Lýðheilsumál að lagfæra kjör verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði Vilhjálmur Birgisson skrifar 30. maí 2022 13:01 Eins og flestir vita renna kjarasamningar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði út í haust og því er undirbúningur að kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands á lokametrunum. Það liggur fyrir að í lífskjarasamningnum voru stigin nokkuð jákvæð skref í að lagfæra kjör þeirra tekjulægstu með því að semja í formi krónutöluhækkana og með svokölluðum hagvaxtarauka. Hugmyndafræðin í kringum lífskjarasamninginn var að auka ráðstöfunartekjur launafólks með fleiri þáttum en beinum launahækkunum, t.d með aðkomu stjórnvalda og að skapa forsendur fyrir lækkun vaxta. Þetta tókst í lífskjarasamningnum en aðgerðapakki stjórnvalda til að liðka fyrir samningnum var metinn á 80 milljarða og stýrivextir Seðlabankans lækkuðu úr 4,25% í 0,75% en þúsundir heimila endurfjármögnuðu húsnæðislán sín í kjölfarið á lækkandi vaxtakjörum. Það er rétt að geta þess að nokkrum dögum áður en lífskjarasamningurinn var undirritaður eða nánar tiltekið 28. mars varð WOW Air gjaldþrota sem klárlega hafði áhrif á gang kjaraviðræðna enda ljóst að með falli WOW Air voru útflutningstekjur þjóðarinnar að dragast verulega saman. Einnig lá fyrir að fall flugfélagsins myndi hafa slæm áhrif á afkomu og atvinnuöryggi í ferðaþjónustunni. Í kjarasamningunum 2019 sá hinsvegar enginn fyrir sér Covid faraldurinn né stríðsástandið í Úkraínu og þær afleiðingar sem það hafði. Það þarf ekkert að fjölyrða um að Covid faraldurinn hafði neikvæð áhrif á efnahagslífið tímabundið og þá sérstaklega ferðaþjónustuna en í dag sýna allar hagtölur að það eru bjartari tímar framundan þótt meiri óvissa ríki vegna áhrifa af stríðinu í Úkraínu. Þessir atburðir hafa leitt til aukinnar verðbólgu og hækkandi vaxta sem og hækkandi leiguverðs og eins og alltaf koma þessir efnahagsþættir hvað verst við verkafólk og tekjulágt fólk og við þessu þarf svo sannarlega að bregðast í komandi kjarasamningum. En hið ánægjulega í þessu er að það horfir til betri vegar í íslensku efnahagslífi og nægir þar að nefna að Útflutningsverðmæti á fyrsta fjórðungi ársins nam 355,6 mö.kr. borið saman við 226,7 ma.kr. á sama tímabili í fyrra. Aukningin nemur 128,9 mö.kr. eða 57%. Útflutningsverðmæti allra stoðanna þriggja; ferðaþjónustu, sjávarútvegs og stóriðju jókst verulega milli ára. Mesta aukningin varð í útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar en það jókst um 44,3 ma.kr. eða 560%. Það má því segja að hægt og bítandi sé ferðaþjónustan að ná vopnum sínum á nýjan leik enda hafa útflutningsverðmæti hennar aukist um 560% á milli ára. Það má klárlega velta því fyrir sér hvort skilyrði til kjarasamningsgerðar núna séu ekki betri heldur en þegar við sömdum um lífskjarasamninginn á sama tíma og WOW Air var að sigla í gjaldþrot. Það er hinsvegar morgunljóst að í komandi kjarasamningum verðum við að stíga þétt skref í átt að því að halda áfram að lagfæra kjör lágtekjufólks á hinum almenna vinnumarkaði, annað er ekki í boði. Enda liggur fyrir að lágtekjufólk á ennþá í umtalsverðum erfiðleikum við að framfleyta sér frá mánuði til mánaðar og halda mannlegri reisn. Nægir að nefna rannsókn sem Varða sem er rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins gerði fyrir Starfsgreinasamband Íslands og var kynnt fyrir formönnum SGS á kjaramálaráðstefnu nýverið. En þar kom meðal annars fram að 38% félagsmanna innan SGS eiga mjög eða nokkuð erfitt með að ná endum saman. Það kom einnig fram að 25% félagsmanna SGS hafa þurft að fá fjárhagsaðstoð í formi mataraðstoðar, eða hjá félags- eða hjálparsamtökum, ættingjum og vinum eða hjá sínu sveitarfélagi á síðastliðnum 12 mánuðum. Það kom einnig fram að um 40% félagsmanna SGS eru á leigumarkaði en eins og allir vita hefur leiguverð hækkað gríðarlega að undanförnu sem veikir stöðu lágtekjufólks innan SGS enn frekar. Það var einnig sláandi að 19% félagsmanna SGS hafa neitað sér vegna efnahags um almenna heilbrigðisþjónustu og 37% um tannlæknisþjónustu og það var einnig skelfilegt að sjá að 33% félagsmanna SGS segjast búa við slæma andlega heilsu samkvæmt PHQ-9 skalanum. Á þessari rannsókn hjá Vörðu sést að það er lýðheilsumál að lagfæra kjör verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði enda ólíðandi með öllu að fólk búi við þannig kjör að það nái alls ekki endum saman og þurfi að hafna almennri læknisþjónustu vegna bágrar efnahagsstöðu. Afleiðingar af þessu öllu eru sorglegar því nú liggur fyrir að verkafólk sem er með grunnskólamenntun og ástundar erfiðisvinnu lifir 3 til 4 árum skemur en háskólamenntaðir skv. grein sem Þorsteinn Sveinsson skrifaði og birtist á vef Seðlabankans. Hjá körlum eru lífslíkur 4 árum styttri og hjá konum 3 árum. Þessi munur á lífslíkum milli menntunar er sláandi og ljóst að þeir sem eru með minni menntun vinna erfiðisvinnu sem klárlega hefur áhrif á lífslíkur fólks. Það er því algerlega ljóst að aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands ber siðferðisleg skylda til þess að berjast af alefli við að lagfæra stöðu lágtekjufólks á íslenskum vinnumarkaði. Við getum ekki látið það átölulaust að lágtekjufólk búi við slæma andlega heilsu, þurfi að neita sér um sjálfsagða heilbrigðisþjónustu og lifi 3 til 4 árum skemur m.a. vegna þess eins að vera verkafólk. Núna verður verkalýðshreyfingin, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld að taka höndum saman og vinna bug á þessu þjóðfélagslega meini sem íslensku lágtekjufólki er boðið upp á og það í einu af ríkasta landi í heimi. Í komandi kjarasamningum verðum við því að stíga þétt og kröftug skref í því að lagfæra kjör verkafólks þannig að það geti framfleytt sér frá mánuði til mánaðar og haldið mannlegri reisn, enda ótækt að bjóða verkafólki upp á launakjör sem skapa þessar aðstæður sem fjallað hefur verið um í þessari grein. Munum að bág staða lágtekjufólks er ekkert náttúrulögmál heldur mannanna verk sem hægt er að lagfæra. Allt sem þarf er vilji stjórnvalda og Samtaka atvinnulífsins. Höfundur er formaður Verkalýðsfélag Akraness og Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eins og flestir vita renna kjarasamningar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði út í haust og því er undirbúningur að kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands á lokametrunum. Það liggur fyrir að í lífskjarasamningnum voru stigin nokkuð jákvæð skref í að lagfæra kjör þeirra tekjulægstu með því að semja í formi krónutöluhækkana og með svokölluðum hagvaxtarauka. Hugmyndafræðin í kringum lífskjarasamninginn var að auka ráðstöfunartekjur launafólks með fleiri þáttum en beinum launahækkunum, t.d með aðkomu stjórnvalda og að skapa forsendur fyrir lækkun vaxta. Þetta tókst í lífskjarasamningnum en aðgerðapakki stjórnvalda til að liðka fyrir samningnum var metinn á 80 milljarða og stýrivextir Seðlabankans lækkuðu úr 4,25% í 0,75% en þúsundir heimila endurfjármögnuðu húsnæðislán sín í kjölfarið á lækkandi vaxtakjörum. Það er rétt að geta þess að nokkrum dögum áður en lífskjarasamningurinn var undirritaður eða nánar tiltekið 28. mars varð WOW Air gjaldþrota sem klárlega hafði áhrif á gang kjaraviðræðna enda ljóst að með falli WOW Air voru útflutningstekjur þjóðarinnar að dragast verulega saman. Einnig lá fyrir að fall flugfélagsins myndi hafa slæm áhrif á afkomu og atvinnuöryggi í ferðaþjónustunni. Í kjarasamningunum 2019 sá hinsvegar enginn fyrir sér Covid faraldurinn né stríðsástandið í Úkraínu og þær afleiðingar sem það hafði. Það þarf ekkert að fjölyrða um að Covid faraldurinn hafði neikvæð áhrif á efnahagslífið tímabundið og þá sérstaklega ferðaþjónustuna en í dag sýna allar hagtölur að það eru bjartari tímar framundan þótt meiri óvissa ríki vegna áhrifa af stríðinu í Úkraínu. Þessir atburðir hafa leitt til aukinnar verðbólgu og hækkandi vaxta sem og hækkandi leiguverðs og eins og alltaf koma þessir efnahagsþættir hvað verst við verkafólk og tekjulágt fólk og við þessu þarf svo sannarlega að bregðast í komandi kjarasamningum. En hið ánægjulega í þessu er að það horfir til betri vegar í íslensku efnahagslífi og nægir þar að nefna að Útflutningsverðmæti á fyrsta fjórðungi ársins nam 355,6 mö.kr. borið saman við 226,7 ma.kr. á sama tímabili í fyrra. Aukningin nemur 128,9 mö.kr. eða 57%. Útflutningsverðmæti allra stoðanna þriggja; ferðaþjónustu, sjávarútvegs og stóriðju jókst verulega milli ára. Mesta aukningin varð í útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar en það jókst um 44,3 ma.kr. eða 560%. Það má því segja að hægt og bítandi sé ferðaþjónustan að ná vopnum sínum á nýjan leik enda hafa útflutningsverðmæti hennar aukist um 560% á milli ára. Það má klárlega velta því fyrir sér hvort skilyrði til kjarasamningsgerðar núna séu ekki betri heldur en þegar við sömdum um lífskjarasamninginn á sama tíma og WOW Air var að sigla í gjaldþrot. Það er hinsvegar morgunljóst að í komandi kjarasamningum verðum við að stíga þétt skref í átt að því að halda áfram að lagfæra kjör lágtekjufólks á hinum almenna vinnumarkaði, annað er ekki í boði. Enda liggur fyrir að lágtekjufólk á ennþá í umtalsverðum erfiðleikum við að framfleyta sér frá mánuði til mánaðar og halda mannlegri reisn. Nægir að nefna rannsókn sem Varða sem er rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins gerði fyrir Starfsgreinasamband Íslands og var kynnt fyrir formönnum SGS á kjaramálaráðstefnu nýverið. En þar kom meðal annars fram að 38% félagsmanna innan SGS eiga mjög eða nokkuð erfitt með að ná endum saman. Það kom einnig fram að 25% félagsmanna SGS hafa þurft að fá fjárhagsaðstoð í formi mataraðstoðar, eða hjá félags- eða hjálparsamtökum, ættingjum og vinum eða hjá sínu sveitarfélagi á síðastliðnum 12 mánuðum. Það kom einnig fram að um 40% félagsmanna SGS eru á leigumarkaði en eins og allir vita hefur leiguverð hækkað gríðarlega að undanförnu sem veikir stöðu lágtekjufólks innan SGS enn frekar. Það var einnig sláandi að 19% félagsmanna SGS hafa neitað sér vegna efnahags um almenna heilbrigðisþjónustu og 37% um tannlæknisþjónustu og það var einnig skelfilegt að sjá að 33% félagsmanna SGS segjast búa við slæma andlega heilsu samkvæmt PHQ-9 skalanum. Á þessari rannsókn hjá Vörðu sést að það er lýðheilsumál að lagfæra kjör verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði enda ólíðandi með öllu að fólk búi við þannig kjör að það nái alls ekki endum saman og þurfi að hafna almennri læknisþjónustu vegna bágrar efnahagsstöðu. Afleiðingar af þessu öllu eru sorglegar því nú liggur fyrir að verkafólk sem er með grunnskólamenntun og ástundar erfiðisvinnu lifir 3 til 4 árum skemur en háskólamenntaðir skv. grein sem Þorsteinn Sveinsson skrifaði og birtist á vef Seðlabankans. Hjá körlum eru lífslíkur 4 árum styttri og hjá konum 3 árum. Þessi munur á lífslíkum milli menntunar er sláandi og ljóst að þeir sem eru með minni menntun vinna erfiðisvinnu sem klárlega hefur áhrif á lífslíkur fólks. Það er því algerlega ljóst að aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands ber siðferðisleg skylda til þess að berjast af alefli við að lagfæra stöðu lágtekjufólks á íslenskum vinnumarkaði. Við getum ekki látið það átölulaust að lágtekjufólk búi við slæma andlega heilsu, þurfi að neita sér um sjálfsagða heilbrigðisþjónustu og lifi 3 til 4 árum skemur m.a. vegna þess eins að vera verkafólk. Núna verður verkalýðshreyfingin, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld að taka höndum saman og vinna bug á þessu þjóðfélagslega meini sem íslensku lágtekjufólki er boðið upp á og það í einu af ríkasta landi í heimi. Í komandi kjarasamningum verðum við því að stíga þétt og kröftug skref í því að lagfæra kjör verkafólks þannig að það geti framfleytt sér frá mánuði til mánaðar og haldið mannlegri reisn, enda ótækt að bjóða verkafólki upp á launakjör sem skapa þessar aðstæður sem fjallað hefur verið um í þessari grein. Munum að bág staða lágtekjufólks er ekkert náttúrulögmál heldur mannanna verk sem hægt er að lagfæra. Allt sem þarf er vilji stjórnvalda og Samtaka atvinnulífsins. Höfundur er formaður Verkalýðsfélag Akraness og Starfsgreinasambands Íslands.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun