Viðskipti innlent

Verðbólga mælist 8,8 prósent

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Langt er síðan verðbólga mældist jafn mikil og nú.
Langt er síðan verðbólga mældist jafn mikil og nú. Vísir/Vilhelm

Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 8,8 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því á haustmánuðum 2009.

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum fyrir júnímánuð sem Hagstofan birti í morgun.

Þar kemur fram að vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í júní 2022, er 547,1 stig (maí 1988=100) og hækkar um 1,41 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 455,1 stig og hækkar um 1,09 prósent frá maí.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 8,8 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 6,5 prósent.

Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,8 prósent (áhrif á vísitöluna 0,11 prósent), kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 2,9 prósent (0,56 prósent) og verð á bensíni og olíum hækkaði um 10,4 prósent (0,39 prósent).

Sjá má á vef Seðlabankans að verðbólga mældist síðast á svipuðum slóðum og nú í nóvember 2009, 8,6 prósent. Í október sama ár mældist hún 9,7 prósent.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.