„Þá erum við í vondum málum, íslenskt samfélag“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2022 12:00 Oddný telur að orðspor Íslands velti ekki á því hvort kaup Ardian á Mílu nái fram að ganga. Vísir/Vilhelm Þingmaður segir það mun skaðlegra fyrir orðspor Íslands ef slegið yrði af kröfum um eftirlit með samkeppni, heldur en ef kaup fransks fjárfestingasjóðs á Mílu ná ekki fram að ganga. Samkeppniseftirlitið verði að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Samkeppniseftirlitið hefur gert athugasemdir við ákveðna þætti í samningi franska fjárfestingasjóðsins Ardian við Símann um kaupin á Mílu. Áhyggjur eftirlitsins snúa að samkomulagi um viðskipti Mílu við Símann til margra ára eftir söluna. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt að ef salan á Mílu nái ekki fram að ganga kunni það að hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands sem álitlegur fjárfestingakostur. Þessu er Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ósammála. Mestu máli skipti að Samkeppniseftirlitið geti sinnt sínu lögbundna hlutverki, sem sé að vinna gegn fákeppni og samkeppnishömlum. „Og það er auðvitað mjög skiljanlegt að fjárfestingasjóðurinn vilji láta fjárfestinguna borga sig, en það er hins vegar hlutverk Samkeppniseftirlitsins að gæta hag okkar og samfélagsins og vinna gegn hugsanlegum slæmum afleiðingum,“ segir Oddný í samtali við fréttastofu. Míla sé þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki. „Ég hef meiri áhyggjur af orðspori Íslendinga ef Samkeppniseftirlitið og viðeigandi stofnanir samfélagsins virka ekki eins og lög gera ráð fyrir. Sem betur fer erum við með slíkar stofnanir og þær eiga að sinna skyldum sínum, annars væri orðspor okkar sannarlega í hættu. Það sé von hennar að sem fæstir ráðamenn meti orðspor Íslands meðal fjárfesta meira heldur kröfur um eftirlit með samkeppni. „Ef það er svona almenn skoðun og álit innan ríkisstjórnarflokkanna að við eigum að slá af kröfum um samkeppni og eftirlit til þess að þóknast fjárfestingasjóðum, þá erum við í vondum málum, íslenskt samfélag. Salan á Mílu Samfylkingin Samkeppnismál Alþingi Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur gert athugasemdir við ákveðna þætti í samningi franska fjárfestingasjóðsins Ardian við Símann um kaupin á Mílu. Áhyggjur eftirlitsins snúa að samkomulagi um viðskipti Mílu við Símann til margra ára eftir söluna. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt að ef salan á Mílu nái ekki fram að ganga kunni það að hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands sem álitlegur fjárfestingakostur. Þessu er Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ósammála. Mestu máli skipti að Samkeppniseftirlitið geti sinnt sínu lögbundna hlutverki, sem sé að vinna gegn fákeppni og samkeppnishömlum. „Og það er auðvitað mjög skiljanlegt að fjárfestingasjóðurinn vilji láta fjárfestinguna borga sig, en það er hins vegar hlutverk Samkeppniseftirlitsins að gæta hag okkar og samfélagsins og vinna gegn hugsanlegum slæmum afleiðingum,“ segir Oddný í samtali við fréttastofu. Míla sé þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki. „Ég hef meiri áhyggjur af orðspori Íslendinga ef Samkeppniseftirlitið og viðeigandi stofnanir samfélagsins virka ekki eins og lög gera ráð fyrir. Sem betur fer erum við með slíkar stofnanir og þær eiga að sinna skyldum sínum, annars væri orðspor okkar sannarlega í hættu. Það sé von hennar að sem fæstir ráðamenn meti orðspor Íslands meðal fjárfesta meira heldur kröfur um eftirlit með samkeppni. „Ef það er svona almenn skoðun og álit innan ríkisstjórnarflokkanna að við eigum að slá af kröfum um samkeppni og eftirlit til þess að þóknast fjárfestingasjóðum, þá erum við í vondum málum, íslenskt samfélag.
Salan á Mílu Samfylkingin Samkeppnismál Alþingi Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira