Neytendur

Tjald­svæði vin­sæl víða um land

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Landsmenn og erlendir ferðamenn sækja tjaldsvæðin.
Landsmenn og erlendir ferðamenn sækja tjaldsvæðin. Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Ferðasumarið virðist vera að hefjast og af því tilefni ákvað fréttastofa að taka saman og staðfesta verð og bókunarferli á tjaldsvæðum víða um land. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um tjaldsvæðin á tjalda.is.

Tjaldsvæðið við Faxa

Starfsfólk sem sér um tjaldsvæðið við Faxa segir aðsókn hafa verið mjög góða það sem af er sumri. Ekki þarf að bóka fyrir fram og gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Nánari upplýsingar má finna hér.

 • Verð fyrir fullorðna: 1.400 krónur.
 • Elli og örorkulífeyrisþegar: 1100 krónur.
 • Börn 7 – 15 ára: 500 krónur.
 • Börn undir 7 ára: Frítt.
 • Rafmagn: 1100 krónur.

Tjaldsvæðið Ásbyrgi

Hægt er að bóka viðveru á tjaldsvæðinu í gegnum Parka.is en einnig er hægt er að mæta og tala við landvörð. Starfsfólk á svæðinu segir yfirleitt vera pláss fyrir þau sem vilja en hvetur fólk til að bóka fram í tímann. Um tvö þúsund manns dvöldu á tjaldstæðinu í júní. Nánari upplýsingar má finna hér.

 • Gistieining á nótt: 250 krónur.
 • Gistigjald fullorðinn 18-66 ára: fyrsta nótt 1.250 krónur.
 • Gistigjald ellilífeyrisþegar/öryrkjar: fyrsta nótt 1.000 krónur.
 • Gistigjald 13-17 ára: fyrsta nótt 700 krónur.
 • Aðgangur 12 ára og yngri barna, í fylgd með fullorðnum, að tjaldstæði er gjaldfrjáls.

Tjaldsvæðið Egilsstöðum

Starfsfólk tjaldsvæðisins á Egilsstöðum hvetur fólk til þess að bóka á netinu í gegnum Parka.is. Mikil aðsókn hefur verið á tjaldsvæðið og sérstaklega þegar leið á júní mánuð. Enn er þó hægt að bóka stæði á svæðinu. Nánari upplýsingar má finna hér.

 • Verð fyrir fullorðna, 13-67 ára: 2.000 krónur.
 • Ellilífeyrisþegar / Öryrkjar: 1.000 krónur.
 • Frítt fyrir 12 ára og yngri.
 • Rafmagn: 1.000 krónur per. sólahringur.
 • Verð fyrir þvottavélar og þurrkara: 800 krónur (8 x 100 krónur klink – þvottaefni innifalið).
 • WIFI: frítt.

Tjaldsvæðið Varmalandi

Starfsmaður segir jafnan straum hafa verið af ferðamönnum á tjaldsvæðið en þó sé meira af erlendum en innlendum ferðamönnum sem sæki svæðið. Á stærstu helgunum í júní, þegar vel viðraði, var mikið að gera á tjaldsvæðinu. Gisting á tjaldsvæðinu er ekki bókuð fyrir fram og gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær. Nánari upplýsingar má finna hér. 

 • Fullorðnir (16+): 1.500 krónur nóttin á mann.
 • Eldriborgarar (76+): 1.000 krónur nóttin.
 • Börn, 15 ára og yngri: Ókeypis.
 • Rafmagn: 1.000 krónur nóttin.

Allar upplýsingar um verð voru fengnar af tjalda.is og staðfestar í samtali við tjaldsvæðin af fréttastofu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.