Viðskipti innlent

„Menn hjálpast að, „play nice““

Atli Ísleifsson skrifar
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Niceair, á Akureyrarflugvelli.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Niceair, á Akureyrarflugvelli. Vísir/Tryggvi Páll

Niceair fór í sitt fyrsta samstarfsverkefni í gær þegar Airbus-vél félagsins flaug utan til Gautaborgar í Svíþjóð fyrir flugfélagið Play.

„Þetta er bara algengt. Menn hjálpast að, „play nice“,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Niceair, í samtali við fréttastofu.

Þorvaldur Lúðvík segir að vera þannig að menn hjálpist að þegar aðrir lendi í bobba. „Þetta er eitthvað sem hentar báðum. Vélin var stödd fyrir norðan og henni flogið til Keflavíkur og svo til Gautaborgar.“

Hann segir að þetta hafi verið fyrsta samstarfsverkefnið hjá Niceair og reiknar hann með þau verði vafalaust fleiri. 

„Ef menn eru á góðum nótum þá hjálpast menn að. Það eiga öll dýrin í skóginum að vera vinir. Það er auðvitað allt gert hjá öllum til að lágmarka óþægindi fyrir farþega. Það eru allir með það efst á listanum,“ segir Þorvaldur Lúðvík.

Það var Flugbloggið sem benti á flugið á Facebook-síðu sinni.


Tengdar fréttir

Telja fullvíst að viðvörunin hafi verið villuskilaboð

Í nótt var rauðu neyðarstigi lýst yfir á Keflavíkurflugvelli vegna farþegaþotu PLAY sem var að koma inn til lendingar. Kerfi vélarinnar sendi viðvörun um að vandamál væri með varaeldsneyti en forsvarsmenn telja fullvíst að um villu hafi verið að ræða. Til stóð að sama vél færi til Parísar í dag en fluginu hefur verið frestað til morguns því verið er að ganga úr skugga um að ekkert sé að vélinni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×