Hugvíkkandi lyf eru flugbeitt verkfæri Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 10. maí 2022 15:02 Í Kompás þætti gærkvöldsins var fjallað um það ofbeldi sem þrífst innan andlega heimsins svokallaða hér á landi, nánar tiltekið þeim kima hans sem hefur með shamanisma og hugvíkkandi lyf að gera. Umfjöllunin rímar við ýmislegt sem ég, sem starfandi sálfræðingur, hef heyrt af reynslu fólks sem sótt hefur í þennan heim. Það fylgir auðvitað ekki aðeins hugvíkkandi samfélaginu að fólk sem vilji drottna yfir öðrum sækist þangað. Í öllum geirum andlegrar vinnu má finna fólk í viðkvæmri stöðu, fólk sem leitar sér hjálpar og fólk sem leitar að aðdáun. Hvað þetta varðar er opinbera kerfið ekki undanskilið. Munurinn hins vegar á opinbera kerfinu og því sem þrífst undir yfirborðinu er að í opinbera kerfinu eru ferlar sem grípa þig ef fagmennsku er ábótavant eða farið yfir viðeigandi mörk. Hægt er að tilkynna misgjörðir til yfirvalda, kæra ákvarðanir og fara fram á að aðilar séu dregnir til ábyrgðar. Sama hvar gripið er niður í lækninga- og sjálfshjálpargeirans þá er valdamisræmið á milli meðferðaraðila og skjólstæðings gífurlegt. Ef meðferðaraðili hefur ekki rétta þjálfun, og hefur ekki sinnt eigin sjálfsvinnu, er margt sem getur farið úrskeiðis, oft enginn annar til frásagnar og meðferðaraðilinn sá sem “veit best” og hefur yfirhöndina í samskiptum. Þetta er hættuleg blanda, og sérstaklega þegar inn í jöfnuna er búið að bæta við flugbeittum verkfærum (s.s. hugvíkkandi lyfjum) sem fella gjörsamlega niður allar varnir einstaklings, og ekkert regluverk er til staðar til að grípa fólks sem lendir í því að farið sé yfir mörk þess á einhvern hátt. Möguleikinn á óafturkræfum skaða eykst á veldishraða. Það er grafalvarlegt mál að fólk sem ekki hefur rétta þjálfun og þekkingu sé að bjóða upp á þessa þjónustu fyrir veikt fólk. Það er því miður ekki hægt að taka viljann fyrir verkið, ekki frekar heldur en ef verið væri að bjóða upp á uppskurði í góðri trú. Hugvíkkandi lyf eru flugbeitt verkfæri og fólk verður að þekkja sín takmörk. Hér þurfa hins vegar yfirvöld að grípa inn í og setja ramma utan um notkun efnanna, því eins og staðan er í dag er ekkert lát á eftirspurn eftir þessari reynslu – og lái enginn því fólki þegar geðheilbrigðiskerfið er eins og það er. Ein af ástæðum þess að ég setti saman námskeiðið Stuðningsnámskeið fyrir ferðalanga er einmitt sú að ég vil gefa fólki sem stefnir á þessa vegferð verkfæri til þess að geta valið sína meðferðaraðila af kostgæfni. Þar fer ég yfir alls kyns áhættur, kosti og galla sem þarf að hafa í huga við undirbúning og val á meðferðaraðila. Námskeiðin eru einungis leiðbeinandi fræðslunámskeið. Við veitum ekki hugvíkkandi meðferð. Við hvetjum ekki til notkunar á hugvíkkandi lyfjum. Markhópurinn er fólk sem hefur ákveðið af eigin frumkvæði að fara þessa leið. Við hjálpum fólki ekki að nálgast hugvíkkandi lyf. Við vísum ekki í hugvíkkandi meðferð. Við umgöngumst ekki lyfin, né höfum þau nokkurs staðar í nálægð við okkur. Það sannast þó, hér sem annars staðar, að fræðsla er stór hluti af skaðaminnkun, og ég mæli því með að þau sem eru að hugsa um að fara í gegnum þá reynslu sem hugvíkkandi ferðalag er, komi á námskeið hjá mér, læri að þekkja rauðu flöggin og upplýsi sig almennilega um hvað þau eru að stefna á. Það er nefnilega þannig að á sama tíma og það er satt að við mannfólk höfum verið að lækna hvort annað án prófgráða síðan áður en við urðum að homo sapiens, þá er það LÍKA þannig að í breyttri samfélagsgerð frá því sem er okkur eðlislægt, eru alls kyns flókin sálmein sem ekki ætti að krukka í nema hafa til þess viðeigandi þekkingu og reynslu. Sérstaklega ekki undir áhrifum efna sem strippa fólk algjörlega af vörnum sínum. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugvíkkandi efni Kompás Lilja Sif Þorsteinsdóttir Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Í Kompás þætti gærkvöldsins var fjallað um það ofbeldi sem þrífst innan andlega heimsins svokallaða hér á landi, nánar tiltekið þeim kima hans sem hefur með shamanisma og hugvíkkandi lyf að gera. Umfjöllunin rímar við ýmislegt sem ég, sem starfandi sálfræðingur, hef heyrt af reynslu fólks sem sótt hefur í þennan heim. Það fylgir auðvitað ekki aðeins hugvíkkandi samfélaginu að fólk sem vilji drottna yfir öðrum sækist þangað. Í öllum geirum andlegrar vinnu má finna fólk í viðkvæmri stöðu, fólk sem leitar sér hjálpar og fólk sem leitar að aðdáun. Hvað þetta varðar er opinbera kerfið ekki undanskilið. Munurinn hins vegar á opinbera kerfinu og því sem þrífst undir yfirborðinu er að í opinbera kerfinu eru ferlar sem grípa þig ef fagmennsku er ábótavant eða farið yfir viðeigandi mörk. Hægt er að tilkynna misgjörðir til yfirvalda, kæra ákvarðanir og fara fram á að aðilar séu dregnir til ábyrgðar. Sama hvar gripið er niður í lækninga- og sjálfshjálpargeirans þá er valdamisræmið á milli meðferðaraðila og skjólstæðings gífurlegt. Ef meðferðaraðili hefur ekki rétta þjálfun, og hefur ekki sinnt eigin sjálfsvinnu, er margt sem getur farið úrskeiðis, oft enginn annar til frásagnar og meðferðaraðilinn sá sem “veit best” og hefur yfirhöndina í samskiptum. Þetta er hættuleg blanda, og sérstaklega þegar inn í jöfnuna er búið að bæta við flugbeittum verkfærum (s.s. hugvíkkandi lyfjum) sem fella gjörsamlega niður allar varnir einstaklings, og ekkert regluverk er til staðar til að grípa fólks sem lendir í því að farið sé yfir mörk þess á einhvern hátt. Möguleikinn á óafturkræfum skaða eykst á veldishraða. Það er grafalvarlegt mál að fólk sem ekki hefur rétta þjálfun og þekkingu sé að bjóða upp á þessa þjónustu fyrir veikt fólk. Það er því miður ekki hægt að taka viljann fyrir verkið, ekki frekar heldur en ef verið væri að bjóða upp á uppskurði í góðri trú. Hugvíkkandi lyf eru flugbeitt verkfæri og fólk verður að þekkja sín takmörk. Hér þurfa hins vegar yfirvöld að grípa inn í og setja ramma utan um notkun efnanna, því eins og staðan er í dag er ekkert lát á eftirspurn eftir þessari reynslu – og lái enginn því fólki þegar geðheilbrigðiskerfið er eins og það er. Ein af ástæðum þess að ég setti saman námskeiðið Stuðningsnámskeið fyrir ferðalanga er einmitt sú að ég vil gefa fólki sem stefnir á þessa vegferð verkfæri til þess að geta valið sína meðferðaraðila af kostgæfni. Þar fer ég yfir alls kyns áhættur, kosti og galla sem þarf að hafa í huga við undirbúning og val á meðferðaraðila. Námskeiðin eru einungis leiðbeinandi fræðslunámskeið. Við veitum ekki hugvíkkandi meðferð. Við hvetjum ekki til notkunar á hugvíkkandi lyfjum. Markhópurinn er fólk sem hefur ákveðið af eigin frumkvæði að fara þessa leið. Við hjálpum fólki ekki að nálgast hugvíkkandi lyf. Við vísum ekki í hugvíkkandi meðferð. Við umgöngumst ekki lyfin, né höfum þau nokkurs staðar í nálægð við okkur. Það sannast þó, hér sem annars staðar, að fræðsla er stór hluti af skaðaminnkun, og ég mæli því með að þau sem eru að hugsa um að fara í gegnum þá reynslu sem hugvíkkandi ferðalag er, komi á námskeið hjá mér, læri að þekkja rauðu flöggin og upplýsi sig almennilega um hvað þau eru að stefna á. Það er nefnilega þannig að á sama tíma og það er satt að við mannfólk höfum verið að lækna hvort annað án prófgráða síðan áður en við urðum að homo sapiens, þá er það LÍKA þannig að í breyttri samfélagsgerð frá því sem er okkur eðlislægt, eru alls kyns flókin sálmein sem ekki ætti að krukka í nema hafa til þess viðeigandi þekkingu og reynslu. Sérstaklega ekki undir áhrifum efna sem strippa fólk algjörlega af vörnum sínum. Höfundur er sálfræðingur.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun