Stærsta stund ferilsins í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2022 13:16 Róbert Wessmann, stjórnarformaður og stofnandi Alvotech. Alvotech Alvotech, líftæknifyrirtæki Róberts Wessmann, verður skráð á markað í Bandaríkjunum í dag. Fyrirtækið verður það fyrsta íslenska sem skráð er á markað í Bandaríkjunum og á Íslandi - og þá er þetta í fyrsta sinn í rúm tuttugu ár sem íslenskt fyrirtæki er skráð í bandarísku kauphöllina. Hlutabréfin í Alvotech verða skráð undir auðkenninu ALVO. Í skráningarferlinu aflaði Alvotech nýs hlutafjár að verðmæti tæplega 23 milljarða króna gegn útgáfu almennra hluta á genginu 10 Bandaríkjadalir, eða um 1300 íslenskra króna. Alvotech verður við skráningu eina íslenska fyrirtækið sem skráð er á markað í Bandaríkjunum - en þetta er enn fremur í annað sinn sem íslenskt fyrirtæki er þar skráð. Það fyrsta var Decode, sem skráð var í kringum aldamótin en fór af bandarískum markaði 2010. Bréf í Alvotech verða jafnframt tekin til viðskipta í íslensku kauphöllinni frá og með 23. júní næstkomandi, en það yrði í fyrsta sinn sem bréf í íslensku fyrirtæki eru skráð samtímis til viðskipta í á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum og á Íslandi. Í tilefni skráningarinnar mun Róbert Wessmann, stjórnarformaður og stofnandi Alvotech, opna markaði í kauphöllinni í New York í dag með því að hringja hinni víðfrægu bjöllu sem þar er. Beina útsendingu af bjölluhringingunni, sem hefst um 13:20 að íslenskum tíma, má nálgast hér og í spilaranum hér að ofan. „Ferillinn er búinn að vera... það hafa verið mörg fyrirtæki og þetta hefur gengið yfir það heila gríðarlega vel. En þetta er alveg langstærsta stundin af þeim öllum, held ég,“ segir Róbert. En aðstæður á mörkuðum, vestanhafs og hér heima, eru litaðar óvissu. Hlutabréf í frjálsu falli, verðbólga sögulega há og helstu seðlabankar iðnríkja hækka vexti. Róbert er þó bjartsýnn á viðtökur fjárfesta. „Félagið er komið með fyrsta lyfið á markað og við sjáum fyrir okkur að svona á komandi misserum verði reksturinn af félaginu mjög góður. Þannig að á endanum skiptir auðvitað mestu máli hvernig gengur og hvernig reksturinn gengur, þannig að við erum bjartsýn. Þó að ég sé sammála því að markaðsaðstæður gætu verið betri. En fyrirtækið er að gera gríðarlega góða hluti,“ segir Róbert Wessmann, stjórnarformaður Alvotech. Lyf Íslendingar erlendis Líftækni Bandaríkin Alvotech Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Hlutabréfin í Alvotech verða skráð undir auðkenninu ALVO. Í skráningarferlinu aflaði Alvotech nýs hlutafjár að verðmæti tæplega 23 milljarða króna gegn útgáfu almennra hluta á genginu 10 Bandaríkjadalir, eða um 1300 íslenskra króna. Alvotech verður við skráningu eina íslenska fyrirtækið sem skráð er á markað í Bandaríkjunum - en þetta er enn fremur í annað sinn sem íslenskt fyrirtæki er þar skráð. Það fyrsta var Decode, sem skráð var í kringum aldamótin en fór af bandarískum markaði 2010. Bréf í Alvotech verða jafnframt tekin til viðskipta í íslensku kauphöllinni frá og með 23. júní næstkomandi, en það yrði í fyrsta sinn sem bréf í íslensku fyrirtæki eru skráð samtímis til viðskipta í á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum og á Íslandi. Í tilefni skráningarinnar mun Róbert Wessmann, stjórnarformaður og stofnandi Alvotech, opna markaði í kauphöllinni í New York í dag með því að hringja hinni víðfrægu bjöllu sem þar er. Beina útsendingu af bjölluhringingunni, sem hefst um 13:20 að íslenskum tíma, má nálgast hér og í spilaranum hér að ofan. „Ferillinn er búinn að vera... það hafa verið mörg fyrirtæki og þetta hefur gengið yfir það heila gríðarlega vel. En þetta er alveg langstærsta stundin af þeim öllum, held ég,“ segir Róbert. En aðstæður á mörkuðum, vestanhafs og hér heima, eru litaðar óvissu. Hlutabréf í frjálsu falli, verðbólga sögulega há og helstu seðlabankar iðnríkja hækka vexti. Róbert er þó bjartsýnn á viðtökur fjárfesta. „Félagið er komið með fyrsta lyfið á markað og við sjáum fyrir okkur að svona á komandi misserum verði reksturinn af félaginu mjög góður. Þannig að á endanum skiptir auðvitað mestu máli hvernig gengur og hvernig reksturinn gengur, þannig að við erum bjartsýn. Þó að ég sé sammála því að markaðsaðstæður gætu verið betri. En fyrirtækið er að gera gríðarlega góða hluti,“ segir Róbert Wessmann, stjórnarformaður Alvotech.
Lyf Íslendingar erlendis Líftækni Bandaríkin Alvotech Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira