Norski seðlabankinn hækkaði í morgun stýrivexti um hálft prósentustig, úr 0,75 í 1,25 prósent. Norskir fjölmiðlar segja að þetta sé mesta hækkun stýrivaxta í landinu í heil tuttugu ár.
Ida Wolden Bache, seðlabankastjóri Noregs, sagði í morgun að hún reikni með frekari vaxtahækkunum síðar á árinu.
„Eins og við metum framtíðarhorfur og áhættuna, þá munu stýrivextirnir að öllum líkindum hækka í 1,5 prósent í ágúst,“ sagði Wolden Bache.
Seðlabankastjórinn segir ástæðu stýrivaxtahækkunarinnar meðal annars vera mikil verðbólga og lítið atvinnuleysi.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira