Viðskipti innlent

Pálmi nýr for­stjóri Wedo og Anna Jóna tekur við stöðu fjár­mála­stjóra

Atli Ísleifsson skrifar
Pálmi Jónsson og Anna Jóna Aðalsteinsdóttir.
Pálmi Jónsson og Anna Jóna Aðalsteinsdóttir. Wedo

Pálmi Jónsson, sem fyrr í vetur tók við stöðu rekstrarstjóra Wedo ehf. hefur tekið við sem forstjóri Wedo ehf. Þá hefur Anna Jóna Aðalsteinsdóttir tekið við starfi fjármálstjóra félagsins. Wedo ehf er eigandi Heimkaupa, Hópkaupa og Blands.

Í tilkynningu segir að Hjalti Baldursson, sem hafi undanfarið gegnt stöðu forstjóra til bráðabirgða, og Ólafur Gauti Guðmundsson tæknistjóri hafi stýrt innviðauppbyggingu félagsins síðastliðin misseri. 

„Hjalti lætur af störfum samhliða þessum tímamótum en Ólafur Gauti mun starfa fram á sumar.

Jafnframt hefur Anna Jóna Aðalsteinsdóttir tekið við sem nýr fjármálastjóri félagsins. Tekur hún við af Valdimar Kr. Sigurðssyni.

Pálmi og Anna Jóna hafa víðtæka reynslu af smásölu og framleiðslu á Íslandi. Pálmi hefur m.a. unnið sem framkvæmdastjóri Emmessíss og Anna Jóna sem fjármálastjóri Hagkaupa,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.