Viðskipti innlent

Guð­jón heldur for­manns­stólnum og Sigur­lína er vara­for­maður

Árni Sæberg skrifar
Sigurlína er varaformaður og Guðjón er formaður stjórnar Festi.
Sigurlína er varaformaður og Guðjón er formaður stjórnar Festi.

Guðjón Karl Reynisson hélt sæti sínu sem stjórnarformaður Festi og Sigurlína Ingvarsdóttir var kosin varaformaður á fyrsta fundi nýrrar stjórnar félagsins. Sigurlína kom ný inn í stjórnina að lokinni kosningu á hluthafafundi í morgun.

Ný stjórn Festi kom saman í fyrsta skipti að loknum hluthafafundi í morgun. Nýja stjórn skipa þau Guðjón og Sigurlína auk Magnúsar Júlí­us­sonar, Hjör­leif­i Páls­syni og Margréti Guðmundsdóttur, sem var einnig í síðustu stjórn félagsins.

„Það er komin ný stjórn og okkur líst afar vel á samsetningu hennar og okkur hlakkar til að vinna saman,“ segir Guðjón í samtali við fréttastofu.

Hann telur ekki að órói í kringum félagið undanfarna mánuði hafi skaðað félagið til frambúðar. Ný stjórn sé spennt að geta farið að vinna aftur af fullum krafti að framgangi félagsins og að veita viðskiptavinum þess góða þjónustu.

„Við erum í ferli að ráða nýjan forstjóra og það verður eitt af fyrstu verkefnum nýrrar stjórnar að gera það á faglegan og sem bestan hátt. Nú erum við bara að stilla saman strengi,“ segir Sigurlína. Hún segir að starfið verði vonandi auglýst innan nokkurra vikna en Eggert Þór Kristófersson lætur af störfum um mánaðarmótin.


Tengdar fréttir

Tveir stjórnar­menn héldu sætum sínum

Aðeins Guðjón Reynisson og Margrét Guðmundsdóttir héldu sætum sínum í stjórn Festi þegar kosið var til stjórnar í morgun. Þrír nýjir stjórnarmenn koma inn.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.