Handbolti

Einum sigri frá meistaratitli

Valur Páll Eiríksson skrifar
Aðalsteinn Eyjólfsson stýrir Kadetten.
Aðalsteinn Eyjólfsson stýrir Kadetten.

Lærisveinar Aðalsteins Erlingssonar í liði Kadetten vann 28-20 sigur á Pfadi Winterthur í öðrum úrslitaleik liðanna um svissneska meistaratitilinn í handbolta. Kadetten þarf aðeins einn sigur enn til að verða svissneskur meistari.

Kadetten verð deildarmeistari í vor með þónokkrum yfirburðum en andstæðingur liðsins, Pfadi Winterthur, varð í öðru sæti 14 stigum frá Kadetten.

Kadetten leiddi einvígi liðanna eftir heimasigur í fyrsta leik og þýðir sigur dagsins að liðið vanti aðeins einn sigur enn til að tryggja sér svissneska meistaratitilinn.

Aðalsteinn tók við liði Kadetten árið 2020 en var áður þjálfari Erlangen í Þýskalandi. Óðinn Þór Ríkharðsson mun ganga til liðs við Kadetten í sumar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.