Aðspurðir segja forsvarsmenn Overtune að Gabriel Jagger hafi náð umtalsverðum árangri í heimi afþreyingar með fyrirtæki sínu Whynow sem framleiðir afþreyingarefni og flytur fréttir úr heimi dægurmála og tækni. Þá sé fyrrum stjúpfaðir Gabriel Jagger, Rupert Murdoch, einn stærsti miðlunar mógúll mannkynssögunnar.
„Magnaður frumkvöðull“
„Gabe (Gabriel) er magnaður frumkvöðull. Hann vinnur á ljóshraða og hefur ótrúlega þekkingu á sprota geiranum,“ segir Sigurður Ásgeir Árnason, framkvæmdastjóri Overtune.
Overtune fór af stað af fullum krafti hérlendis fyrr á árinu og vinnur nú hröðum höndum að því að safna að sér bandarískum notendum. Í hópi hluthafa fyrirtækisins má nefna Charles Huang stofnanda Guitar Hero, Nick Gatfield fyrrum framkvæmdastjóra Sony Music og nú fyrrnefndan Gabriel Jagger.
„Það má ekki gleyma þátt teymisins í þessu öllu. Við höfum byggt upp einstaklega sérhæft teymi á sviði tónlistar tækni. Fjárfestar og áhrifafólk í bransanum laðast að góðum teymum sem vinna að góðum vörum,“ segir Pétur Eggerz Pétursson, vörustjóri Overtune.

Ólíkt öðrum miðlum
„Vinsælir miðlar eins og TikTok og Instagram bjóða notendum sínum ekki upp á það að skapa eigin tónlist þegar efni er birt.
Í staðinn fyrir að treysta á núverandi tónlist í efnissköpun hefur Overtune þróað einfalt tól sem gerir notendum kleift að skapa eigið efni frá byrjun til enda,“
segir Jason Daði Guðjónsson, markaðsstjóri Overtune, og bætir við:
„Snið tónlistarsköpunar er að breytast gífurlega hratt. Meirihluti efnis á TikTok er drifið áfram á tónlist, bæði eftir stóra tónlistarmenn en líka í auknum mæli eftir óþekkta einstaklinga sem vilja einfaldlega tappa inn á einhverja stemningu. Overtune var gert með það í huga að bjóða hverjum sem er, óháð tækni- og tónfræði þekkingu, að fanga eigin stemningu með eigin hljóði.“