Körfubolti

„Ef það er þannig stemning þá verður þetta klár­lega geggjað“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Axel Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu.
Jón Axel Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu. FIBA

„Það leggst bara mjög vel í mig. Við erum búnir að æfa vel síðustu viku, eigum aðra viku eftir og það leggst vel í allan hópinn,“ sagði Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands, í aðdraganda leik Íslands og Hollands í undankeppni HM 2023 í körfubolta.

„Við erum að kíkja á hvað er í boði í Evrópu og svo er eitthvað að koma frá Ameríku inn á milli, bara einhver tilboð,“ sagði Jón Axel sem er samningslaus sem stendur eftir að hafa spilað í Þýskalandi á síðustu leiktíð.

„Það er mestmegnis æfingabúða-samningar, þar sem ég fer og æfi með liðinu. Það er vika eða 10 dagar, tökum æfingu með öllum hópnum sem er að spila yfir leiktíðina og þar ert þú bara að reyna vinna þér inn sæti í liðinu,“ bætti leikmaðurinn við um þau tilboð sem hafa borist frá Ameríku.

„Það er draumur um að komast á hæsta getustig sem maður getur og það (NBA) er klárlega hæsta stigið í þessari íþrótt. Það er alltaf draumurinn.“

Um komandi landsleik

„Þeir eru náttúrulega mjög sterkir í bakvarðastöðunum, finnst mér. Þeir eru ekki með einn Tryggva (Snæ Hlinason, miðherja Íslands) þannig að það er þægilegt að hafa einn þannig,“ sagði Jón Axel og glotti.

„Það var mjög mikið áfall, líka persónulega fyrir hann. Á sama tíma erum við með heilt landslið og það þurfa aðrir að stíga upp,“ sagði Jón Axel um meiðsli Martin Hermannssonar.

„Njóta og vonandi verður sama stemning og þegar við kepptum á móti Ítalíu heima í febrúarglugganum. Ef það er þannig stemning þá verður þetta klárlega geggjað,“ sagði Jón Axel að lokum.

Leikur Íslands og Hollands í undankeppni HM 2023 hefst klukkan 20.00 á föstudag en leikið er Ólafssal, Hafnafirði.  Verður leikurinn í beinni textalýsingu á Vísi.

Klippa: Jón Axel um leikinn gegn Hollandi og framtíðina



Fleiri fréttir

Sjá meira


×