Neytendur

Við­skipta­vinir N1 Raf­magns fá leið­réttingu á næsta raf­magns­reikningi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Viðskiptavinir sem skilið hafa við N1 Rafmagn þurfa að koma greiðsluupplýsingum sínum til félagsins til að fá endurgreiðslu.
Viðskiptavinir sem skilið hafa við N1 Rafmagn þurfa að koma greiðsluupplýsingum sínum til félagsins til að fá endurgreiðslu. Vísir/Rakel Ósk

Viðskiptavinir N1 Rafmagns, sem skipt hafa um orkusala, þurfa að koma grieðsluupplýsingum til félagsins svo þeir fái endurgreiðslu vegna mismuns á auglýstum taxta og þrautavarataxta.

Tilkynnt var í morgun að N1 rafmagn hyggist endurgreiða viðskiptavinum sem komu til félagsins í gegn um þrautavaraleið stjórnvalda þann mismun sem var á auglýstum taxta og þrautavarataxta frá upphafi. 

Stjórnendur félagsins voru harðlega gagnrýndir þegar í ljós kom að félagið var að rukka fólk sem kom í viðskipti í gegn um þrautavaraleiðina mun hærri taxta en fyrirtækið hafði auglýst og boðið öðrum viðskiptavinum. 

Viðskiptavinir sem komu til félagsins í gegn um þessa þrautavaraleið eiga því rétt á endurgreiðslu mismunarins frá 1. mars til 31. desember. Þegar hafði verið tilkynnt að félagið hyggðist greiða mismuninn fyrir tímabilið 1. nóvember til 31. desember en tímabilið 1. mars til 31. október bættist við í morgun. 

Þeir viðskiptavinir sem enn eru hjá N1 Rafmagn fá endurgreiðslu í formi leiðréttingar á næsta rafmagnsreikningi, það er að endurgreiðsla fyrir tímabilið 1. nóvember til 31. desember verður dregin frá reikningnum sem kemur næstu mánaðamót og endurgreiðsla fyrir tímabilið 1. mars til 31. október á reikningnum þar á eftir. Þetta staðfestir Hinrik Örn Bjarnason framkvæmdastjóri N1 við fréttastofu.

Þeir viðskiptavinir sem skipt hafa um raforkusala þurfa hins vegar að koma reikningsupplýsingum sínum til N1 Rafmagns til þess að fá endurgreiðsluna. 


Tengdar fréttir

Hafnar því alfarið að N1 sé að blekkja neytendur

Framkvæmdastjóri N1 hafnar því alfarið að viðskiptavinir séu beittir blekkingum í tengslum við þrautavaraleið á sölu raforku. Hann fagnar því að umræða eigi sér nú stað á raforkumarkaði og að fyrirkomulag þrautavaraleiðarinnar sé nú til skoðunar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×