Stöndum vörð um velferð allra Elsa María Guðmundsdóttir skrifar 10. maí 2022 09:45 Eitt stærsta verkefni á borði sveitarfélaga eru velferðarmál. Velferð, vellíðan og mannréttindi allra einstaklinga eru forgangsmál sem Samfylkingin mun halda áfram að beita sér sérstaklega fyrir. Málaflokkur fólks með fjölþættar stuðningsþarfir heyrir nú undir sameinað velferðarsvið Akureyrarbæjar, var áður tvískipt í búsetu- og fjölskyldusvið. Sameiningin var gerð með það fyrir augum að bæta þjónustu sviðsins. Mikil þróun og vinna hefur farið fram allt frá því að málaflokkurinn var færður alfarið yfir til sveitarfélaganna árið 2011 og ljóst er að margt hefur áunnist. Stærsta áskorunin er þó sú að málefni fatlaðs fólks hafa verið vanfjármögnuð af hendi ríkisins frá upphafi og samkvæmt Sigurði Snævarr, hagfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í grein í Fréttablaðinu frá 7.5.2022, þá er það stærsta úrlausnarefni í fjármálum sveitarfélaga. Samfylkingin hefur veitt forstöðu í velferðarráði þar sem mörg þörf og brýn mál hafa fengið farsæla niðurstöðu en ýmislegt er þó ógert. Gerð var úttekt á fjölmörgum þáttum þjónustunnar og nú er unnið að úrbótum á meirihluta þeirra atriða sem þar komu fram. Eitt stærsta úrlausnarefni á komandi árum eru húsnæðismál, en í því samhengi var unnin skýrsla til að meta framtíðarþörf og afar brýnt er og algjört forgangsmál að hraða þeim framkvæmdum til að stytta tíma á biðlistum og koma þaki yfir þau sem nú þegar bíða. Til þess að það geti orðið að veruleika þarf skýra forgangsröðun, raunhæfa fjárhagsáætlun og samstillt átak þeirra flokka sem munu koma að málum eftir kosningar. Samfylkingin mun beita sér sérstaklega í fyrrgreindum þáttum til farsælla lausna. Þörfin fyrir fjölbreytni í dagþjónustu fyrir fólk með fjölþættar stuðningsþarfir er einnig mikil. Á Akureyri er unnið afar faglegt og fjölbreytt starf í Skógarlundi, miðstöð virkni og hæfingar, en húsnæðið er of lítið og kanna þarf möguleika á stækkun til að koma enn frekar til móts við þennan hóp. Á Plastiðjuna Bjarg sækir einnig þjónustu stór hópur fólks með skerta vinnugetu og mikilvægt er að standa vörð um þá starfsemi. Einnig þarf að skoða sérstaklega þau tilboð sem Akureyrarbær stendur að yfir sumartímann , t.d. sumarvinna með stuðningi fyrir ungmenni og kanna þarf möguleika á sumardvöl fyrir þennan hóp. Ein stærsta áskorun næsta kjörtímabils verður því að viðhalda góðri þjónustu við fólk með fjölþættar stuðningsþarfir, bæta í þar sem nauðsynlegt er og leita allra leiða til að sækja aukið fjármagn til ríkisins. Leiðarljós Samfylkingarinnar í bæjarstjórn verður ávallt að standa sem best vörð um lögbundið hlutverk sitt með mannréttindi og velferð allra í huga. Höfundur er kennari og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Eitt stærsta verkefni á borði sveitarfélaga eru velferðarmál. Velferð, vellíðan og mannréttindi allra einstaklinga eru forgangsmál sem Samfylkingin mun halda áfram að beita sér sérstaklega fyrir. Málaflokkur fólks með fjölþættar stuðningsþarfir heyrir nú undir sameinað velferðarsvið Akureyrarbæjar, var áður tvískipt í búsetu- og fjölskyldusvið. Sameiningin var gerð með það fyrir augum að bæta þjónustu sviðsins. Mikil þróun og vinna hefur farið fram allt frá því að málaflokkurinn var færður alfarið yfir til sveitarfélaganna árið 2011 og ljóst er að margt hefur áunnist. Stærsta áskorunin er þó sú að málefni fatlaðs fólks hafa verið vanfjármögnuð af hendi ríkisins frá upphafi og samkvæmt Sigurði Snævarr, hagfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í grein í Fréttablaðinu frá 7.5.2022, þá er það stærsta úrlausnarefni í fjármálum sveitarfélaga. Samfylkingin hefur veitt forstöðu í velferðarráði þar sem mörg þörf og brýn mál hafa fengið farsæla niðurstöðu en ýmislegt er þó ógert. Gerð var úttekt á fjölmörgum þáttum þjónustunnar og nú er unnið að úrbótum á meirihluta þeirra atriða sem þar komu fram. Eitt stærsta úrlausnarefni á komandi árum eru húsnæðismál, en í því samhengi var unnin skýrsla til að meta framtíðarþörf og afar brýnt er og algjört forgangsmál að hraða þeim framkvæmdum til að stytta tíma á biðlistum og koma þaki yfir þau sem nú þegar bíða. Til þess að það geti orðið að veruleika þarf skýra forgangsröðun, raunhæfa fjárhagsáætlun og samstillt átak þeirra flokka sem munu koma að málum eftir kosningar. Samfylkingin mun beita sér sérstaklega í fyrrgreindum þáttum til farsælla lausna. Þörfin fyrir fjölbreytni í dagþjónustu fyrir fólk með fjölþættar stuðningsþarfir er einnig mikil. Á Akureyri er unnið afar faglegt og fjölbreytt starf í Skógarlundi, miðstöð virkni og hæfingar, en húsnæðið er of lítið og kanna þarf möguleika á stækkun til að koma enn frekar til móts við þennan hóp. Á Plastiðjuna Bjarg sækir einnig þjónustu stór hópur fólks með skerta vinnugetu og mikilvægt er að standa vörð um þá starfsemi. Einnig þarf að skoða sérstaklega þau tilboð sem Akureyrarbær stendur að yfir sumartímann , t.d. sumarvinna með stuðningi fyrir ungmenni og kanna þarf möguleika á sumardvöl fyrir þennan hóp. Ein stærsta áskorun næsta kjörtímabils verður því að viðhalda góðri þjónustu við fólk með fjölþættar stuðningsþarfir, bæta í þar sem nauðsynlegt er og leita allra leiða til að sækja aukið fjármagn til ríkisins. Leiðarljós Samfylkingarinnar í bæjarstjórn verður ávallt að standa sem best vörð um lögbundið hlutverk sitt með mannréttindi og velferð allra í huga. Höfundur er kennari og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun