Er Reykjavík græn borg? Ómar Már Jónsson skrifar 9. maí 2022 09:01 Það er eðlilegt að menn spyrji sig að þessu nú þegar miklar samfélagsbreytingar eru að eiga sér stað í umhverfismálum. Það hefur aldrei verið eins mikilvægt fyrir stjórnvöld, sveitarfélög, íbúa og fyrirtæki að taka þátt í og skilja þá þróun sem nú er að eiga sér stað. Ríkisstjórn Íslands hefur skuldbundið sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sett hefur verið fram aðgerðaáætlun sem helsta tæki stjórnvalda til að tryggja að Ísland nái markmiðum Parísarsamningsins til 2030 og markmiðum ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi árið 2040. Um er að ræða víðtækt og metnaðarfullt verkefni, því losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisbinding varðar flestar atvinnugreinar, orkumál, byggingar, samgöngur, landnotkun, neyslu o.fl. Því til viðbótar ætla stjórnvöld að ganga enn lengra í átt að sjálfbærri framtíð. Reykjavíkurborg þarf að sýna fyrirhyggju og vera í farabroddi til að ná þeim markmiðum sem henni ber í umhverfismálum og einnig í átt að sjálfbærni, hvort sem það er fjárhagsleg- eða umhverfis sjálfbærni. Það þarf margt að breytast hjá borginni Það þarf að endurskoða allan rekstur hennar með umhverfismál og sjálfbærni að leiðarljósi. Jafnframt þarf að leggja mun meiri áherslu á umhverfisvænni húsabyggingar þar sem markmiðið á að vera að kolefnisspor hverrar húseiningar sé sem minnst í samanburði við það besta sem þekkist. Það eru til lausnir Til að ná markmiðum stjórnvalda í loftlagsmálum og í sjálfbærni þarf m.a. að stórefla skógrækt í borgarlandinu í samræmi við aðalskipulag. Tré meðfram umferðaræðum eru einnig mikilvæg til að vinna gegn svifryki. Jafnframt er það forgangsmál að hraða orkuskiptum í samgöngum með áherslu á bíla í eigu borgarsjóðs og að hafnir borgarinnar vinni að rafvæðingu. Styðja þarf mun betur við deilihagkerfi samgöngumáta sem er í mikilli þróun og mun minnka verulega kolefnislosun. Til að teljast sjálfbær borg, þarf átak í sorpmálum og stöðva urðun sorps. Vinna skal að því í samráði við stjórnvöld og sveitarfélög að koma upp hátækni sorpstöð sem tekur allan úrgang sem ekki er hægt að endurnýta eins og Miðflokkurinn hefur lengi talað fyrir. Miðflokkurinn mun beita sér fyrir því að standa vörð um græn og opin svæði borgarinnar og fjölga göngustígum og brautum fyrir hjólreiðafólk. Við munum styðja kröftuglega við umhverfisvænni nýsköpun á öllum sviðum og skapa aukna hvata fyrir fyrirtæki í Reykjavík til að endurnýta aukaafurðir og hráefni sem falla til við rekstur þeirra. Þannig getur Reykjavík unnið að því að verða græn og sjálfbær borg. Setjum X við M og förum í alvöru átak í grænu lausnunum. Höfundur er oddviti X-M til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Már Jónsson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Sjá meira
Það er eðlilegt að menn spyrji sig að þessu nú þegar miklar samfélagsbreytingar eru að eiga sér stað í umhverfismálum. Það hefur aldrei verið eins mikilvægt fyrir stjórnvöld, sveitarfélög, íbúa og fyrirtæki að taka þátt í og skilja þá þróun sem nú er að eiga sér stað. Ríkisstjórn Íslands hefur skuldbundið sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sett hefur verið fram aðgerðaáætlun sem helsta tæki stjórnvalda til að tryggja að Ísland nái markmiðum Parísarsamningsins til 2030 og markmiðum ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi árið 2040. Um er að ræða víðtækt og metnaðarfullt verkefni, því losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisbinding varðar flestar atvinnugreinar, orkumál, byggingar, samgöngur, landnotkun, neyslu o.fl. Því til viðbótar ætla stjórnvöld að ganga enn lengra í átt að sjálfbærri framtíð. Reykjavíkurborg þarf að sýna fyrirhyggju og vera í farabroddi til að ná þeim markmiðum sem henni ber í umhverfismálum og einnig í átt að sjálfbærni, hvort sem það er fjárhagsleg- eða umhverfis sjálfbærni. Það þarf margt að breytast hjá borginni Það þarf að endurskoða allan rekstur hennar með umhverfismál og sjálfbærni að leiðarljósi. Jafnframt þarf að leggja mun meiri áherslu á umhverfisvænni húsabyggingar þar sem markmiðið á að vera að kolefnisspor hverrar húseiningar sé sem minnst í samanburði við það besta sem þekkist. Það eru til lausnir Til að ná markmiðum stjórnvalda í loftlagsmálum og í sjálfbærni þarf m.a. að stórefla skógrækt í borgarlandinu í samræmi við aðalskipulag. Tré meðfram umferðaræðum eru einnig mikilvæg til að vinna gegn svifryki. Jafnframt er það forgangsmál að hraða orkuskiptum í samgöngum með áherslu á bíla í eigu borgarsjóðs og að hafnir borgarinnar vinni að rafvæðingu. Styðja þarf mun betur við deilihagkerfi samgöngumáta sem er í mikilli þróun og mun minnka verulega kolefnislosun. Til að teljast sjálfbær borg, þarf átak í sorpmálum og stöðva urðun sorps. Vinna skal að því í samráði við stjórnvöld og sveitarfélög að koma upp hátækni sorpstöð sem tekur allan úrgang sem ekki er hægt að endurnýta eins og Miðflokkurinn hefur lengi talað fyrir. Miðflokkurinn mun beita sér fyrir því að standa vörð um græn og opin svæði borgarinnar og fjölga göngustígum og brautum fyrir hjólreiðafólk. Við munum styðja kröftuglega við umhverfisvænni nýsköpun á öllum sviðum og skapa aukna hvata fyrir fyrirtæki í Reykjavík til að endurnýta aukaafurðir og hráefni sem falla til við rekstur þeirra. Þannig getur Reykjavík unnið að því að verða græn og sjálfbær borg. Setjum X við M og förum í alvöru átak í grænu lausnunum. Höfundur er oddviti X-M til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun