Laun verkafólks og starfsfólks í veitinga- og gististarfsemi hækka mest Eiður Þór Árnason skrifar 24. maí 2022 13:48 Laun hækkuðu áberandi mest í veitinga- og gististarfsemi milli febrúarmánaða 2021 og 2022. Vísir/Vilhelm Launavísitalan hækkaði um 1,6% milli mars og apríl samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar sem er óvenjuleg mikil hækkun milli mánaða. Skýrist það af stærstum hluta af hagvaxtarauka sem virkjaðist hjá launafólki þann 1. apríl. Þá hækkuðu flestir kauptaxtar um 10.500 krónur en hagvaxtaraukinn virkjast þegar hagvöxtur á mann nær yfir 1%. Síðustu tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,5% sem er mun hærri árstaktur en hefur sést síðasta mánuði, eða vel rúmlega 7%. Fjallað er um þróunina í nýrri Hagsjá Landsbankans en verðbólga mældist 7,2% í aprílmánuði á sama tíma og árshækkun launavísitölu mælist nú 8,5%. Þannig jókst kaupmáttur launa um 1,2% milli aprílmánaða 2021 og 2022, þrátt fyrir að mesta verðbólga mælist nú frá því í maí 2010. „Kaupmáttur í apríl var engu að síður 1,2% lægri en hann var í janúar 2022, en þá var kaupmáttur sá mesti í sögunni þannig að mikil verðbólga síðustu mánaða hefur minnkað kaupmátt töluvert. Í nýútgefinni þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar er gert ráð fyrir að kaupmáttur aukist aðeins um 0,1% milli ára að jafnaði í ár, fyrst og fremst vegna verulega aukinnar verðbólgu,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Gögnin sýni að laun hafi hækkað með svipuðum hætti á almenna markaðnum og hinum opinbera, bæði hjá ríkinu og sveitarfélögum. Laun hækka mest hjá verkafólki Laun tveggja starfsstétta skera sig úr ef litið er til launabreytinga milli febrúarmánaða 2021 og 2022. Þegar horft er til starfsstétta hækka laun verkafólks mest, eða um 9,2%, og laun þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks næst mest, um 8%. Laun annarra starfsstétta hafa hækkað í kringum 6%. „Segja má að þessar breytingar séu í takt við markmið gildandi kjarasamninga þar sem krónutöluhækkanir á lægri launum gefa meiri prósentubreytingar en á þeim hærri. Á þessu tímabili hækkaði vísitala neysluverðs um 6,2% þannig að kaupmáttur hafði annaðhvort lækkað eilítið eða staðið í stað meðal sumra hópanna,“ segir hagfræðideild Landsbankans. Ef horft er til atvinnugreina hækkuðu laun áberandi mest í veitinga- og gististarfsemi milli febrúarmánaða 2021 og 2022, eða um 11,6%. Næst mesta hækkunin var í byggingum og mannvirkjagerð og verslun og viðgerðum, eða 7,5%. Vinnumarkaður Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Þá hækkuðu flestir kauptaxtar um 10.500 krónur en hagvaxtaraukinn virkjast þegar hagvöxtur á mann nær yfir 1%. Síðustu tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,5% sem er mun hærri árstaktur en hefur sést síðasta mánuði, eða vel rúmlega 7%. Fjallað er um þróunina í nýrri Hagsjá Landsbankans en verðbólga mældist 7,2% í aprílmánuði á sama tíma og árshækkun launavísitölu mælist nú 8,5%. Þannig jókst kaupmáttur launa um 1,2% milli aprílmánaða 2021 og 2022, þrátt fyrir að mesta verðbólga mælist nú frá því í maí 2010. „Kaupmáttur í apríl var engu að síður 1,2% lægri en hann var í janúar 2022, en þá var kaupmáttur sá mesti í sögunni þannig að mikil verðbólga síðustu mánaða hefur minnkað kaupmátt töluvert. Í nýútgefinni þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar er gert ráð fyrir að kaupmáttur aukist aðeins um 0,1% milli ára að jafnaði í ár, fyrst og fremst vegna verulega aukinnar verðbólgu,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Gögnin sýni að laun hafi hækkað með svipuðum hætti á almenna markaðnum og hinum opinbera, bæði hjá ríkinu og sveitarfélögum. Laun hækka mest hjá verkafólki Laun tveggja starfsstétta skera sig úr ef litið er til launabreytinga milli febrúarmánaða 2021 og 2022. Þegar horft er til starfsstétta hækka laun verkafólks mest, eða um 9,2%, og laun þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks næst mest, um 8%. Laun annarra starfsstétta hafa hækkað í kringum 6%. „Segja má að þessar breytingar séu í takt við markmið gildandi kjarasamninga þar sem krónutöluhækkanir á lægri launum gefa meiri prósentubreytingar en á þeim hærri. Á þessu tímabili hækkaði vísitala neysluverðs um 6,2% þannig að kaupmáttur hafði annaðhvort lækkað eilítið eða staðið í stað meðal sumra hópanna,“ segir hagfræðideild Landsbankans. Ef horft er til atvinnugreina hækkuðu laun áberandi mest í veitinga- og gististarfsemi milli febrúarmánaða 2021 og 2022, eða um 11,6%. Næst mesta hækkunin var í byggingum og mannvirkjagerð og verslun og viðgerðum, eða 7,5%.
Vinnumarkaður Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira