Fljúga hlaðmönnum til Amsterdam vegna gríðarlega tafa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júlí 2022 20:02 Sylvía Kristín er framkvæmdastjóri hjá Icelandair. Vísir/Sigurjón Icelandair tekur nú hlaðmenn með í flug til Amsterdam, til þess að halda ferðum sínum til og frá borginni á áætlun. Langar raðir og tafir eru daglegt brauð á flugvellinum í borginni. Félagið hefur fellt niður fjórum sinnum fleiri ferðir en á sama tíma fyrir faraldurinn. Að undanförnu hafa orðið miklar tafir á fjölda flugvalla víðs vegar um Evrópu, að meginstefnu til vegna manneklu en sumsstaðar einnig vegna verkfalla starfsfólks. Einna verst hefur ástandið verið á Schiphol flugvelli í Amsterdam. Icelandair flýgur daglega til borgarinnar. „Þar var vél stopp, því það vantaði hlaðmenn og áhöfnin henti sér niður og byrjaði að hlaða vélina og afhlaða. Í kjölfarið fóru hlaðmenn með um borð til þess að bregðast við, svo við séum fljótari að koma vélinni aftur á tíma,“ segir Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og markaðsmála hjá Icelandair. Þá hefur starfsfólk Play að sama skapi hlaðið og afhlaðið vélar á þeim flugvöllum þar sem manneklan er hvað verst, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. Félagið hefur þó ekki sent hlaðmenn út. Sylvía segir að þó kostnaður fylgi því að senda hlaðmenn til Amsterdam komi það ekki að sök. „Því að það skiptir okkur líka máli að vera á réttum tíma og tryggja að við séum með þetta þjónustustig sem við viljum hafa.“ Félagið hafi ekki sótt innblástur annað þegar ákvörðun um að senda hlaðmenn út hafi verið tekin. „Er þetta ekki bara svolítið íslenskt?“ spyr Sylvía. „Við finnum út úr málunum og græjum og gerum. Ég hef ekki heyrt af öðrum vera að gera þetta, en það kann að vera.“ Ástandið leitt til niðurfellinga Icelandair felldi niður um tvö prósent af áætluðum ferðum sínum til eða frá Keflavík í síðasta mánuði. Það erum fjórum sinnum fleiri ferðir en í júní árið 2019, sem var síðasta ferðasumarið fyrir Covid-faraldurinn. Sylvía segir ástæðuna einfalda. „Það eru þessar aðstæður sem eru að skapast á flugvöllunum vegna manneklu, það svona seinkar og tefur. Þannig að við höfum þurft að grípa til þessara ráðstafana,“ segir Sylvía en bætir því þó við að félagið reyni þó eftir fremsta megni að koma farþegum á áfangastað samdægurs þegar ferðir eru felldar niður Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Mættu 25 tímum fyrir flug á erfiðasta flugvöll Evrópu Farþegar sem komu með vél Icelandair frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Íslands seinni partinn í gær lentu í því að töskur þeirra voru skildar eftir úti. Flugfélagið segir að vegna manneklu á vellinum úti hafi þurft að taka ákvörðun um að halda fluginu nokkurn veginn á áætlun og sleppa töskunum eða seinka því um marga klukkutíma á meðan beðið væri eftir að flugvallarstarfsmenn gætu hlaðið þeim um borð. 5. júlí 2022 18:54 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Sjá meira
Að undanförnu hafa orðið miklar tafir á fjölda flugvalla víðs vegar um Evrópu, að meginstefnu til vegna manneklu en sumsstaðar einnig vegna verkfalla starfsfólks. Einna verst hefur ástandið verið á Schiphol flugvelli í Amsterdam. Icelandair flýgur daglega til borgarinnar. „Þar var vél stopp, því það vantaði hlaðmenn og áhöfnin henti sér niður og byrjaði að hlaða vélina og afhlaða. Í kjölfarið fóru hlaðmenn með um borð til þess að bregðast við, svo við séum fljótari að koma vélinni aftur á tíma,“ segir Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og markaðsmála hjá Icelandair. Þá hefur starfsfólk Play að sama skapi hlaðið og afhlaðið vélar á þeim flugvöllum þar sem manneklan er hvað verst, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. Félagið hefur þó ekki sent hlaðmenn út. Sylvía segir að þó kostnaður fylgi því að senda hlaðmenn til Amsterdam komi það ekki að sök. „Því að það skiptir okkur líka máli að vera á réttum tíma og tryggja að við séum með þetta þjónustustig sem við viljum hafa.“ Félagið hafi ekki sótt innblástur annað þegar ákvörðun um að senda hlaðmenn út hafi verið tekin. „Er þetta ekki bara svolítið íslenskt?“ spyr Sylvía. „Við finnum út úr málunum og græjum og gerum. Ég hef ekki heyrt af öðrum vera að gera þetta, en það kann að vera.“ Ástandið leitt til niðurfellinga Icelandair felldi niður um tvö prósent af áætluðum ferðum sínum til eða frá Keflavík í síðasta mánuði. Það erum fjórum sinnum fleiri ferðir en í júní árið 2019, sem var síðasta ferðasumarið fyrir Covid-faraldurinn. Sylvía segir ástæðuna einfalda. „Það eru þessar aðstæður sem eru að skapast á flugvöllunum vegna manneklu, það svona seinkar og tefur. Þannig að við höfum þurft að grípa til þessara ráðstafana,“ segir Sylvía en bætir því þó við að félagið reyni þó eftir fremsta megni að koma farþegum á áfangastað samdægurs þegar ferðir eru felldar niður
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Mættu 25 tímum fyrir flug á erfiðasta flugvöll Evrópu Farþegar sem komu með vél Icelandair frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Íslands seinni partinn í gær lentu í því að töskur þeirra voru skildar eftir úti. Flugfélagið segir að vegna manneklu á vellinum úti hafi þurft að taka ákvörðun um að halda fluginu nokkurn veginn á áætlun og sleppa töskunum eða seinka því um marga klukkutíma á meðan beðið væri eftir að flugvallarstarfsmenn gætu hlaðið þeim um borð. 5. júlí 2022 18:54 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Sjá meira
Mættu 25 tímum fyrir flug á erfiðasta flugvöll Evrópu Farþegar sem komu með vél Icelandair frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Íslands seinni partinn í gær lentu í því að töskur þeirra voru skildar eftir úti. Flugfélagið segir að vegna manneklu á vellinum úti hafi þurft að taka ákvörðun um að halda fluginu nokkurn veginn á áætlun og sleppa töskunum eða seinka því um marga klukkutíma á meðan beðið væri eftir að flugvallarstarfsmenn gætu hlaðið þeim um borð. 5. júlí 2022 18:54