Ætla að láta Musk standa við gerðan samning Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2022 20:01 Vörumerki Twitter í kauphöllinni í New York. Vísir/EPA Stjórn samfélagsmiðilsins Twitter segist ætla að láta Elon Musk standa við gerðan samning um kaup hans á miðlinum fyrir 44 milljarða dollara. Musk reynir nú að nota hlutfall gervireikninga á Twitter til að gera breytingar á samningnum eða komast undan honum. Í yfirlýsingu sem stjórn Twitter sendi Bloomberg-fréttastofunni í dag segir að hún hyggist ljúka viðskiptunum og framfylgja samrunasamningnum við Musk, eiganda rafbílaframleiðandans Tesla og geimferðafyrirtækisins SpaceX. Musk hefur undanfarna daga sagt að ekki sé hægt að ljúka viðskiptunum fyrr en botn fæst í hversu hátt hlutfall reikninga á Twitter eru yrki sem birta amapósta. Hann heldur því fram að hlutfallið sé allt að fjórfalt hærra en þau innan við 5% sem Twitter hefur sagt í tilkynningum til bandarískra yfirvalda í gegnum tíðina. Nánast frá upphafi hafa verið vangaveltur um að Musk ætlaði sér ekki að standa við kaupin og hefur yfirlýsingar hans upp á síðkasti gefið þeim byr undir báða vængi. Bloomberg segir þó að í samningnum sé ákvæði um að ef annar aðilinn hætti við þurfi hann að greiða einn milljarð dollara. Musk nægði þó ekki að greiða milljarðinn til að verða laus allra mála. Samkvæmt samningnum gæti stjórn Twitter stefnt honum til að standa við hann frekar en að greiða bætur fyrir vanefndir. Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Musk skapar enn meiri vafa um kaupin á Twitter Kaup auðkýfingsins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eru nú í lausu lofti eftir að hann byrjaði að efast um tölur stjórnenda Twitter um hversu hátt hlutfall reikninga eru gervireikningar eða yrki (e. bot). Hann vill greiða minna en tilboðið sem hann lagði fram í síðasta mánuði. 17. maí 2022 17:40 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Í yfirlýsingu sem stjórn Twitter sendi Bloomberg-fréttastofunni í dag segir að hún hyggist ljúka viðskiptunum og framfylgja samrunasamningnum við Musk, eiganda rafbílaframleiðandans Tesla og geimferðafyrirtækisins SpaceX. Musk hefur undanfarna daga sagt að ekki sé hægt að ljúka viðskiptunum fyrr en botn fæst í hversu hátt hlutfall reikninga á Twitter eru yrki sem birta amapósta. Hann heldur því fram að hlutfallið sé allt að fjórfalt hærra en þau innan við 5% sem Twitter hefur sagt í tilkynningum til bandarískra yfirvalda í gegnum tíðina. Nánast frá upphafi hafa verið vangaveltur um að Musk ætlaði sér ekki að standa við kaupin og hefur yfirlýsingar hans upp á síðkasti gefið þeim byr undir báða vængi. Bloomberg segir þó að í samningnum sé ákvæði um að ef annar aðilinn hætti við þurfi hann að greiða einn milljarð dollara. Musk nægði þó ekki að greiða milljarðinn til að verða laus allra mála. Samkvæmt samningnum gæti stjórn Twitter stefnt honum til að standa við hann frekar en að greiða bætur fyrir vanefndir.
Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Musk skapar enn meiri vafa um kaupin á Twitter Kaup auðkýfingsins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eru nú í lausu lofti eftir að hann byrjaði að efast um tölur stjórnenda Twitter um hversu hátt hlutfall reikninga eru gervireikningar eða yrki (e. bot). Hann vill greiða minna en tilboðið sem hann lagði fram í síðasta mánuði. 17. maí 2022 17:40 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Musk skapar enn meiri vafa um kaupin á Twitter Kaup auðkýfingsins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eru nú í lausu lofti eftir að hann byrjaði að efast um tölur stjórnenda Twitter um hversu hátt hlutfall reikninga eru gervireikningar eða yrki (e. bot). Hann vill greiða minna en tilboðið sem hann lagði fram í síðasta mánuði. 17. maí 2022 17:40