Viðskipti innlent

Sigyn til Empower

Atli Ísleifsson skrifar
Sigyn Jónsdóttir.
Sigyn Jónsdóttir. Aðsend

Sigyn Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hugbúnaðarþróunar hjá Empower þar sem hún mun leiða þróun jafnréttishugbúnaðarins Empower Now.

Í tilkynningu kemur fram að Sigyn komi til Empower fráhugbúnaðarfyrirtækinu Men&Mice þar sem hún hafi verið forstöðumaður þjónustu og ráðgjafar til viðskiptavina.

„Hún býr yfir fjölbreyttri reynslu úr hugbúnaðar- og nýsköpunargeiranum. Sigyn er varaformaður stjórnar Tækniþróunarsjóðs og var formaður Ungra athafnakvenna (UAK) árin 2017-2019. Hún hefur einnig starfað hjá Meniga og Seðlabanka Íslands.

Sigyn er með B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í Management Science & Engineering frá Columbia-háskóla í New York,“ segir í tilkyninngunni um Sigyn.

Empower er nýsköpunarfyrirtæki á sviði jafnréttis og fjölbreytni og tilkynnti nýverið um 300 milljóna króna fjármögnun frá Frumtaki og Tennin. Félagið vinnur nú að þróun og markaðssetningu á hugbúnaðarlausninni Empower Now sem gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að ná yfirsýn yfir stöðu jafnréttismála, setja sér mælanleg markmið og fræða starfsfólk í gegnum stafrænar leiðir.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.