Körfubolti

Heat vann leik 3 án Butler

Atli Arason skrifar
Jimmy Butler gerði átta stig í leiknum á rúmum 19 mínútum áður en hann varð að fara meiddur af velli. 
Jimmy Butler gerði átta stig í leiknum á rúmum 19 mínútum áður en hann varð að fara meiddur af velli.  Getty Images

Miami Heat vann afar öflugan sigur 6 stiga útisigur á Boston Celtics í Boston í nótt, 109-103, þrátt fyrir að hafa misst einn af sínum albestu leikmönnum, Jimmy Butler, í meiðsli í hálfleik.

Butler fór af velli vegna meiðsla í hné, meiðsli sem hafa verið að hrjá hann í gegnum tímabilið. Nýjustu fregnir vestanhafs segja þó að Butler sé fær um að spila næsta leik. Bam Adebayo steig upp í fjarveru Jimmy Butler, Adebayo gerði 31 stig, tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í leiknum í nótt.

Jaylen Brown, leikmaður Celtics, var stigahæstur í allra með 40 stig.

Heat leiddi leikinn frá upphafi til enda en Celtics náði mest að minnka muninn niður í eitt stig í stöðunni 93-92 í fjórða leikhluta sem gerði lokamínúturnar spennandi.

Leikur fjögur verður aftur í Boston annað kvöld, stuttu eftir miðnætti á íslenskum tíma.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.