Viðskipti erlent

Þrjú hundruð sagt upp hjá Netflix

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það blæs á móti fyrir Netflix þessi misserin.
Það blæs á móti fyrir Netflix þessi misserin. Chesnot/Getty Images

Bandaríska streymisveitan Netflix hefur sagt upp þrjú hundrið starfsmönnum. Ástæðan er sú að áskrifendum fer fækkandi.

Netflix er enn sú streymisveita sem státar af flestum áskrifendum, um 220 milljón talsins.

Netflix hefur hins vegar átt undir högg að sækja vegna aukinnar samkeppni frá samkeppnisaðilum á borð við Disney Plus og Amazon Prime.

Það hefur gert það að verkum að áskrifendum Netflix fer fækkandi. Samhliða því er tekjuvöxtur Netflix minni en áætlað var. Þannig tilkynnti fyrirtækið í apríl síðastliðnum að áskrifendum hefði fækkað á milli mánaða. Var það í fyrsta skipti í áratug sem það gerðist.

Í maí var 150 starfsmönnum fyrirtækisins sagt upp og nú bætast við þrjú hundruð í viðbót.

Netflix skoðar nú möguleikann á því að bæta við ódýrari áskriftarleið sem myndi innihalda auglýsingar, í von um auknar tekjur.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.