Starfsmaður Búllunnar fékk skellinn í kjötmálinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2022 13:32 Hamborgarar á grillinu hjá Búllunni. Starfsmaður Búllunnar sem ákærður var fyrir tollalagabrot með því að veita rangar upplýsingar um innflutt kjöt þarf að greiða um fjörutíu milljónir í sekt vegna málsins. Sektin fellur þó niður haldi viðkomandi skilorð næstu tvö árin, meðal annars vegna þess að starfsmaðurinn var sú eina sem var látin svara til ábyrgðar fyrir málið, án þess þó að hafa haft af því nokkurn ávinning. Vísir greindi frá því árið 2020 að kjötpantanir Hamborgarabúllu Tómasar væru orðnar að dómsmáli. Þar var starfsmanninum gert að sök að hafa framið tollalagabrot með því að gefa villandi upplýsingar um innflutta frosna nautaparta. Notast var við tollanúmer fyrir innflutt kjöt með beini, en kjötið sem flutt var inn var beinlaust. Búllan og rekstarfélag þess voru ákærð fyrir peningaþvætti, með því að hafa nýtt sér ávinning af tollalagabrotum starfsmannsins. Héraðsdómur sýknaði Búlluna, rekstarfélagið og starfsmanninn í lok mars á síðasta ári. Ákæruvaldið féll frá áfrýjun á hendur Búllunni og rekstrarfélaginu Ákæruvaldið áfrýjaði dómi héraðsdóms en féll síðar frá áfrýjun á hendur Búllunni og rekstarfélaginu, þannig að starfsmaðurinn sat einn eftir. Dæmt var í málinu í Landsrétti í gær þar sem dómi héraðsdóms í máli starfsmannsins var snúið við. Var starfsmaðurinn sakfelldur fyrir brot gegn tollalögum með því að hafa komið því til leiðar að tollmiðlari tilgreindi kjötið sem kjöt með beini, þegar það var í raun beinlaust. Í dómi Landsréttar kom fram að starfsmaðurinn hafi viðurkennt að hafa gert mistök en að hún hafi gert ráð fyrir því að tollmiðlarar myndi leiðrétta hana ef hún væri að þetta með röngum hætti, líkt og það er orðað í dómi Landsréttar. Sá eini sem var látinn svara fyrir málið Taldi Landsréttur sannað að starfsmaðurinn hafi gert sér grein fyrir að þær upplýsingar sem hún gaf vegna innflutningsins hafi verið rangar. Landsréttur dæmdi í málinu í gær, föstudag.Vísir/Vilhelm Var starfsmaðurinn því dæmdur til að greiða 39,1 milljón vegna málsins, tvöfalda þá upphæð sem reyndist vera mismunurinn á aðflutningsgjöldum beinlausa kjötsins og kjötsins með beini. Í dómi Landsréttar er þó litið til þess að starfsmaðurinn hafi ekki áður sætt refsingar. Þá var einnig sérstaklega litið til þess að óumdeilt væri að viðkomandi hafi engan ávinning haft af brotunum, en sé ein látin svara til refsiábyrgðar vegna þeirra. Þá er einnig tiltekið að rannsókn málsins og meðferð þess hafi tekið nokkurn tíma, eða um fjögur ár frá því að síðasta brotið var framið. Ákvað Landsréttur því að fresta fullnustu sektarrefsingarinnar til tveggja ára, haldi starfsmaðurinn almennt skilorð. Rjúfi viðkomandi skilorð skal hann sæta fangelsi í tólf mánuði í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Þá þarf starfsmaðurinn að greiða sakarkostnað málsins, alls 2,6 milljónir króna. Neytendur Skattar og tollar Dómsmál Veitingastaðir Tengdar fréttir Kjötpantanir Búllunnar feli í sér tollalagabrot og peningaþvætti Starfsmaður Búllunnar er ákærður fyrir tollalagabrot, grunaður um að hafa ranglega skráð innflutt kjöt sem kjöt með beini í staðinn fyrir beinlaust kjöt við tollskráningu. Mismunurinn vegna rangrar skráningar nemur tæpum tuttugu milljónum króna. 6. október 2020 08:31 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Vísir greindi frá því árið 2020 að kjötpantanir Hamborgarabúllu Tómasar væru orðnar að dómsmáli. Þar var starfsmanninum gert að sök að hafa framið tollalagabrot með því að gefa villandi upplýsingar um innflutta frosna nautaparta. Notast var við tollanúmer fyrir innflutt kjöt með beini, en kjötið sem flutt var inn var beinlaust. Búllan og rekstarfélag þess voru ákærð fyrir peningaþvætti, með því að hafa nýtt sér ávinning af tollalagabrotum starfsmannsins. Héraðsdómur sýknaði Búlluna, rekstarfélagið og starfsmanninn í lok mars á síðasta ári. Ákæruvaldið féll frá áfrýjun á hendur Búllunni og rekstrarfélaginu Ákæruvaldið áfrýjaði dómi héraðsdóms en féll síðar frá áfrýjun á hendur Búllunni og rekstarfélaginu, þannig að starfsmaðurinn sat einn eftir. Dæmt var í málinu í Landsrétti í gær þar sem dómi héraðsdóms í máli starfsmannsins var snúið við. Var starfsmaðurinn sakfelldur fyrir brot gegn tollalögum með því að hafa komið því til leiðar að tollmiðlari tilgreindi kjötið sem kjöt með beini, þegar það var í raun beinlaust. Í dómi Landsréttar kom fram að starfsmaðurinn hafi viðurkennt að hafa gert mistök en að hún hafi gert ráð fyrir því að tollmiðlarar myndi leiðrétta hana ef hún væri að þetta með röngum hætti, líkt og það er orðað í dómi Landsréttar. Sá eini sem var látinn svara fyrir málið Taldi Landsréttur sannað að starfsmaðurinn hafi gert sér grein fyrir að þær upplýsingar sem hún gaf vegna innflutningsins hafi verið rangar. Landsréttur dæmdi í málinu í gær, föstudag.Vísir/Vilhelm Var starfsmaðurinn því dæmdur til að greiða 39,1 milljón vegna málsins, tvöfalda þá upphæð sem reyndist vera mismunurinn á aðflutningsgjöldum beinlausa kjötsins og kjötsins með beini. Í dómi Landsréttar er þó litið til þess að starfsmaðurinn hafi ekki áður sætt refsingar. Þá var einnig sérstaklega litið til þess að óumdeilt væri að viðkomandi hafi engan ávinning haft af brotunum, en sé ein látin svara til refsiábyrgðar vegna þeirra. Þá er einnig tiltekið að rannsókn málsins og meðferð þess hafi tekið nokkurn tíma, eða um fjögur ár frá því að síðasta brotið var framið. Ákvað Landsréttur því að fresta fullnustu sektarrefsingarinnar til tveggja ára, haldi starfsmaðurinn almennt skilorð. Rjúfi viðkomandi skilorð skal hann sæta fangelsi í tólf mánuði í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Þá þarf starfsmaðurinn að greiða sakarkostnað málsins, alls 2,6 milljónir króna.
Neytendur Skattar og tollar Dómsmál Veitingastaðir Tengdar fréttir Kjötpantanir Búllunnar feli í sér tollalagabrot og peningaþvætti Starfsmaður Búllunnar er ákærður fyrir tollalagabrot, grunaður um að hafa ranglega skráð innflutt kjöt sem kjöt með beini í staðinn fyrir beinlaust kjöt við tollskráningu. Mismunurinn vegna rangrar skráningar nemur tæpum tuttugu milljónum króna. 6. október 2020 08:31 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Kjötpantanir Búllunnar feli í sér tollalagabrot og peningaþvætti Starfsmaður Búllunnar er ákærður fyrir tollalagabrot, grunaður um að hafa ranglega skráð innflutt kjöt sem kjöt með beini í staðinn fyrir beinlaust kjöt við tollskráningu. Mismunurinn vegna rangrar skráningar nemur tæpum tuttugu milljónum króna. 6. október 2020 08:31