Viðskipti innlent

Gunnar Zoëga leiðir sam­einað fé­lag Opinna Kerfa og Premis

Eiður Þór Árnason skrifar
Stjórnendur hins nýja sameinaða félags. 
Stjórnendur hins nýja sameinaða félags.  OK

Upplýsingatæknifyrirtækin Opin Kerfi og Premis hafa sameinast undir merkjum OK. Félögin undirrituðu samning um sameiningu í janúar og lá samþykki Samkeppniseftirlitsins fyrir um mánuði síðar.

Nýr forstjóri sameinaðs félags verður Gunnar Zoëga og kemur hann til starfa síðar á árinu. Hann gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra Notendalausna hjá Origo.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá OK en framkvæmdastjórn sameinaðs félags mynda Reynir Stefánsson, framkvæmdastjóri búnaðar, Kristinn Elvar Arnarsson, framkvæmdastjóri skýja- og rekstrarlausna, Halldór Áskell Stefánsson, framkvæmdastjóri lausna, Tryggvi Farestveit, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og Daði Hannesson, framkvæmdastjóri fjármála og fólks. Auk þess hefur María Dís Gunnarsdóttir verið ráðin mannauðsstjóri.

Að sögn stjórnenda er velta OK áætluð um 5,5 milljarðar á þessu ári og starfa um 130 starfsmenn hjá félaginu sem er með starfsstöðvar bæði í Reykjavík og á Sauðárkróki þar sem Premis hefur verið með starfsemi.

Hluthafar OK eru framtakssjóðurinn VEX I, Fiskisund og félög í eigu starfsmanna. Skrifstofa OK ásamt sölu- og þjónustudeild flyst alfarið í Skútuvogi 2, en vöruafgreiðsla, lager og verkstæði verða á Höfðabakka 9c. VEX I, sem keypti í desember allt hlutafé í Opnum Kerfum.


Tengdar fréttir

Opin Kerfi og Premis sameinast

Framtakssjóðurinn VEX I, sem keypti í desember allt hlutafé í Opnum Kerfum, og hluthafar upplýsingatæknifélagsins Premis hafa undirritað samning um að sameina félögin og eignarhald þeirra. Sameiningin er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×