Ytri aðstæður haft áhrif á afkomu Össurar Árni Sæberg skrifar 21. júlí 2022 07:36 Höfuðstöðvar Össurar að Grjóthálsi. Vísir/Vilhelm Össur hagnaðist um fjórtán milljónir bandaríkjadala eða 1,9 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2022 eða átta prósent af veltu. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður nítján milljónir dala og lækkar því um 26 prósent milli ára. Hagnaðurinn á fyrri helmingi ársins 2022 nam 24 milljónum bandaríkjadala eða 3,1 milljarði íslenskra króna, að því er segir í fréttatilkynningu frá Össuri. Heildarsala nam 181 milljón dala eða 23,6 milljörðum króna. Innri vöxtur var neikvæður um eitt prósent á bæði stoðtækjum og á spelkum og stuðningsvörum. Á fyrri helmingi árs er innri vöxtur tvö prósent. Í fréttatilkynningu segir að styrking bandaríkjadals gagnvart evru og öðrum lykilmyntum í ársfjórðungnum hafi haft neikvæð áhrif á tekjur félagsins í bandaríkjadölum að fjárhæð 12 milljónum bandaríkjadala, 1,6 milljörðum íslenskra króna, miðað við sama tímabil í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) hafi numið 33 milljónum bandaríkjadala, 4,3 milljörðum íslenskra króna, eða 18 prósent af veltu á öðrum ársfjórðungi 2022. Handbært fé frá rekstri hafi numið 17 milljónum bandaríkjadala, 2,2 milljörðum íslenskra króna, eða tíu prósent af veltu á öðrum ársfjórðungi og numi Skuldsetningarhlutfall hafi verið 2.7x í lok ársfjórðungsins, innan bilsins 2.0x til 3.0x sem skilgreint er í stefnu félagsins um fjármagnsskipan og arðgreiðslur. Fjárhagsáætlunin fyrir árið geri nú ráð fyrir um fjögur til sex prósent innri vexti, áður sex til níu prósent og um átján til tuttugu prósent EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða, áður 20 til 21 prósent. þrjú til fjögur prósent fjárfestingarhlutfalli og virku skatthlutfalli á bilinu 23-24 prósent. Eins og stendur, geri stjórnendur ráð fyrir að innri vöxtur verði í kringum miðju bilsins og sömuleiðis fyrir EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða. „Ytri aðstæður hafa haft áhrif á sölu og verðhækkanir ásamt öðrum áskorunum í aðfangakeðjunni hafa einnig haft áhrif á reksturinn. Við sjáum hins vegar áframhaldandi söluvöxt á mörkuðum í Evrópu og Asíu, fyrir utan Kína vegna COVID-19. Við erum mjög ánægð með móttökurnar sem hið nýja Power Knee hefur fengið og erum bjartsýn yfir framtíðarmöguleikum þessarar tækni. Markmið Össurar er áfram að hjálpa fleiri einstaklingum að fá framúrskarandi vörur og lausnir með nýsköpun að leiðarljósi,“ er haft eftir Sveini Sölvasyni, forstjóra Össurar, í tilkynningunni. Fjárfestakynningu Össurar má sjá hér að neðan í tengdum skjölum. Tengd skjöl 2022_Q2_-_Össur_Investor_PresentationPDF1.9MBSækja skjal Kauphöllin Össur Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Hagnaðurinn á fyrri helmingi ársins 2022 nam 24 milljónum bandaríkjadala eða 3,1 milljarði íslenskra króna, að því er segir í fréttatilkynningu frá Össuri. Heildarsala nam 181 milljón dala eða 23,6 milljörðum króna. Innri vöxtur var neikvæður um eitt prósent á bæði stoðtækjum og á spelkum og stuðningsvörum. Á fyrri helmingi árs er innri vöxtur tvö prósent. Í fréttatilkynningu segir að styrking bandaríkjadals gagnvart evru og öðrum lykilmyntum í ársfjórðungnum hafi haft neikvæð áhrif á tekjur félagsins í bandaríkjadölum að fjárhæð 12 milljónum bandaríkjadala, 1,6 milljörðum íslenskra króna, miðað við sama tímabil í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) hafi numið 33 milljónum bandaríkjadala, 4,3 milljörðum íslenskra króna, eða 18 prósent af veltu á öðrum ársfjórðungi 2022. Handbært fé frá rekstri hafi numið 17 milljónum bandaríkjadala, 2,2 milljörðum íslenskra króna, eða tíu prósent af veltu á öðrum ársfjórðungi og numi Skuldsetningarhlutfall hafi verið 2.7x í lok ársfjórðungsins, innan bilsins 2.0x til 3.0x sem skilgreint er í stefnu félagsins um fjármagnsskipan og arðgreiðslur. Fjárhagsáætlunin fyrir árið geri nú ráð fyrir um fjögur til sex prósent innri vexti, áður sex til níu prósent og um átján til tuttugu prósent EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða, áður 20 til 21 prósent. þrjú til fjögur prósent fjárfestingarhlutfalli og virku skatthlutfalli á bilinu 23-24 prósent. Eins og stendur, geri stjórnendur ráð fyrir að innri vöxtur verði í kringum miðju bilsins og sömuleiðis fyrir EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða. „Ytri aðstæður hafa haft áhrif á sölu og verðhækkanir ásamt öðrum áskorunum í aðfangakeðjunni hafa einnig haft áhrif á reksturinn. Við sjáum hins vegar áframhaldandi söluvöxt á mörkuðum í Evrópu og Asíu, fyrir utan Kína vegna COVID-19. Við erum mjög ánægð með móttökurnar sem hið nýja Power Knee hefur fengið og erum bjartsýn yfir framtíðarmöguleikum þessarar tækni. Markmið Össurar er áfram að hjálpa fleiri einstaklingum að fá framúrskarandi vörur og lausnir með nýsköpun að leiðarljósi,“ er haft eftir Sveini Sölvasyni, forstjóra Össurar, í tilkynningunni. Fjárfestakynningu Össurar má sjá hér að neðan í tengdum skjölum. Tengd skjöl 2022_Q2_-_Össur_Investor_PresentationPDF1.9MBSækja skjal
Kauphöllin Össur Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira