Starfsmaður Búllunnar fékk skellinn í kjötmálinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2022 13:32 Hamborgarar á grillinu hjá Búllunni. Starfsmaður Búllunnar sem ákærður var fyrir tollalagabrot með því að veita rangar upplýsingar um innflutt kjöt þarf að greiða um fjörutíu milljónir í sekt vegna málsins. Sektin fellur þó niður haldi viðkomandi skilorð næstu tvö árin, meðal annars vegna þess að starfsmaðurinn var sú eina sem var látin svara til ábyrgðar fyrir málið, án þess þó að hafa haft af því nokkurn ávinning. Vísir greindi frá því árið 2020 að kjötpantanir Hamborgarabúllu Tómasar væru orðnar að dómsmáli. Þar var starfsmanninum gert að sök að hafa framið tollalagabrot með því að gefa villandi upplýsingar um innflutta frosna nautaparta. Notast var við tollanúmer fyrir innflutt kjöt með beini, en kjötið sem flutt var inn var beinlaust. Búllan og rekstarfélag þess voru ákærð fyrir peningaþvætti, með því að hafa nýtt sér ávinning af tollalagabrotum starfsmannsins. Héraðsdómur sýknaði Búlluna, rekstarfélagið og starfsmanninn í lok mars á síðasta ári. Ákæruvaldið féll frá áfrýjun á hendur Búllunni og rekstrarfélaginu Ákæruvaldið áfrýjaði dómi héraðsdóms en féll síðar frá áfrýjun á hendur Búllunni og rekstarfélaginu, þannig að starfsmaðurinn sat einn eftir. Dæmt var í málinu í Landsrétti í gær þar sem dómi héraðsdóms í máli starfsmannsins var snúið við. Var starfsmaðurinn sakfelldur fyrir brot gegn tollalögum með því að hafa komið því til leiðar að tollmiðlari tilgreindi kjötið sem kjöt með beini, þegar það var í raun beinlaust. Í dómi Landsréttar kom fram að starfsmaðurinn hafi viðurkennt að hafa gert mistök en að hún hafi gert ráð fyrir því að tollmiðlarar myndi leiðrétta hana ef hún væri að þetta með röngum hætti, líkt og það er orðað í dómi Landsréttar. Sá eini sem var látinn svara fyrir málið Taldi Landsréttur sannað að starfsmaðurinn hafi gert sér grein fyrir að þær upplýsingar sem hún gaf vegna innflutningsins hafi verið rangar. Landsréttur dæmdi í málinu í gær, föstudag.Vísir/Vilhelm Var starfsmaðurinn því dæmdur til að greiða 39,1 milljón vegna málsins, tvöfalda þá upphæð sem reyndist vera mismunurinn á aðflutningsgjöldum beinlausa kjötsins og kjötsins með beini. Í dómi Landsréttar er þó litið til þess að starfsmaðurinn hafi ekki áður sætt refsingar. Þá var einnig sérstaklega litið til þess að óumdeilt væri að viðkomandi hafi engan ávinning haft af brotunum, en sé ein látin svara til refsiábyrgðar vegna þeirra. Þá er einnig tiltekið að rannsókn málsins og meðferð þess hafi tekið nokkurn tíma, eða um fjögur ár frá því að síðasta brotið var framið. Ákvað Landsréttur því að fresta fullnustu sektarrefsingarinnar til tveggja ára, haldi starfsmaðurinn almennt skilorð. Rjúfi viðkomandi skilorð skal hann sæta fangelsi í tólf mánuði í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Þá þarf starfsmaðurinn að greiða sakarkostnað málsins, alls 2,6 milljónir króna. Neytendur Skattar og tollar Dómsmál Veitingastaðir Tengdar fréttir Kjötpantanir Búllunnar feli í sér tollalagabrot og peningaþvætti Starfsmaður Búllunnar er ákærður fyrir tollalagabrot, grunaður um að hafa ranglega skráð innflutt kjöt sem kjöt með beini í staðinn fyrir beinlaust kjöt við tollskráningu. Mismunurinn vegna rangrar skráningar nemur tæpum tuttugu milljónum króna. 6. október 2020 08:31 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Vísir greindi frá því árið 2020 að kjötpantanir Hamborgarabúllu Tómasar væru orðnar að dómsmáli. Þar var starfsmanninum gert að sök að hafa framið tollalagabrot með því að gefa villandi upplýsingar um innflutta frosna nautaparta. Notast var við tollanúmer fyrir innflutt kjöt með beini, en kjötið sem flutt var inn var beinlaust. Búllan og rekstarfélag þess voru ákærð fyrir peningaþvætti, með því að hafa nýtt sér ávinning af tollalagabrotum starfsmannsins. Héraðsdómur sýknaði Búlluna, rekstarfélagið og starfsmanninn í lok mars á síðasta ári. Ákæruvaldið féll frá áfrýjun á hendur Búllunni og rekstrarfélaginu Ákæruvaldið áfrýjaði dómi héraðsdóms en féll síðar frá áfrýjun á hendur Búllunni og rekstarfélaginu, þannig að starfsmaðurinn sat einn eftir. Dæmt var í málinu í Landsrétti í gær þar sem dómi héraðsdóms í máli starfsmannsins var snúið við. Var starfsmaðurinn sakfelldur fyrir brot gegn tollalögum með því að hafa komið því til leiðar að tollmiðlari tilgreindi kjötið sem kjöt með beini, þegar það var í raun beinlaust. Í dómi Landsréttar kom fram að starfsmaðurinn hafi viðurkennt að hafa gert mistök en að hún hafi gert ráð fyrir því að tollmiðlarar myndi leiðrétta hana ef hún væri að þetta með röngum hætti, líkt og það er orðað í dómi Landsréttar. Sá eini sem var látinn svara fyrir málið Taldi Landsréttur sannað að starfsmaðurinn hafi gert sér grein fyrir að þær upplýsingar sem hún gaf vegna innflutningsins hafi verið rangar. Landsréttur dæmdi í málinu í gær, föstudag.Vísir/Vilhelm Var starfsmaðurinn því dæmdur til að greiða 39,1 milljón vegna málsins, tvöfalda þá upphæð sem reyndist vera mismunurinn á aðflutningsgjöldum beinlausa kjötsins og kjötsins með beini. Í dómi Landsréttar er þó litið til þess að starfsmaðurinn hafi ekki áður sætt refsingar. Þá var einnig sérstaklega litið til þess að óumdeilt væri að viðkomandi hafi engan ávinning haft af brotunum, en sé ein látin svara til refsiábyrgðar vegna þeirra. Þá er einnig tiltekið að rannsókn málsins og meðferð þess hafi tekið nokkurn tíma, eða um fjögur ár frá því að síðasta brotið var framið. Ákvað Landsréttur því að fresta fullnustu sektarrefsingarinnar til tveggja ára, haldi starfsmaðurinn almennt skilorð. Rjúfi viðkomandi skilorð skal hann sæta fangelsi í tólf mánuði í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Þá þarf starfsmaðurinn að greiða sakarkostnað málsins, alls 2,6 milljónir króna.
Neytendur Skattar og tollar Dómsmál Veitingastaðir Tengdar fréttir Kjötpantanir Búllunnar feli í sér tollalagabrot og peningaþvætti Starfsmaður Búllunnar er ákærður fyrir tollalagabrot, grunaður um að hafa ranglega skráð innflutt kjöt sem kjöt með beini í staðinn fyrir beinlaust kjöt við tollskráningu. Mismunurinn vegna rangrar skráningar nemur tæpum tuttugu milljónum króna. 6. október 2020 08:31 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Kjötpantanir Búllunnar feli í sér tollalagabrot og peningaþvætti Starfsmaður Búllunnar er ákærður fyrir tollalagabrot, grunaður um að hafa ranglega skráð innflutt kjöt sem kjöt með beini í staðinn fyrir beinlaust kjöt við tollskráningu. Mismunurinn vegna rangrar skráningar nemur tæpum tuttugu milljónum króna. 6. október 2020 08:31