Hvað kostar að selja fasteign? G.Andri Bergmann skrifar 24. maí 2022 10:00 Það er fagnaðarefni þegar bent er á hluti sem eru óhagstæðir neytendum og á það ekki síst við um samsetningu og fjárhæð þóknunar fasteignasala nú þegar hækkanir á fasteignaverði slá met í hverjum mánuði. Haukur Viðar Alfreðsson skrifaði áhugaverðar greinar nýverið, um þóknanir fasteignasala og hvers vegna ekki ríkti harðari samkeppni á markaði þar sem fjöldi fasteignasala er töluvert umfram fjölda íbúða á söluskrá. Margt af því sem Haukur Viðar bendir á er rétt. Verðskrár fasteignasala gefa oft ranga mynd af því verði sem greitt er fyrir þjónustuna. Hvort það er eingöngu vegna þess að uppgefin söluþóknun gefin upp án virðisaukaskatts eða vegna þess að kaupandi er rukkaður fyrir þjónustu sem seljandi er búinn að greiða fyrir skiptir svo sem ekki máli. Aðalatriðið er að benda á misræmið, bæta upplýsingar og leiðrétta verðskrár. Eitt var þó í grein Hauks Viðars sem ekki kom fram og varðar fyrirtæki sem undirritaður kemur að með virkum hætti og hvar söluþóknun er föst fjárhæð óháð söluverði eignar. En af hverju fast gjald? Svarið liggur í augum uppi því almennt er vinna við söluferlið sú sama óháð verði eignar. Því er eðlilegt að Haukur Viðar velti fyrir sér hve margir tímar fari í söluferlið, en eins og er með margt þá er það auðvitað misjafnt. En að meðaltali má segja að tímafjöldi fari sjaldan undir 10 klst. og enn sjaldnar yfir 30 klst. Því er einfalt reikningsdæmi að setja upp verðskrá sem er sanngjörn gagnvart viðskiptavininum og ætti að greiða fasteignasalanum góð og samkeppnishæf laun. Ef við gerum ráð fyrir að meðaltali 20 klst. vinnu við söluferli hverrar eignar og að útseld tímavinna sé 29.750 kr. með vsk., þá ættu sölulaun að vera samtals kr. 595.000 að meðtöldum virðisaukaskatti. Það er álit undirritaðs að það sé eðlilegt gjald fyrir jafn vandasamt verk og mikilvægt sem fasteignasala er. Auðvitað er þetta ekki tímakaupið sem fasteignasalinn fær í vasann, því af þessu gjaldi er tekið til útlagðs kostnaðar, reksturs skrifstofu og svo koma auðvitað skattar og launatengd gjöld sem við þurfum öll að greiða. Allt að einu þá sýna útreikningar að dæmið gengur vel upp miðað við þessar forsendur. Í dag er hins vegar framboðsskortur og fasteignamarkaðurinn óvenjulegur fyrir margra hluta sakir. Fjöldi starfandi fasteignasala er um og yfir fjölda virkra eigna í sölumeðferð og sölutími eigna er að meðaltali um 30 dagar. Það er því seld innan við ein eign á mánuði fyrir hvern starfandi fasteignasala á landinu og þarf varla hagfræðing til að sjá að dæmið gengur ekki upp. Það er með öðrum orðum útilokað að meðallaun fasteignasala séu mikið umfram lágmarkslaun þegar tekið hefur verið tillit til launatengdra gjalda, skatta og annarra rekstrarútgjalda. Samt er þjónustuframboð fasteignasala ótrúlega einsleitt og verðskrár svipaðar. Það er helst að þeim detti í hug að rukka viðskiptavininn um 100.000 aukalega svo sami viðskiptavinur geti „valið“ að styrkja íþróttafélag að eigin vali um sama 100 þúsund kallinn. Eðlilegra væri auðvitað að lækka verð og gefa viðskiptavininum frjálst val um í hvað sparnaðinum er eytt, eða hvort honum er yfir höfuð eytt. Samkeppnis virðist þannig frekar snúast um í hvað fasteignasalinn eyðir þóknuninni en það að lækka þóknunina og gefa viðskiptavininum val. Það að fasteignasali hafi eingöngu laun samkvæmt árangurstengdum þóknunum, eykur líkur á áhættuhegðun og býr til freistnivanda þar sem fasteignasali gæti freistast til að huga betur að eigin hag en viðskiptavina sinna. Sérstaklega á þetta við þegar markaðsaðstæður eru sem nú og umrædd eign jafnvel einu laun viðkomandi í fleiri mánuði. Flestir fasteignasalar eru sem betur fer vandað og heiðarlegt fagfólk, en vandinn er til staðar. Vandinn verður svo að áhættu þegar hver fasteignasali er að velta að meðaltali innan við 1 eign mánaðarlega. Sumir auðvitað töluvert meira en margir minna. Umræðan um þóknanir fasteignasala og öryggi þjónustunnar er því gríðarlega mikilvæg og hafi Haukur Viðar þakkir fyrir vandaða samantekt og skýra. Það er augljós skekkja á markaði sem þarf að bregðast við. Samkvæmt hagfræðinni er svarið augljóst, en einhver þarf að bjóða betur en hinir, lækka verð, bæta ferla og auka framlegð. Það er svo viðskiptavina að skoða markaðinn vel, kynna sér verðskrár og skilgreiningu þjónustunnar og velja svo það sem hentar best. Höfundur er framkvæmdastjóri Procura Home. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni þegar bent er á hluti sem eru óhagstæðir neytendum og á það ekki síst við um samsetningu og fjárhæð þóknunar fasteignasala nú þegar hækkanir á fasteignaverði slá met í hverjum mánuði. Haukur Viðar Alfreðsson skrifaði áhugaverðar greinar nýverið, um þóknanir fasteignasala og hvers vegna ekki ríkti harðari samkeppni á markaði þar sem fjöldi fasteignasala er töluvert umfram fjölda íbúða á söluskrá. Margt af því sem Haukur Viðar bendir á er rétt. Verðskrár fasteignasala gefa oft ranga mynd af því verði sem greitt er fyrir þjónustuna. Hvort það er eingöngu vegna þess að uppgefin söluþóknun gefin upp án virðisaukaskatts eða vegna þess að kaupandi er rukkaður fyrir þjónustu sem seljandi er búinn að greiða fyrir skiptir svo sem ekki máli. Aðalatriðið er að benda á misræmið, bæta upplýsingar og leiðrétta verðskrár. Eitt var þó í grein Hauks Viðars sem ekki kom fram og varðar fyrirtæki sem undirritaður kemur að með virkum hætti og hvar söluþóknun er föst fjárhæð óháð söluverði eignar. En af hverju fast gjald? Svarið liggur í augum uppi því almennt er vinna við söluferlið sú sama óháð verði eignar. Því er eðlilegt að Haukur Viðar velti fyrir sér hve margir tímar fari í söluferlið, en eins og er með margt þá er það auðvitað misjafnt. En að meðaltali má segja að tímafjöldi fari sjaldan undir 10 klst. og enn sjaldnar yfir 30 klst. Því er einfalt reikningsdæmi að setja upp verðskrá sem er sanngjörn gagnvart viðskiptavininum og ætti að greiða fasteignasalanum góð og samkeppnishæf laun. Ef við gerum ráð fyrir að meðaltali 20 klst. vinnu við söluferli hverrar eignar og að útseld tímavinna sé 29.750 kr. með vsk., þá ættu sölulaun að vera samtals kr. 595.000 að meðtöldum virðisaukaskatti. Það er álit undirritaðs að það sé eðlilegt gjald fyrir jafn vandasamt verk og mikilvægt sem fasteignasala er. Auðvitað er þetta ekki tímakaupið sem fasteignasalinn fær í vasann, því af þessu gjaldi er tekið til útlagðs kostnaðar, reksturs skrifstofu og svo koma auðvitað skattar og launatengd gjöld sem við þurfum öll að greiða. Allt að einu þá sýna útreikningar að dæmið gengur vel upp miðað við þessar forsendur. Í dag er hins vegar framboðsskortur og fasteignamarkaðurinn óvenjulegur fyrir margra hluta sakir. Fjöldi starfandi fasteignasala er um og yfir fjölda virkra eigna í sölumeðferð og sölutími eigna er að meðaltali um 30 dagar. Það er því seld innan við ein eign á mánuði fyrir hvern starfandi fasteignasala á landinu og þarf varla hagfræðing til að sjá að dæmið gengur ekki upp. Það er með öðrum orðum útilokað að meðallaun fasteignasala séu mikið umfram lágmarkslaun þegar tekið hefur verið tillit til launatengdra gjalda, skatta og annarra rekstrarútgjalda. Samt er þjónustuframboð fasteignasala ótrúlega einsleitt og verðskrár svipaðar. Það er helst að þeim detti í hug að rukka viðskiptavininn um 100.000 aukalega svo sami viðskiptavinur geti „valið“ að styrkja íþróttafélag að eigin vali um sama 100 þúsund kallinn. Eðlilegra væri auðvitað að lækka verð og gefa viðskiptavininum frjálst val um í hvað sparnaðinum er eytt, eða hvort honum er yfir höfuð eytt. Samkeppnis virðist þannig frekar snúast um í hvað fasteignasalinn eyðir þóknuninni en það að lækka þóknunina og gefa viðskiptavininum val. Það að fasteignasali hafi eingöngu laun samkvæmt árangurstengdum þóknunum, eykur líkur á áhættuhegðun og býr til freistnivanda þar sem fasteignasali gæti freistast til að huga betur að eigin hag en viðskiptavina sinna. Sérstaklega á þetta við þegar markaðsaðstæður eru sem nú og umrædd eign jafnvel einu laun viðkomandi í fleiri mánuði. Flestir fasteignasalar eru sem betur fer vandað og heiðarlegt fagfólk, en vandinn er til staðar. Vandinn verður svo að áhættu þegar hver fasteignasali er að velta að meðaltali innan við 1 eign mánaðarlega. Sumir auðvitað töluvert meira en margir minna. Umræðan um þóknanir fasteignasala og öryggi þjónustunnar er því gríðarlega mikilvæg og hafi Haukur Viðar þakkir fyrir vandaða samantekt og skýra. Það er augljós skekkja á markaði sem þarf að bregðast við. Samkvæmt hagfræðinni er svarið augljóst, en einhver þarf að bjóða betur en hinir, lækka verð, bæta ferla og auka framlegð. Það er svo viðskiptavina að skoða markaðinn vel, kynna sér verðskrár og skilgreiningu þjónustunnar og velja svo það sem hentar best. Höfundur er framkvæmdastjóri Procura Home.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun