Hugvíkkandi lyf eru flugbeitt verkfæri Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 10. maí 2022 15:02 Í Kompás þætti gærkvöldsins var fjallað um það ofbeldi sem þrífst innan andlega heimsins svokallaða hér á landi, nánar tiltekið þeim kima hans sem hefur með shamanisma og hugvíkkandi lyf að gera. Umfjöllunin rímar við ýmislegt sem ég, sem starfandi sálfræðingur, hef heyrt af reynslu fólks sem sótt hefur í þennan heim. Það fylgir auðvitað ekki aðeins hugvíkkandi samfélaginu að fólk sem vilji drottna yfir öðrum sækist þangað. Í öllum geirum andlegrar vinnu má finna fólk í viðkvæmri stöðu, fólk sem leitar sér hjálpar og fólk sem leitar að aðdáun. Hvað þetta varðar er opinbera kerfið ekki undanskilið. Munurinn hins vegar á opinbera kerfinu og því sem þrífst undir yfirborðinu er að í opinbera kerfinu eru ferlar sem grípa þig ef fagmennsku er ábótavant eða farið yfir viðeigandi mörk. Hægt er að tilkynna misgjörðir til yfirvalda, kæra ákvarðanir og fara fram á að aðilar séu dregnir til ábyrgðar. Sama hvar gripið er niður í lækninga- og sjálfshjálpargeirans þá er valdamisræmið á milli meðferðaraðila og skjólstæðings gífurlegt. Ef meðferðaraðili hefur ekki rétta þjálfun, og hefur ekki sinnt eigin sjálfsvinnu, er margt sem getur farið úrskeiðis, oft enginn annar til frásagnar og meðferðaraðilinn sá sem “veit best” og hefur yfirhöndina í samskiptum. Þetta er hættuleg blanda, og sérstaklega þegar inn í jöfnuna er búið að bæta við flugbeittum verkfærum (s.s. hugvíkkandi lyfjum) sem fella gjörsamlega niður allar varnir einstaklings, og ekkert regluverk er til staðar til að grípa fólks sem lendir í því að farið sé yfir mörk þess á einhvern hátt. Möguleikinn á óafturkræfum skaða eykst á veldishraða. Það er grafalvarlegt mál að fólk sem ekki hefur rétta þjálfun og þekkingu sé að bjóða upp á þessa þjónustu fyrir veikt fólk. Það er því miður ekki hægt að taka viljann fyrir verkið, ekki frekar heldur en ef verið væri að bjóða upp á uppskurði í góðri trú. Hugvíkkandi lyf eru flugbeitt verkfæri og fólk verður að þekkja sín takmörk. Hér þurfa hins vegar yfirvöld að grípa inn í og setja ramma utan um notkun efnanna, því eins og staðan er í dag er ekkert lát á eftirspurn eftir þessari reynslu – og lái enginn því fólki þegar geðheilbrigðiskerfið er eins og það er. Ein af ástæðum þess að ég setti saman námskeiðið Stuðningsnámskeið fyrir ferðalanga er einmitt sú að ég vil gefa fólki sem stefnir á þessa vegferð verkfæri til þess að geta valið sína meðferðaraðila af kostgæfni. Þar fer ég yfir alls kyns áhættur, kosti og galla sem þarf að hafa í huga við undirbúning og val á meðferðaraðila. Námskeiðin eru einungis leiðbeinandi fræðslunámskeið. Við veitum ekki hugvíkkandi meðferð. Við hvetjum ekki til notkunar á hugvíkkandi lyfjum. Markhópurinn er fólk sem hefur ákveðið af eigin frumkvæði að fara þessa leið. Við hjálpum fólki ekki að nálgast hugvíkkandi lyf. Við vísum ekki í hugvíkkandi meðferð. Við umgöngumst ekki lyfin, né höfum þau nokkurs staðar í nálægð við okkur. Það sannast þó, hér sem annars staðar, að fræðsla er stór hluti af skaðaminnkun, og ég mæli því með að þau sem eru að hugsa um að fara í gegnum þá reynslu sem hugvíkkandi ferðalag er, komi á námskeið hjá mér, læri að þekkja rauðu flöggin og upplýsi sig almennilega um hvað þau eru að stefna á. Það er nefnilega þannig að á sama tíma og það er satt að við mannfólk höfum verið að lækna hvort annað án prófgráða síðan áður en við urðum að homo sapiens, þá er það LÍKA þannig að í breyttri samfélagsgerð frá því sem er okkur eðlislægt, eru alls kyns flókin sálmein sem ekki ætti að krukka í nema hafa til þess viðeigandi þekkingu og reynslu. Sérstaklega ekki undir áhrifum efna sem strippa fólk algjörlega af vörnum sínum. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugvíkkandi efni Kompás Lilja Sif Þorsteinsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Í Kompás þætti gærkvöldsins var fjallað um það ofbeldi sem þrífst innan andlega heimsins svokallaða hér á landi, nánar tiltekið þeim kima hans sem hefur með shamanisma og hugvíkkandi lyf að gera. Umfjöllunin rímar við ýmislegt sem ég, sem starfandi sálfræðingur, hef heyrt af reynslu fólks sem sótt hefur í þennan heim. Það fylgir auðvitað ekki aðeins hugvíkkandi samfélaginu að fólk sem vilji drottna yfir öðrum sækist þangað. Í öllum geirum andlegrar vinnu má finna fólk í viðkvæmri stöðu, fólk sem leitar sér hjálpar og fólk sem leitar að aðdáun. Hvað þetta varðar er opinbera kerfið ekki undanskilið. Munurinn hins vegar á opinbera kerfinu og því sem þrífst undir yfirborðinu er að í opinbera kerfinu eru ferlar sem grípa þig ef fagmennsku er ábótavant eða farið yfir viðeigandi mörk. Hægt er að tilkynna misgjörðir til yfirvalda, kæra ákvarðanir og fara fram á að aðilar séu dregnir til ábyrgðar. Sama hvar gripið er niður í lækninga- og sjálfshjálpargeirans þá er valdamisræmið á milli meðferðaraðila og skjólstæðings gífurlegt. Ef meðferðaraðili hefur ekki rétta þjálfun, og hefur ekki sinnt eigin sjálfsvinnu, er margt sem getur farið úrskeiðis, oft enginn annar til frásagnar og meðferðaraðilinn sá sem “veit best” og hefur yfirhöndina í samskiptum. Þetta er hættuleg blanda, og sérstaklega þegar inn í jöfnuna er búið að bæta við flugbeittum verkfærum (s.s. hugvíkkandi lyfjum) sem fella gjörsamlega niður allar varnir einstaklings, og ekkert regluverk er til staðar til að grípa fólks sem lendir í því að farið sé yfir mörk þess á einhvern hátt. Möguleikinn á óafturkræfum skaða eykst á veldishraða. Það er grafalvarlegt mál að fólk sem ekki hefur rétta þjálfun og þekkingu sé að bjóða upp á þessa þjónustu fyrir veikt fólk. Það er því miður ekki hægt að taka viljann fyrir verkið, ekki frekar heldur en ef verið væri að bjóða upp á uppskurði í góðri trú. Hugvíkkandi lyf eru flugbeitt verkfæri og fólk verður að þekkja sín takmörk. Hér þurfa hins vegar yfirvöld að grípa inn í og setja ramma utan um notkun efnanna, því eins og staðan er í dag er ekkert lát á eftirspurn eftir þessari reynslu – og lái enginn því fólki þegar geðheilbrigðiskerfið er eins og það er. Ein af ástæðum þess að ég setti saman námskeiðið Stuðningsnámskeið fyrir ferðalanga er einmitt sú að ég vil gefa fólki sem stefnir á þessa vegferð verkfæri til þess að geta valið sína meðferðaraðila af kostgæfni. Þar fer ég yfir alls kyns áhættur, kosti og galla sem þarf að hafa í huga við undirbúning og val á meðferðaraðila. Námskeiðin eru einungis leiðbeinandi fræðslunámskeið. Við veitum ekki hugvíkkandi meðferð. Við hvetjum ekki til notkunar á hugvíkkandi lyfjum. Markhópurinn er fólk sem hefur ákveðið af eigin frumkvæði að fara þessa leið. Við hjálpum fólki ekki að nálgast hugvíkkandi lyf. Við vísum ekki í hugvíkkandi meðferð. Við umgöngumst ekki lyfin, né höfum þau nokkurs staðar í nálægð við okkur. Það sannast þó, hér sem annars staðar, að fræðsla er stór hluti af skaðaminnkun, og ég mæli því með að þau sem eru að hugsa um að fara í gegnum þá reynslu sem hugvíkkandi ferðalag er, komi á námskeið hjá mér, læri að þekkja rauðu flöggin og upplýsi sig almennilega um hvað þau eru að stefna á. Það er nefnilega þannig að á sama tíma og það er satt að við mannfólk höfum verið að lækna hvort annað án prófgráða síðan áður en við urðum að homo sapiens, þá er það LÍKA þannig að í breyttri samfélagsgerð frá því sem er okkur eðlislægt, eru alls kyns flókin sálmein sem ekki ætti að krukka í nema hafa til þess viðeigandi þekkingu og reynslu. Sérstaklega ekki undir áhrifum efna sem strippa fólk algjörlega af vörnum sínum. Höfundur er sálfræðingur.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun