Hvað ætlar þjóðin að gera á EM? Anna Þorsteinsdóttir skrifar 9. júlí 2022 17:55 Hvað gera stelpurnar okkar á EM? Það er spurning sem þjóðin veltir fyrir sér núna. Stelpurnar hafa staðið sig vel síðustu mánuði. Liðið er skipað skemmtilegri blöndu af ungum leikmönnum og reyndari leikmönnum sem eru að fara á sitt fjórða Evrópumót. Spennustigið hjá íslensku þjóðinni er að hækka og við reynum eftir bestu getu að halda niðri væntingum á sama tíma og við vitum að liðið hefur fullt erindi í 8 liða úrslit. Það er hinsvegar eitt öruggt, stelpurnar munu leggja allt sitt í þetta mót. En þá er spurning hvað þjóðin ætlar að leggja á sig á EM? Knattspyrna kvenna í Evrópu hefur vaxið hratt síðustu ár. Aðstaða liða og leikmanna er betri, launin hærri og fleiri stórlið í Evrópu fjárfesta í knattspyrnukonum. Þetta sjáum við með auknum áhuga, áhorfendum fjölgar og stærstu vellir Evrópu fyllast. Það er samt ljóst að metnaðurinn og virðingin getur enn aukist í samanburði við knattspyrnu karla. Þessu til stuðnings er auðveldast að nefna stærð leikvalla á Evrópumótinu í Englandi. Eftir að stór skref voru stigin í umgjörð á síðasta Evrópumóti í Hollandi og á Heimsmeistaramótinu í Frakklandi finnst mörgum það afturför að spila á völlum sem notaðir eru sem æfingavellir karlaliða á Englandi. Völlum sem rúma ekki helming þess fjölda sem mæta á leiki stærstu þjóðanna. Leikmenn íslenska landsliðsins hafa gagnrýnt þessa ákvörðun og í framhaldinu sagt að nú sé tækifæri til að sýna að þetta var röng ákvörðun og hvetja fólk til að fylla vellina. Þess vegna spyr ég; Hvað ætlar íslenska þjóðin að gera? Fótboltaþjóðin sem er efst á lista þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Ætlum við að standa undir nafni og sýna að við gerum ekki mun á kynjum þegar kemur að stuðningi okkar við landsliðið? Knattspyrna er ekki bara vinsælasta íþrótt í heimi heldur ein allra áhrifamesta íþróttahreyfingin. Hér er því tækifæri til að veita heiminum mótspyrnu gegn því bakslagi sem hefur orðið í jafnréttismálum seinustu mánuði. Við eigum að fylla vellina úti sem og Ingólfstorg. Búa til stemmningu á vinnustöðum landsins og á meðal barnanna okkar. Íþróttafélögin eiga að hvetja iðkendur til að kynna sér og fylgjast með mótinu og veitingastaðir og barir sem hafa tök á ættu að sýna og hvetja til áhorfs á leiki Evrópumótsins. Fyrsti leikur Íslands er á morgun, 10. júlí, og það hlýtur að vera markmið okkar sem þjóð að bæði Manchesterborg og Ísland verði alsett íslenskum fánalitum á þessum langþráða leikdegi. Áfram Ísland! Höfundur er Forseti Hagsmunasamtaka knattspyrnu kvenna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein EM 2022 í Englandi Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Hvað gera stelpurnar okkar á EM? Það er spurning sem þjóðin veltir fyrir sér núna. Stelpurnar hafa staðið sig vel síðustu mánuði. Liðið er skipað skemmtilegri blöndu af ungum leikmönnum og reyndari leikmönnum sem eru að fara á sitt fjórða Evrópumót. Spennustigið hjá íslensku þjóðinni er að hækka og við reynum eftir bestu getu að halda niðri væntingum á sama tíma og við vitum að liðið hefur fullt erindi í 8 liða úrslit. Það er hinsvegar eitt öruggt, stelpurnar munu leggja allt sitt í þetta mót. En þá er spurning hvað þjóðin ætlar að leggja á sig á EM? Knattspyrna kvenna í Evrópu hefur vaxið hratt síðustu ár. Aðstaða liða og leikmanna er betri, launin hærri og fleiri stórlið í Evrópu fjárfesta í knattspyrnukonum. Þetta sjáum við með auknum áhuga, áhorfendum fjölgar og stærstu vellir Evrópu fyllast. Það er samt ljóst að metnaðurinn og virðingin getur enn aukist í samanburði við knattspyrnu karla. Þessu til stuðnings er auðveldast að nefna stærð leikvalla á Evrópumótinu í Englandi. Eftir að stór skref voru stigin í umgjörð á síðasta Evrópumóti í Hollandi og á Heimsmeistaramótinu í Frakklandi finnst mörgum það afturför að spila á völlum sem notaðir eru sem æfingavellir karlaliða á Englandi. Völlum sem rúma ekki helming þess fjölda sem mæta á leiki stærstu þjóðanna. Leikmenn íslenska landsliðsins hafa gagnrýnt þessa ákvörðun og í framhaldinu sagt að nú sé tækifæri til að sýna að þetta var röng ákvörðun og hvetja fólk til að fylla vellina. Þess vegna spyr ég; Hvað ætlar íslenska þjóðin að gera? Fótboltaþjóðin sem er efst á lista þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Ætlum við að standa undir nafni og sýna að við gerum ekki mun á kynjum þegar kemur að stuðningi okkar við landsliðið? Knattspyrna er ekki bara vinsælasta íþrótt í heimi heldur ein allra áhrifamesta íþróttahreyfingin. Hér er því tækifæri til að veita heiminum mótspyrnu gegn því bakslagi sem hefur orðið í jafnréttismálum seinustu mánuði. Við eigum að fylla vellina úti sem og Ingólfstorg. Búa til stemmningu á vinnustöðum landsins og á meðal barnanna okkar. Íþróttafélögin eiga að hvetja iðkendur til að kynna sér og fylgjast með mótinu og veitingastaðir og barir sem hafa tök á ættu að sýna og hvetja til áhorfs á leiki Evrópumótsins. Fyrsti leikur Íslands er á morgun, 10. júlí, og það hlýtur að vera markmið okkar sem þjóð að bæði Manchesterborg og Ísland verði alsett íslenskum fánalitum á þessum langþráða leikdegi. Áfram Ísland! Höfundur er Forseti Hagsmunasamtaka knattspyrnu kvenna
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun