Viðskipti innlent

Unnendur pönnupizzu þurfi ekki að örvænta

Eiður Þór Árnason skrifar
Magnús Hafliðason, forstjóri Domino's á Íslandi.
Magnús Hafliðason, forstjóri Domino's á Íslandi. Samsett

Ekki hefur verið hægt að panta pönnupizzur á veitingastöðum Domino‘s frá því á miðvikudag vegna vöruskorts hjá birgja fyrirtækisins. Tafir hjá erlendum dreifingaraðila hafa gert það að verkum að jurtafituflögur sem þarf í deigið hefur ekki borist til landsins.

Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag þar sem Magnús Hafliðason, forstjóri Domino‘s á Íslandi, segir að tafirnar hafi uppgötvast of seint og orsakað nokkra daga bið. 

Innihaldsefnið sé þó loksins komið aftur til landsins og gerir Magnús ráð fyrir að aðdáendur skyndibitakeðjunnar geti pantað pönnupizzurnar aftur á mánudag eða þriðjudag. Hann segir að starfsfólk Domino's hafi ekki farið varhluta af því að þeirra hafi verið sárt saknað. 

Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var haft eftir Morgunblaðinu að tafir á deigsendingum erlendis frá orsakaði vandann. Hið rétta er að það skortir innihaldsefni sem notað er við framleiðslu deigsins hér á landi. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×