Laun verkafólks og starfsfólks í veitinga- og gististarfsemi hækka mest Eiður Þór Árnason skrifar 24. maí 2022 13:48 Laun hækkuðu áberandi mest í veitinga- og gististarfsemi milli febrúarmánaða 2021 og 2022. Vísir/Vilhelm Launavísitalan hækkaði um 1,6% milli mars og apríl samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar sem er óvenjuleg mikil hækkun milli mánaða. Skýrist það af stærstum hluta af hagvaxtarauka sem virkjaðist hjá launafólki þann 1. apríl. Þá hækkuðu flestir kauptaxtar um 10.500 krónur en hagvaxtaraukinn virkjast þegar hagvöxtur á mann nær yfir 1%. Síðustu tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,5% sem er mun hærri árstaktur en hefur sést síðasta mánuði, eða vel rúmlega 7%. Fjallað er um þróunina í nýrri Hagsjá Landsbankans en verðbólga mældist 7,2% í aprílmánuði á sama tíma og árshækkun launavísitölu mælist nú 8,5%. Þannig jókst kaupmáttur launa um 1,2% milli aprílmánaða 2021 og 2022, þrátt fyrir að mesta verðbólga mælist nú frá því í maí 2010. „Kaupmáttur í apríl var engu að síður 1,2% lægri en hann var í janúar 2022, en þá var kaupmáttur sá mesti í sögunni þannig að mikil verðbólga síðustu mánaða hefur minnkað kaupmátt töluvert. Í nýútgefinni þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar er gert ráð fyrir að kaupmáttur aukist aðeins um 0,1% milli ára að jafnaði í ár, fyrst og fremst vegna verulega aukinnar verðbólgu,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Gögnin sýni að laun hafi hækkað með svipuðum hætti á almenna markaðnum og hinum opinbera, bæði hjá ríkinu og sveitarfélögum. Laun hækka mest hjá verkafólki Laun tveggja starfsstétta skera sig úr ef litið er til launabreytinga milli febrúarmánaða 2021 og 2022. Þegar horft er til starfsstétta hækka laun verkafólks mest, eða um 9,2%, og laun þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks næst mest, um 8%. Laun annarra starfsstétta hafa hækkað í kringum 6%. „Segja má að þessar breytingar séu í takt við markmið gildandi kjarasamninga þar sem krónutöluhækkanir á lægri launum gefa meiri prósentubreytingar en á þeim hærri. Á þessu tímabili hækkaði vísitala neysluverðs um 6,2% þannig að kaupmáttur hafði annaðhvort lækkað eilítið eða staðið í stað meðal sumra hópanna,“ segir hagfræðideild Landsbankans. Ef horft er til atvinnugreina hækkuðu laun áberandi mest í veitinga- og gististarfsemi milli febrúarmánaða 2021 og 2022, eða um 11,6%. Næst mesta hækkunin var í byggingum og mannvirkjagerð og verslun og viðgerðum, eða 7,5%. Vinnumarkaður Mest lesið Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Þá hækkuðu flestir kauptaxtar um 10.500 krónur en hagvaxtaraukinn virkjast þegar hagvöxtur á mann nær yfir 1%. Síðustu tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,5% sem er mun hærri árstaktur en hefur sést síðasta mánuði, eða vel rúmlega 7%. Fjallað er um þróunina í nýrri Hagsjá Landsbankans en verðbólga mældist 7,2% í aprílmánuði á sama tíma og árshækkun launavísitölu mælist nú 8,5%. Þannig jókst kaupmáttur launa um 1,2% milli aprílmánaða 2021 og 2022, þrátt fyrir að mesta verðbólga mælist nú frá því í maí 2010. „Kaupmáttur í apríl var engu að síður 1,2% lægri en hann var í janúar 2022, en þá var kaupmáttur sá mesti í sögunni þannig að mikil verðbólga síðustu mánaða hefur minnkað kaupmátt töluvert. Í nýútgefinni þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar er gert ráð fyrir að kaupmáttur aukist aðeins um 0,1% milli ára að jafnaði í ár, fyrst og fremst vegna verulega aukinnar verðbólgu,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Gögnin sýni að laun hafi hækkað með svipuðum hætti á almenna markaðnum og hinum opinbera, bæði hjá ríkinu og sveitarfélögum. Laun hækka mest hjá verkafólki Laun tveggja starfsstétta skera sig úr ef litið er til launabreytinga milli febrúarmánaða 2021 og 2022. Þegar horft er til starfsstétta hækka laun verkafólks mest, eða um 9,2%, og laun þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks næst mest, um 8%. Laun annarra starfsstétta hafa hækkað í kringum 6%. „Segja má að þessar breytingar séu í takt við markmið gildandi kjarasamninga þar sem krónutöluhækkanir á lægri launum gefa meiri prósentubreytingar en á þeim hærri. Á þessu tímabili hækkaði vísitala neysluverðs um 6,2% þannig að kaupmáttur hafði annaðhvort lækkað eilítið eða staðið í stað meðal sumra hópanna,“ segir hagfræðideild Landsbankans. Ef horft er til atvinnugreina hækkuðu laun áberandi mest í veitinga- og gististarfsemi milli febrúarmánaða 2021 og 2022, eða um 11,6%. Næst mesta hækkunin var í byggingum og mannvirkjagerð og verslun og viðgerðum, eða 7,5%.
Vinnumarkaður Mest lesið Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira