Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Atli Ísleifsson skrifar 28. júní 2022 07:59 Mammoth er átjánda verkefni Climeworks og verður annað lofthreinsiver fyrirtækisins sem starfrækt er í beinum tengslum við förgun koldíoxíðs á staðnum. Carbfix Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. Lofthreinsiverið er unnið í samstarfi við Carbfix og Orku náttúrunnar, en á svæðinu er fyrir Orca, lofthreinsiver Climeworks, sem tók til starfa síðasta haust og var hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Áætlað er að nýja verið, Mammoth, taki til starfa eftir eitt og hálft til tvö ár. Sagt er frá framkvæmdunum í fréttatilkynningu frá Carbfix. Þar kemur fram að með nýja lofthreinsiverinu muni afköst föngunar á Hellisheiði fara úr fjórum þúsundum tonna af koltvísýringi á ári í alls 40 þúsund tonn. Því sé svo fargað neðanjarðar með Carbfix tækninni, þar sem það hvarfast við berggrunninn og myndar steindir á innan við tveimur árum. „Mammoth er átjánda verkefni Climeworks og verður annað lofthreinsiver fyrirtækisins sem starfrækt er í beinum tengslum við förgun koldíoxíðs á staðnum. Tækninni má beita þar sem saman fara endurnýjanleg orka og möguleikar á förgun CO2 og vinnur Climeworks nú að tilraunaverkefnum á nokkrum stöðum í heiminum,“ segir í tilkynningunni. Áætlað er að nýja verið, Mammoth, taki til starfa eftir eitt og hálft til tvö ár.Carbfix Hefur afgerandi þýðingu Haft er eftir Jan Wurzbacher, annars tveggja stofnanda og forstjóra hins svissneska Climeworks, að þetta séu mikilvæg tímamót fyrir Climeworks og iðnaðinn í heild sinni. „Með Mammoth nýtum við möguleikana sem tækni okkar býður upp á til að stækka hratt og leggjum grunn að því markmiði okkar að ná afköstum sem mæld verða í milljörðum tonna af CO2 á ári og geta þannig haft afgerandi þýðingu fyrir loftslag jarðar.” Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, segir þetta vera mikilvægt skref í þróun og skölun tækni sem fangar koltvísýring beint úr andrúmslofti og það njóti góðs af tíu ára reynslu Carbfix af því að steinrenna koltvísýringinn á öruggan hátt.“ Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix.Aðsend Í tilkynningunni segir ennfremur að í nýjustu loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna komi fram að auk verulegs samdráttar í losun sé föngun og förgun CO2 úr andrúmslofti nauðsynleg í meirihluta þeirra sviðsmynda sem takmarki hlýnun andrúmsloftsins við 1,5 gráður árið 2100. Í skýrslunni komi fram að til að ná því markmiði þurfi að fanga allt að 310 milljarða tonna af koltvísýringi úr andrúmsloftinu til næstu aldamóta. „Til að ná markmiði um að fanga milljarð tonna af CO2 fyrir 2050 þurfa afköstin að verða mæld í milljónum tonna fyrir 2030. Enginn hefur áður byggt lofthreinsiver eins og þetta og við erum bæði auðmjúk og raunsæ gagnvart þeirri staðreynd að lykillinn að árangri er að öðlast reynslu í rekstri tækninnar eins fljótt og hægt er. Hratt innleiðingarferli okkar mun gera okkur kleift að byggja öflugustu einingarnar á milljóna tonna skala,” er haft eftir Cristoph Gebald, annar meðstofnenda og forstjóra Climeworks. Staðsetti í Jarðhitagarði ON Um verkefnið segir að Orka náttúrunnar útvegi lofthreinsiverinu rafmagn, skiljuvatn og kalt vatn, en það verði staðsett í Jarðhitagarði ON á Hellisheiði, eins og Orca sem þar er fyrir. „Mammoth verður umtalsverð og ánægjuleg viðbót við Jarðhitagarðinn okkar á Hellisheiði en tilgangur hans er einmitt að styðja við þróun á loftslagsvænni tækni. Með honum viljum við fullnýta afurðir Hellisheiðarvirkjunar á ábyrgan og umhverfisvænan hátt og skapa verðmæti með hringrásarhugsun að leiðarljósi,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra ON. „Orka náttúrunnar hefur dregið verulega úr losun CO2 frá Hellisheiðarvirkjun með föngun og förgun í samvinnu við Carbfix og markmiðið er að hún verði sporlaus árið 2025,“ segir Berglind Rán. Loftslagsmál Ölfus Tengdar fréttir Carbfix vann tvöfalt í fyrri umferð kolefniskeppni Elon Musk Carbfix vann til tveggja verðlauna í fyrri umferð alþjóðlegrar keppni auðkýfingsins Elon Musk, þar sem markmiðið er að finna leiðir til að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. 22. apríl 2022 13:31 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Lofthreinsiverið er unnið í samstarfi við Carbfix og Orku náttúrunnar, en á svæðinu er fyrir Orca, lofthreinsiver Climeworks, sem tók til starfa síðasta haust og var hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Áætlað er að nýja verið, Mammoth, taki til starfa eftir eitt og hálft til tvö ár. Sagt er frá framkvæmdunum í fréttatilkynningu frá Carbfix. Þar kemur fram að með nýja lofthreinsiverinu muni afköst föngunar á Hellisheiði fara úr fjórum þúsundum tonna af koltvísýringi á ári í alls 40 þúsund tonn. Því sé svo fargað neðanjarðar með Carbfix tækninni, þar sem það hvarfast við berggrunninn og myndar steindir á innan við tveimur árum. „Mammoth er átjánda verkefni Climeworks og verður annað lofthreinsiver fyrirtækisins sem starfrækt er í beinum tengslum við förgun koldíoxíðs á staðnum. Tækninni má beita þar sem saman fara endurnýjanleg orka og möguleikar á förgun CO2 og vinnur Climeworks nú að tilraunaverkefnum á nokkrum stöðum í heiminum,“ segir í tilkynningunni. Áætlað er að nýja verið, Mammoth, taki til starfa eftir eitt og hálft til tvö ár.Carbfix Hefur afgerandi þýðingu Haft er eftir Jan Wurzbacher, annars tveggja stofnanda og forstjóra hins svissneska Climeworks, að þetta séu mikilvæg tímamót fyrir Climeworks og iðnaðinn í heild sinni. „Með Mammoth nýtum við möguleikana sem tækni okkar býður upp á til að stækka hratt og leggjum grunn að því markmiði okkar að ná afköstum sem mæld verða í milljörðum tonna af CO2 á ári og geta þannig haft afgerandi þýðingu fyrir loftslag jarðar.” Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, segir þetta vera mikilvægt skref í þróun og skölun tækni sem fangar koltvísýring beint úr andrúmslofti og það njóti góðs af tíu ára reynslu Carbfix af því að steinrenna koltvísýringinn á öruggan hátt.“ Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix.Aðsend Í tilkynningunni segir ennfremur að í nýjustu loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna komi fram að auk verulegs samdráttar í losun sé föngun og förgun CO2 úr andrúmslofti nauðsynleg í meirihluta þeirra sviðsmynda sem takmarki hlýnun andrúmsloftsins við 1,5 gráður árið 2100. Í skýrslunni komi fram að til að ná því markmiði þurfi að fanga allt að 310 milljarða tonna af koltvísýringi úr andrúmsloftinu til næstu aldamóta. „Til að ná markmiði um að fanga milljarð tonna af CO2 fyrir 2050 þurfa afköstin að verða mæld í milljónum tonna fyrir 2030. Enginn hefur áður byggt lofthreinsiver eins og þetta og við erum bæði auðmjúk og raunsæ gagnvart þeirri staðreynd að lykillinn að árangri er að öðlast reynslu í rekstri tækninnar eins fljótt og hægt er. Hratt innleiðingarferli okkar mun gera okkur kleift að byggja öflugustu einingarnar á milljóna tonna skala,” er haft eftir Cristoph Gebald, annar meðstofnenda og forstjóra Climeworks. Staðsetti í Jarðhitagarði ON Um verkefnið segir að Orka náttúrunnar útvegi lofthreinsiverinu rafmagn, skiljuvatn og kalt vatn, en það verði staðsett í Jarðhitagarði ON á Hellisheiði, eins og Orca sem þar er fyrir. „Mammoth verður umtalsverð og ánægjuleg viðbót við Jarðhitagarðinn okkar á Hellisheiði en tilgangur hans er einmitt að styðja við þróun á loftslagsvænni tækni. Með honum viljum við fullnýta afurðir Hellisheiðarvirkjunar á ábyrgan og umhverfisvænan hátt og skapa verðmæti með hringrásarhugsun að leiðarljósi,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra ON. „Orka náttúrunnar hefur dregið verulega úr losun CO2 frá Hellisheiðarvirkjun með föngun og förgun í samvinnu við Carbfix og markmiðið er að hún verði sporlaus árið 2025,“ segir Berglind Rán.
Loftslagsmál Ölfus Tengdar fréttir Carbfix vann tvöfalt í fyrri umferð kolefniskeppni Elon Musk Carbfix vann til tveggja verðlauna í fyrri umferð alþjóðlegrar keppni auðkýfingsins Elon Musk, þar sem markmiðið er að finna leiðir til að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. 22. apríl 2022 13:31 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Carbfix vann tvöfalt í fyrri umferð kolefniskeppni Elon Musk Carbfix vann til tveggja verðlauna í fyrri umferð alþjóðlegrar keppni auðkýfingsins Elon Musk, þar sem markmiðið er að finna leiðir til að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. 22. apríl 2022 13:31
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent