Kvenkyns stjórnendum þyki nauðsynlegt að sanna sig Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 8. júní 2022 13:38 Kvenkyns stjórnendum er haldið utan við ákvarðanatöku í meiri mæli samkvæmt niðurstöðum. Aðsent Hinsegin starfsfólk fær minni stuðning og aðgang að stjórnendum fyrirtækja ásamt því að upplifa oftar erfið samskipti og viðhorf á vinnustað eins og grófan talsmáta eða brandara. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar samstarfsverkefnisins Kynin og vinnustaðurinn á vegum Empower, nýsköpunarfyrirtækis í jafnréttismálum, Háskóla Íslands, Viðskiptaráðs Íslands, Maskínu og Samtaka atvinnulífsins. Niðurstöðurnar voru kynntar á fundi á Hilton Nordica í dag. Öllum fyrirtækjum innan Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins var boðin þátttaka. Konur veiti meiri stuðning en karlar Niðurstöður könnunarinnar sýna einnig að konur telji sig bera þrisvar sinnum meiri ábyrgð á heimilinu en karlar og eykst þetta bil ef litið er til kynjanna með hliðsjón af stjórnunarstöðu í fyrirtæki. Fjórum sinnum fleiri kvenkyns stjórnendur en karlkyns stjórnendur sögðust bera heimilisábyrgð að meirihluta eða öllu leyti. Þar að auki virðast kvenkyns yfirmenn veita meiri stuðning til undirmanna sinna en þeir sem eru karlkyns. Eins segjast 15,2% kvenkyns stjórnenda hafa þurft að sanna sig meira en aðrir eða verið haldið utan við ákvarðanatöku sem þeim við kemur en 5,1% karlkyns stjórnenda lýsa sömu raun. Aftur á móti sagðist hinsegin starfsfólk síður upplifa að því sé haldið utan við ákvarðanatöku og að framlag þeirra sé sniðgengið en gagnkynhneigt starfsfólk. #MeToo hafi haft jákvæð áhrif Meirihluti þeirra sem tók könnunina segja #MeToo umræðuna hafa haft jákvæð áhrif á vinnustaðinn en af þeim sem telja hana hafa haft neikvæð áhrif eru helmingi fleiri karlkyns og eykst óánægjan með aldri. Samkvæmt niðurstöðum hafa 5,9% hinsegin starfsfólks orðið fyrir kynferðislegri áreitni á núverandi vinnustað á síðastliðnum 12 mánuðum á móti 1,6% gagnkynhneigðra. Þá segjast 5,3% kvenkyns starfsfólks sem er 29 ára og yngri hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á núverandi vinnustað síðastliðna 12 mánuði. Alls fengu 12 þúsund einstaklingar könnunina senda og bárust 4.164 svör. Tóku 2.260 karlmenn, 1.615 konur og 10 kynsegin einstaklingar þátt í könnuninni. Af heildarfjölda þátttakenda eru 96,8% gagnkynhneigð, 2,3% hinsegin og merkti 1% þátttakenda við „annað“. Jafnréttismál Hinsegin MeToo Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar samstarfsverkefnisins Kynin og vinnustaðurinn á vegum Empower, nýsköpunarfyrirtækis í jafnréttismálum, Háskóla Íslands, Viðskiptaráðs Íslands, Maskínu og Samtaka atvinnulífsins. Niðurstöðurnar voru kynntar á fundi á Hilton Nordica í dag. Öllum fyrirtækjum innan Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins var boðin þátttaka. Konur veiti meiri stuðning en karlar Niðurstöður könnunarinnar sýna einnig að konur telji sig bera þrisvar sinnum meiri ábyrgð á heimilinu en karlar og eykst þetta bil ef litið er til kynjanna með hliðsjón af stjórnunarstöðu í fyrirtæki. Fjórum sinnum fleiri kvenkyns stjórnendur en karlkyns stjórnendur sögðust bera heimilisábyrgð að meirihluta eða öllu leyti. Þar að auki virðast kvenkyns yfirmenn veita meiri stuðning til undirmanna sinna en þeir sem eru karlkyns. Eins segjast 15,2% kvenkyns stjórnenda hafa þurft að sanna sig meira en aðrir eða verið haldið utan við ákvarðanatöku sem þeim við kemur en 5,1% karlkyns stjórnenda lýsa sömu raun. Aftur á móti sagðist hinsegin starfsfólk síður upplifa að því sé haldið utan við ákvarðanatöku og að framlag þeirra sé sniðgengið en gagnkynhneigt starfsfólk. #MeToo hafi haft jákvæð áhrif Meirihluti þeirra sem tók könnunina segja #MeToo umræðuna hafa haft jákvæð áhrif á vinnustaðinn en af þeim sem telja hana hafa haft neikvæð áhrif eru helmingi fleiri karlkyns og eykst óánægjan með aldri. Samkvæmt niðurstöðum hafa 5,9% hinsegin starfsfólks orðið fyrir kynferðislegri áreitni á núverandi vinnustað á síðastliðnum 12 mánuðum á móti 1,6% gagnkynhneigðra. Þá segjast 5,3% kvenkyns starfsfólks sem er 29 ára og yngri hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á núverandi vinnustað síðastliðna 12 mánuði. Alls fengu 12 þúsund einstaklingar könnunina senda og bárust 4.164 svör. Tóku 2.260 karlmenn, 1.615 konur og 10 kynsegin einstaklingar þátt í könnuninni. Af heildarfjölda þátttakenda eru 96,8% gagnkynhneigð, 2,3% hinsegin og merkti 1% þátttakenda við „annað“.
Jafnréttismál Hinsegin MeToo Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira