Viðskipti erlent

Rafmyntir í ólgusjó

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Heildarvirði rafmynta hefur ekki verið lægra síðan í janúar 2021.
Heildarvirði rafmynta hefur ekki verið lægra síðan í janúar 2021. Getty/TERADAT SANTIVIVUT

Einn versti dagur í sögu rafmyntamarkaðsins rann upp nú á mánudag. Markaðurinn hefur tekið vænar niðursveiflur á síðustu vikum vegna hækkandi vaxta og aukinnar verðbólgu en heildarvirði rafmyntamarkaðsins hrundi niður fyrir eina trilljón Bandaríkjadala.

Heildarvirði rafmynta hefur ekki verið lægra síðan í janúar 2021 en verðmætasta rafmynt heims, Bitcoin féll um 14 prósent í gær og hefur ekki mælst lægri í 18 mánuði. Að sama skapi féll Ether um 18 prósent, niður í lægsta virði myntarinnar síðan í janúar 2021. Þetta kemur fram í umfjöllun Reuters um málið.

Bitcoin hefur tapað 25 prósent af virði síðan á föstudag en virði myntarinnar er 67 prósent minna en þegar hún var verðmætust í nóvember 2021.

Í kjölfar hækkandi vaxta og verðbólgu reyna fjárfestar að losa sig við áhætturíkar eignir með hraði, þar á meðal rafmyntir. Á mánudaginn lokuðu tveir stærstu rafmyntaverkvangar heims, Binance og Celsius fyrir sölu á rafmyntum til þess að vernda eigin starfsemi en samkvæmt umfjöllun CNN um málið eru eignir Celsius metnar á 3,7 milljarða Bandaríkjadala.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.