Fljúga hlaðmönnum til Amsterdam vegna gríðarlega tafa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júlí 2022 20:02 Sylvía Kristín er framkvæmdastjóri hjá Icelandair. Vísir/Sigurjón Icelandair tekur nú hlaðmenn með í flug til Amsterdam, til þess að halda ferðum sínum til og frá borginni á áætlun. Langar raðir og tafir eru daglegt brauð á flugvellinum í borginni. Félagið hefur fellt niður fjórum sinnum fleiri ferðir en á sama tíma fyrir faraldurinn. Að undanförnu hafa orðið miklar tafir á fjölda flugvalla víðs vegar um Evrópu, að meginstefnu til vegna manneklu en sumsstaðar einnig vegna verkfalla starfsfólks. Einna verst hefur ástandið verið á Schiphol flugvelli í Amsterdam. Icelandair flýgur daglega til borgarinnar. „Þar var vél stopp, því það vantaði hlaðmenn og áhöfnin henti sér niður og byrjaði að hlaða vélina og afhlaða. Í kjölfarið fóru hlaðmenn með um borð til þess að bregðast við, svo við séum fljótari að koma vélinni aftur á tíma,“ segir Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og markaðsmála hjá Icelandair. Þá hefur starfsfólk Play að sama skapi hlaðið og afhlaðið vélar á þeim flugvöllum þar sem manneklan er hvað verst, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. Félagið hefur þó ekki sent hlaðmenn út. Sylvía segir að þó kostnaður fylgi því að senda hlaðmenn til Amsterdam komi það ekki að sök. „Því að það skiptir okkur líka máli að vera á réttum tíma og tryggja að við séum með þetta þjónustustig sem við viljum hafa.“ Félagið hafi ekki sótt innblástur annað þegar ákvörðun um að senda hlaðmenn út hafi verið tekin. „Er þetta ekki bara svolítið íslenskt?“ spyr Sylvía. „Við finnum út úr málunum og græjum og gerum. Ég hef ekki heyrt af öðrum vera að gera þetta, en það kann að vera.“ Ástandið leitt til niðurfellinga Icelandair felldi niður um tvö prósent af áætluðum ferðum sínum til eða frá Keflavík í síðasta mánuði. Það erum fjórum sinnum fleiri ferðir en í júní árið 2019, sem var síðasta ferðasumarið fyrir Covid-faraldurinn. Sylvía segir ástæðuna einfalda. „Það eru þessar aðstæður sem eru að skapast á flugvöllunum vegna manneklu, það svona seinkar og tefur. Þannig að við höfum þurft að grípa til þessara ráðstafana,“ segir Sylvía en bætir því þó við að félagið reyni þó eftir fremsta megni að koma farþegum á áfangastað samdægurs þegar ferðir eru felldar niður Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Mættu 25 tímum fyrir flug á erfiðasta flugvöll Evrópu Farþegar sem komu með vél Icelandair frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Íslands seinni partinn í gær lentu í því að töskur þeirra voru skildar eftir úti. Flugfélagið segir að vegna manneklu á vellinum úti hafi þurft að taka ákvörðun um að halda fluginu nokkurn veginn á áætlun og sleppa töskunum eða seinka því um marga klukkutíma á meðan beðið væri eftir að flugvallarstarfsmenn gætu hlaðið þeim um borð. 5. júlí 2022 18:54 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Að undanförnu hafa orðið miklar tafir á fjölda flugvalla víðs vegar um Evrópu, að meginstefnu til vegna manneklu en sumsstaðar einnig vegna verkfalla starfsfólks. Einna verst hefur ástandið verið á Schiphol flugvelli í Amsterdam. Icelandair flýgur daglega til borgarinnar. „Þar var vél stopp, því það vantaði hlaðmenn og áhöfnin henti sér niður og byrjaði að hlaða vélina og afhlaða. Í kjölfarið fóru hlaðmenn með um borð til þess að bregðast við, svo við séum fljótari að koma vélinni aftur á tíma,“ segir Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og markaðsmála hjá Icelandair. Þá hefur starfsfólk Play að sama skapi hlaðið og afhlaðið vélar á þeim flugvöllum þar sem manneklan er hvað verst, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. Félagið hefur þó ekki sent hlaðmenn út. Sylvía segir að þó kostnaður fylgi því að senda hlaðmenn til Amsterdam komi það ekki að sök. „Því að það skiptir okkur líka máli að vera á réttum tíma og tryggja að við séum með þetta þjónustustig sem við viljum hafa.“ Félagið hafi ekki sótt innblástur annað þegar ákvörðun um að senda hlaðmenn út hafi verið tekin. „Er þetta ekki bara svolítið íslenskt?“ spyr Sylvía. „Við finnum út úr málunum og græjum og gerum. Ég hef ekki heyrt af öðrum vera að gera þetta, en það kann að vera.“ Ástandið leitt til niðurfellinga Icelandair felldi niður um tvö prósent af áætluðum ferðum sínum til eða frá Keflavík í síðasta mánuði. Það erum fjórum sinnum fleiri ferðir en í júní árið 2019, sem var síðasta ferðasumarið fyrir Covid-faraldurinn. Sylvía segir ástæðuna einfalda. „Það eru þessar aðstæður sem eru að skapast á flugvöllunum vegna manneklu, það svona seinkar og tefur. Þannig að við höfum þurft að grípa til þessara ráðstafana,“ segir Sylvía en bætir því þó við að félagið reyni þó eftir fremsta megni að koma farþegum á áfangastað samdægurs þegar ferðir eru felldar niður
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Mættu 25 tímum fyrir flug á erfiðasta flugvöll Evrópu Farþegar sem komu með vél Icelandair frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Íslands seinni partinn í gær lentu í því að töskur þeirra voru skildar eftir úti. Flugfélagið segir að vegna manneklu á vellinum úti hafi þurft að taka ákvörðun um að halda fluginu nokkurn veginn á áætlun og sleppa töskunum eða seinka því um marga klukkutíma á meðan beðið væri eftir að flugvallarstarfsmenn gætu hlaðið þeim um borð. 5. júlí 2022 18:54 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Mættu 25 tímum fyrir flug á erfiðasta flugvöll Evrópu Farþegar sem komu með vél Icelandair frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Íslands seinni partinn í gær lentu í því að töskur þeirra voru skildar eftir úti. Flugfélagið segir að vegna manneklu á vellinum úti hafi þurft að taka ákvörðun um að halda fluginu nokkurn veginn á áætlun og sleppa töskunum eða seinka því um marga klukkutíma á meðan beðið væri eftir að flugvallarstarfsmenn gætu hlaðið þeim um borð. 5. júlí 2022 18:54