi á komandi árum og í bígerð er um 40 þúsund tonna landeldi í nágrenni Reykjanesvirkjunar. Forstjórinn segir fjárfestinguna mestu áhættu í sögu félagsins.

Greint er frá þessu í tilkynningu frá Samherja í gær.

Þar segist Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri útgerðarfélagsins, ætla sér að fjár­festa fyr­ir allt að fjóra millj­arða í Silf­ur­stjörn­unni í Öxarf­irði í lax­eldi og seiðafram­leiðslu. 

Þá sé jafnframt að hefjast bygg­ing nýrr­ar seiðaeld­is­stöðvar á Stað í Grinda­vík fyr­ir um millj­arð. Að sögn Þorsteins ætlar Samherji að vera klár með seiði fyrir þá eldisstöð, gangi allt samkvæmt áætlun varðandi hina stóru eldisstöð við Reykjanesvirkjun.

„Við ætl­um að nýta þá þekk­ingu sem til er og gæði lands og sjáv­ar í sam­ein­ingu. Við höf­um trú á að við get­um byggt upp land­eldi hér sem geti verið arðbært. En það kost­ar gríðarlega fjár­muni. Við ger­um ráð fyr­ir að Sam­herji ráði við fyrsta áfang­ann,“ er haft eftir Þorsteini.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.