Handbolti

Viktor Gísli stóð vaktina í öruggum sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson stóð vaktina vel í marki GOG í kvöld.
Viktor Gísli Hallgrímsson stóð vaktina vel í marki GOG í kvöld. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat

Viktor Gísli Hallgrímsson var á milli stanganna er GOG heimsótti Skanderborg í dösnku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Gestirnir í GOG unnu öruggan fimm marka sigur, 29-24.

Búið er að skipta deildinni upp í riðla eftir að hefðbundinni deildarkeppni lauk og GOG, Skanderborg, Bjerringbro/Silkborg og Ribe-Esbjerg eru í riðli eitt.

GOG tók tvö stig með sér í riðilinn og Skanderborg eitt, en um toppslag í riðlinum var að ræða.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og þegar gengið var til búningsherbergja var staðan jöfn, 13-13. Viktor Gísli og félagar hans tóku þó völdin í síðari hálfleik og unnu að lokum fimm marka sigur, 29-24.

Vikto stóð sína vakt vel í markinu og varði 14 af þeim 37 skotum sem hann fékk á sig. Það gerir tæplega 38 prósent hlutfallsmarkvörslu.

GOG trónir á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir þrjá leiki og liðið er því komið langleiðina með að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Tvö lið fara upp úr hvorum riðli fyrir sig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.