Körfubolti

Ken-Jah Bosley leggur skóna á hilluna

Atli Arason skrifar
Ken-Jah Bosley er hættur
Ken-Jah Bosley er hættur Vísir/Bára Dröfn

Bandaríkjamaðurinn Ken-Jah Bosley, leikmaður Vestra, hefur sagt skilið við liðið og lagt körfuboltaskóna á hilluna.

Leikmaðurinn greindi frá þessu á Twitter í gær. Bosley skrifaði að hann myndi aldrei hætta í körfubolta en að dagar hans inn á vellinum væru taldir.

Bosley gekk til liðs við Vestra í ágúst 2020 og fór upp úr 1. deild með liðinu eftir sigur í úrslitakeppni 1. deildar. Bosely var stiga- og stoðsendingahæstur hjá Vestra það tímabil með 23,1 stig og 5,1 stoðsendingu á leik. Í Subway-deildinni á nýafstöðnu leiktímabili var Bosley með 17,2 stig og 3,6 stoðsendingar að meðaltali í liði Vestra sem endaði í næst neðsta sæti og féll úr efstu deild.

Ken-Jah Bosley er einungis 27 ára gamall en hefur á ferli sínum leikið í Ástralíu, Lúxemborg og Palestínu eftir að hann útskrifaðist úr Kentucky Wesleyan háskólanum í Bandaríkjunum árið 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×