Handbolti

Óli Stef áfram í Þýskalandi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ólafur Stefánsson þjálfaði uppeldisfélag sitt hér á landi um tíma.
Ólafur Stefánsson þjálfaði uppeldisfélag sitt hér á landi um tíma. Mynd/Daníel

Ólafur Stefánsson hefur framlengt samning sinn við þýska úrvalsdeildarliðið Erlangen, þar sem hann starfar nú sem aðstoðarþjálfari Raul Alonso.

Þetta staðfestir Ólafur í skemmtilegu viðtali við þýska staðarmiðilinn nordbayern.de.

Ólafur tók til starfa í lok febrúar á þessu ári, skömmu eftir að Raul Alonso hafði tekið við þjálfarastöðunni en hinn spænski Alonso var áður íþróttastjóri félagsins.

Erlangen hefur gengið ágætlega á tímabilinu; situr í þrettánda sæti deildarinnar þegar tveimur umferðum er ólokið.

Íslenski landsliðsmaðurinn Sveinn Jóhannsson hefur gert samning við Erlangen og gengur til liðs við félagið í sumar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.