Í miklum ógöngum með umgjörð áfengissölu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2022 10:40 Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra. Hann telur tímabært að endurskoða áfengisslöggjöfina. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, telur að nýleg umræða um áfengissölu hér á landi og sú staðreynd að verslun með áfengi fyrir utan verslanir ÁTVR virðist spretta upp, sýni að umgjörð áfengissölu hér á landi sé í miklum ógöngum. ÁTVR hefur einkaleyfi til smásölu á áfengi hér á landi, auk handhafa vínveitingaleyfis. Að undanförnu hafa hins vegar ýmsar vefverslanir með áfengi sprottið upp, í óþökk ÁTVR sem hefur reynt að sporna gegn þessari þróun, án árangurs hingað til. Þá hefur verslun 10-11 í komusalnum í Leifsstöð fengið áfengissöluleyfi. Verslunin selur belgíska bjórinn Stella Artois. Í Bítinu á Bylgjunni í gær var svo rætt við Hjörvar Gunnarsson, einn af eigendum Acan.is, sem sagði það í raun vera lítið mál að stofna vefverslun með áfengi hér á landi. Jón Gunnarson dómsmálaráðherra var svo til svara í Bítinu í morgun, þar sem hann var meðal annar spurður út í fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi, í ljósi þessara vendinga. Verslun og þjónusta að breytast „Þetta sýnir okkur í hversu miklar ógöngur við erum komin í í þessum málum og þá umgjörð sem um þetta gildir. Við höfum ekki breytt lögum um áfengissölu hér í áratugi. Þetta eru mjög gömul lög sem allt okkar kerfi byggir á í þessu,“ sagði Jón. Fyrirkomulag verslunar og þjónustu væri að breytast og löggjöfin þyrfti að fylgja með. „Við getum öll horft í eigin barm og séð hvernig aðstæður í allri verslun og þjónustu hafa breyst á undanförnum árum, auðvitað löngu tímabært að við sláum nýjum takt í sölu á þessum vörum eins og öðrum,“ sagði Jón. Í þættinum minntist Jón á að einkasala ríkisins á áfengi hafi á sínum tíma verið byggð á lýðheilsusjónarmiðum, þar sem hugað var að því að tempra aðgengi að áfengi. „Við getum svo velt því fyrir okkur hvort við höfum verið að fylgja því í hvívetna þar sem að við erum stöðugt að fjölga útsölustöðum Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins,“ sagði Jón. Verið væri að skoða þessi mál í ráðuneytinu. „Ég hef verið að láta skoða þetta í ráðuneytinu á hvaða grunni við byggjum þessar reglur okkar og hvort við séum reyndar komin út fyrir þann ramma og þær reglur sem lágu grundvallar að fá þetta einkasöluleyfi á sínum tíma.“ Verslun Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Segir vínveitingaleyfi 10-11 til marks um úrelta áfengislöggjöf Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir þá staðreynd að verslun 10-11 í Leifsstöð sé með vínveitingaleyfi draga það fram hversu gölluð og úrelt áfengislöggjöfin sé. Hann segir málið ekki endilega snúast um áfengi, heldur frelsi til að selja vöru og þjónustu sem almenningur kalli eftir. 28. apríl 2022 11:32 Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. 2. júlí 2021 15:38 ÁTVR kvartar formlega undan vefverslunum ÁTVR hefur tilkynnt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi um meint brot Bjórlands, Brugghússins Steðja og Sante ehf. Áfengisverslunin telur þessa aðila hafa gerst brotlega við áfengislög. 9. júní 2021 10:26 Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
ÁTVR hefur einkaleyfi til smásölu á áfengi hér á landi, auk handhafa vínveitingaleyfis. Að undanförnu hafa hins vegar ýmsar vefverslanir með áfengi sprottið upp, í óþökk ÁTVR sem hefur reynt að sporna gegn þessari þróun, án árangurs hingað til. Þá hefur verslun 10-11 í komusalnum í Leifsstöð fengið áfengissöluleyfi. Verslunin selur belgíska bjórinn Stella Artois. Í Bítinu á Bylgjunni í gær var svo rætt við Hjörvar Gunnarsson, einn af eigendum Acan.is, sem sagði það í raun vera lítið mál að stofna vefverslun með áfengi hér á landi. Jón Gunnarson dómsmálaráðherra var svo til svara í Bítinu í morgun, þar sem hann var meðal annar spurður út í fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi, í ljósi þessara vendinga. Verslun og þjónusta að breytast „Þetta sýnir okkur í hversu miklar ógöngur við erum komin í í þessum málum og þá umgjörð sem um þetta gildir. Við höfum ekki breytt lögum um áfengissölu hér í áratugi. Þetta eru mjög gömul lög sem allt okkar kerfi byggir á í þessu,“ sagði Jón. Fyrirkomulag verslunar og þjónustu væri að breytast og löggjöfin þyrfti að fylgja með. „Við getum öll horft í eigin barm og séð hvernig aðstæður í allri verslun og þjónustu hafa breyst á undanförnum árum, auðvitað löngu tímabært að við sláum nýjum takt í sölu á þessum vörum eins og öðrum,“ sagði Jón. Í þættinum minntist Jón á að einkasala ríkisins á áfengi hafi á sínum tíma verið byggð á lýðheilsusjónarmiðum, þar sem hugað var að því að tempra aðgengi að áfengi. „Við getum svo velt því fyrir okkur hvort við höfum verið að fylgja því í hvívetna þar sem að við erum stöðugt að fjölga útsölustöðum Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins,“ sagði Jón. Verið væri að skoða þessi mál í ráðuneytinu. „Ég hef verið að láta skoða þetta í ráðuneytinu á hvaða grunni við byggjum þessar reglur okkar og hvort við séum reyndar komin út fyrir þann ramma og þær reglur sem lágu grundvallar að fá þetta einkasöluleyfi á sínum tíma.“
Verslun Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Segir vínveitingaleyfi 10-11 til marks um úrelta áfengislöggjöf Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir þá staðreynd að verslun 10-11 í Leifsstöð sé með vínveitingaleyfi draga það fram hversu gölluð og úrelt áfengislöggjöfin sé. Hann segir málið ekki endilega snúast um áfengi, heldur frelsi til að selja vöru og þjónustu sem almenningur kalli eftir. 28. apríl 2022 11:32 Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. 2. júlí 2021 15:38 ÁTVR kvartar formlega undan vefverslunum ÁTVR hefur tilkynnt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi um meint brot Bjórlands, Brugghússins Steðja og Sante ehf. Áfengisverslunin telur þessa aðila hafa gerst brotlega við áfengislög. 9. júní 2021 10:26 Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Segir vínveitingaleyfi 10-11 til marks um úrelta áfengislöggjöf Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir þá staðreynd að verslun 10-11 í Leifsstöð sé með vínveitingaleyfi draga það fram hversu gölluð og úrelt áfengislöggjöfin sé. Hann segir málið ekki endilega snúast um áfengi, heldur frelsi til að selja vöru og þjónustu sem almenningur kalli eftir. 28. apríl 2022 11:32
Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. 2. júlí 2021 15:38
ÁTVR kvartar formlega undan vefverslunum ÁTVR hefur tilkynnt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi um meint brot Bjórlands, Brugghússins Steðja og Sante ehf. Áfengisverslunin telur þessa aðila hafa gerst brotlega við áfengislög. 9. júní 2021 10:26