Stöndum vörð um velferð allra Elsa María Guðmundsdóttir skrifar 10. maí 2022 09:45 Eitt stærsta verkefni á borði sveitarfélaga eru velferðarmál. Velferð, vellíðan og mannréttindi allra einstaklinga eru forgangsmál sem Samfylkingin mun halda áfram að beita sér sérstaklega fyrir. Málaflokkur fólks með fjölþættar stuðningsþarfir heyrir nú undir sameinað velferðarsvið Akureyrarbæjar, var áður tvískipt í búsetu- og fjölskyldusvið. Sameiningin var gerð með það fyrir augum að bæta þjónustu sviðsins. Mikil þróun og vinna hefur farið fram allt frá því að málaflokkurinn var færður alfarið yfir til sveitarfélaganna árið 2011 og ljóst er að margt hefur áunnist. Stærsta áskorunin er þó sú að málefni fatlaðs fólks hafa verið vanfjármögnuð af hendi ríkisins frá upphafi og samkvæmt Sigurði Snævarr, hagfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í grein í Fréttablaðinu frá 7.5.2022, þá er það stærsta úrlausnarefni í fjármálum sveitarfélaga. Samfylkingin hefur veitt forstöðu í velferðarráði þar sem mörg þörf og brýn mál hafa fengið farsæla niðurstöðu en ýmislegt er þó ógert. Gerð var úttekt á fjölmörgum þáttum þjónustunnar og nú er unnið að úrbótum á meirihluta þeirra atriða sem þar komu fram. Eitt stærsta úrlausnarefni á komandi árum eru húsnæðismál, en í því samhengi var unnin skýrsla til að meta framtíðarþörf og afar brýnt er og algjört forgangsmál að hraða þeim framkvæmdum til að stytta tíma á biðlistum og koma þaki yfir þau sem nú þegar bíða. Til þess að það geti orðið að veruleika þarf skýra forgangsröðun, raunhæfa fjárhagsáætlun og samstillt átak þeirra flokka sem munu koma að málum eftir kosningar. Samfylkingin mun beita sér sérstaklega í fyrrgreindum þáttum til farsælla lausna. Þörfin fyrir fjölbreytni í dagþjónustu fyrir fólk með fjölþættar stuðningsþarfir er einnig mikil. Á Akureyri er unnið afar faglegt og fjölbreytt starf í Skógarlundi, miðstöð virkni og hæfingar, en húsnæðið er of lítið og kanna þarf möguleika á stækkun til að koma enn frekar til móts við þennan hóp. Á Plastiðjuna Bjarg sækir einnig þjónustu stór hópur fólks með skerta vinnugetu og mikilvægt er að standa vörð um þá starfsemi. Einnig þarf að skoða sérstaklega þau tilboð sem Akureyrarbær stendur að yfir sumartímann , t.d. sumarvinna með stuðningi fyrir ungmenni og kanna þarf möguleika á sumardvöl fyrir þennan hóp. Ein stærsta áskorun næsta kjörtímabils verður því að viðhalda góðri þjónustu við fólk með fjölþættar stuðningsþarfir, bæta í þar sem nauðsynlegt er og leita allra leiða til að sækja aukið fjármagn til ríkisins. Leiðarljós Samfylkingarinnar í bæjarstjórn verður ávallt að standa sem best vörð um lögbundið hlutverk sitt með mannréttindi og velferð allra í huga. Höfundur er kennari og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Eitt stærsta verkefni á borði sveitarfélaga eru velferðarmál. Velferð, vellíðan og mannréttindi allra einstaklinga eru forgangsmál sem Samfylkingin mun halda áfram að beita sér sérstaklega fyrir. Málaflokkur fólks með fjölþættar stuðningsþarfir heyrir nú undir sameinað velferðarsvið Akureyrarbæjar, var áður tvískipt í búsetu- og fjölskyldusvið. Sameiningin var gerð með það fyrir augum að bæta þjónustu sviðsins. Mikil þróun og vinna hefur farið fram allt frá því að málaflokkurinn var færður alfarið yfir til sveitarfélaganna árið 2011 og ljóst er að margt hefur áunnist. Stærsta áskorunin er þó sú að málefni fatlaðs fólks hafa verið vanfjármögnuð af hendi ríkisins frá upphafi og samkvæmt Sigurði Snævarr, hagfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í grein í Fréttablaðinu frá 7.5.2022, þá er það stærsta úrlausnarefni í fjármálum sveitarfélaga. Samfylkingin hefur veitt forstöðu í velferðarráði þar sem mörg þörf og brýn mál hafa fengið farsæla niðurstöðu en ýmislegt er þó ógert. Gerð var úttekt á fjölmörgum þáttum þjónustunnar og nú er unnið að úrbótum á meirihluta þeirra atriða sem þar komu fram. Eitt stærsta úrlausnarefni á komandi árum eru húsnæðismál, en í því samhengi var unnin skýrsla til að meta framtíðarþörf og afar brýnt er og algjört forgangsmál að hraða þeim framkvæmdum til að stytta tíma á biðlistum og koma þaki yfir þau sem nú þegar bíða. Til þess að það geti orðið að veruleika þarf skýra forgangsröðun, raunhæfa fjárhagsáætlun og samstillt átak þeirra flokka sem munu koma að málum eftir kosningar. Samfylkingin mun beita sér sérstaklega í fyrrgreindum þáttum til farsælla lausna. Þörfin fyrir fjölbreytni í dagþjónustu fyrir fólk með fjölþættar stuðningsþarfir er einnig mikil. Á Akureyri er unnið afar faglegt og fjölbreytt starf í Skógarlundi, miðstöð virkni og hæfingar, en húsnæðið er of lítið og kanna þarf möguleika á stækkun til að koma enn frekar til móts við þennan hóp. Á Plastiðjuna Bjarg sækir einnig þjónustu stór hópur fólks með skerta vinnugetu og mikilvægt er að standa vörð um þá starfsemi. Einnig þarf að skoða sérstaklega þau tilboð sem Akureyrarbær stendur að yfir sumartímann , t.d. sumarvinna með stuðningi fyrir ungmenni og kanna þarf möguleika á sumardvöl fyrir þennan hóp. Ein stærsta áskorun næsta kjörtímabils verður því að viðhalda góðri þjónustu við fólk með fjölþættar stuðningsþarfir, bæta í þar sem nauðsynlegt er og leita allra leiða til að sækja aukið fjármagn til ríkisins. Leiðarljós Samfylkingarinnar í bæjarstjórn verður ávallt að standa sem best vörð um lögbundið hlutverk sitt með mannréttindi og velferð allra í huga. Höfundur er kennari og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun