Viðskipti innlent

Skrúfa fyrir raf­magn hjá þeim sem hafa ekki valið raf­orku­sala

Árni Sæberg skrifar
Lovísa Árnadóttir er upplýsingafulltrúi Samorku, hagsmunasamtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi.
Lovísa Árnadóttir er upplýsingafulltrúi Samorku, hagsmunasamtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Bylgjan

Samkvæmt nýrri reglugerð hefur fólk aðeins þrjátíu daga til að velja sér raforkusala eftir að hafa flutt í nýtt húsnæði, ellegar verður skrúfað fyrir rafmagnið. Að sögn upplýsingafulltrúa Samorku eru um 700 manns sem eiga á hættu að missa aðgang að rafmagni.

Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði meðal annars að þeir sem áður hafa verið í viðskiptum við raforkusala þurfi ekki að hafa áhyggjur. Samningur fylgi fólki á milli heimila.

Hlusta má á viðtalið við Lovísu í heild sinni í spilaranum hér að neðan:

Lovísa segir að fyrir skömmu hafi um 1.500 manns verið í hættu á að skrúfað yrði fyrir rafmagn en starfsfólk dreifiveitna hafi gert stórátak í því að ná í fólk áður en loka þurfti fyrir rafmagn.

Hún segir að það kosti um 25 þúsund krónur að láta opna aftur fyrir rafmagn, því sé mjög íþyngjandi að loka fyrir það.

Áður fyrr var það svo að Orkustofnun beindi fólki sem valdi ekki sjálft til viðskipta við raforkusala, svokallaðan söluaðila til þrautarvara. Úrskurðarnefnd raforkumála komst að því að fyrirkomulagið stæðist ekki lög þar sem Orkustofnun hafði ekki heimild samkvæmt lögum til að útnefna sölufyrirtæki til þrautavara.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Hafnar því alfarið að N1 sé að blekkja neytendur

Framkvæmdastjóri N1 hafnar því alfarið að viðskiptavinir séu beittir blekkingum í tengslum við þrautavaraleið á sölu raforku. Hann fagnar því að umræða eigi sér nú stað á raforkumarkaði og að fyrirkomulag þrautavaraleiðarinnar sé nú til skoðunar.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.