Viðskipti innlent

Bein út­sending: Play skýrir 1,4 milljarða tap

Eiður Þór Árnason skrifar
Play kynnti fyrst ársfjórðungsniðurstöður sínar í gær. 
Play kynnti fyrst ársfjórðungsniðurstöður sínar í gær.  Vísir/Vilhelm

Tap flugfélagsins Play nam 11,2 milljónum bandaríkjadala, eða rúmlega 1,4 milljörðum íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins sem kynnt var í gær en Play mun gera nánar grein fyrir því á opnum kynningarfundi sem hefst klukkan 08:30. 

Þar munu Birgir Jónsson forstjóri og Þóra Eggertsdóttir, fjármálastjóri Play, kynna uppgjörið og svara spurningum að því loknu. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum hér fyrir neðan. 

Í tilkynningu kemur fram að rekstrarniðurstaða félagsins hafi verið neikvæð um 13,3 milljónir bandaríkjadala, eða rúma 1,7 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi. Forsvarsmenn félagsins hafi þó búist við því, þar sem félagið hafi ekki enn náð tilætlaðri stærðarhagkvæmni.

Þá kemur fram að félagið hafi nú hafið innleiðingu á olíuvörnum og gert samkomulag við Skeljung í samræmi við stefnu félagsins. Tap Play á sama tíma á síðasta ári var 0,4 milljónir bandaríkjadala, eða tæpar 52 milljónir króna. Þá hafði félagið þó ekki hafið flugrekstur en Play hóf sig til lofts í júní á síðasta ári.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.